Ferðafélag Ísfirðinga - ferðaáætlun 2024
ALLIR eru velkomnir - félagsmenn jafnt sem aðrir
Seljalandsdalur --- 1 skór ---
Laugardaginn 11. maí kl. 10.00.
Umsjón: stjórn Ferðafélags Ísfirðinga.
Mæting kl. 10.00 við Brúarnesti (Seljaland).
Gengið upp leiðigarðinn að lendingarpalli geimvera þar sem ferðaáætlunin verður kynnt formlega.
Boðið verður upp á veitingar að kynningu lokinni.
Söguferð um Hnífsdal --- 1 skór ---
Bæjarganga og ganga upp í Miðhvilft 1 skór
Laugardaginn 25. maí
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Gabríela Aðalbjörnsdóttir og Jóhann Birkir Helgason.
Mæting kl. 10.00 við félagsheimilið í Hnífsdal.
Gengið um þorpið og nágrenni þess á nýjum göngustígum.
Göngutími: um 1,5 klst. Að þeirri göngu lokinni er í boði að fara upp í Miðhvilft sem er í þriggja km fjarlægð frá þorpinu og tæpum 300 m ofar. Um tveggja tíma viðbót.
Holtsengi --- 1 skór ---
Laugardaginn 1. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Mæting kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að Holtsbryggju.
Gengið út á þjóðveg og hringinn að veginum að Vöðlum. Gengið til Holtskirkju og endað við Holt Inn.
Sögur sagðar af fólki. Skemmtilegir atburðir úr sögunni rifjaðir upp.
Vegalengd: 6,5 km að Holti (8 km á upphafspunkt). Göngutími: 2-3 klst.
Látrabjarg --- 2 skór ---
Laugardaginn 8. júní
Skráning í ferð: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Fararstjórn: Hildur Valsdóttir.
Mæting kl. 8:00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum til Breiðuvíkur.
Rútuferð frá Breiðuvík að Geldingsskorardal. Gengið meðfram Látrabjargi að Bjargtöngum. Þar bíður rútan og flytur fólk til Breiðuvíkur. Matur þar og gisting.
Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com, fyrir 1. júní, þar sem að þátttakendafjöldi miðast við að 20 manns komist með í ferðina.
Verð fyrir rútufar 5000 kr., svefnpokagistingu í tveggja manna herbergi 9000 kr. og fjögurra manna 8200 kr.
Morgunmatur innifalinn. Félagsmenn fá 20% afslátt. Kvöldmatur ekki innifalinn í verði.
Vegalengd: um 10 km, göngutími: 4-6 klst., hækkun ekki mikil.
Suðureyri við Tálknafjörð --- 1 skór ---
Sunnudaginn. 9. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Örn Smári Gíslason.
Mæting kl. 8.00 við Bónus á Ísafirði og kl. 10.00 í Breiðuvík. Gangan hefst kl. 11.00 á Lambeyri.
Gengið eftir vegi að hvalveiðistöðinni á Suðureyri.
Vegalengd alls: um 9 km, göngutími: 3-4 klst., lítil upphækkun.
Fransí Biskví í Haukadal - Gönguferð og sögustund --- 1 skór ---
Miðvikudaginn 12. júní
Skráning óþörf, bara mæta.
Gönguformaður og sögumaður: Elfar Logi Hannesson.
Mæting kl. 19.00 við Bónus á Ísafirði, 19.45 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri og 20:00 við Kómedíuleikhúsið í Haukadal.
Gengið verður á slóðir frönsku sjómannanna í Haukadal Dýrafirði. Þeir frönsku voru árlegir gestir í yfir tvær aldir í Haukadal. Víst gjörðist þar margt sögulegt svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.
Að göngu lokinni verður boðið inní Kómedíuleikhús í Haukadal hvar hægt verður að fá sér hressingu á einstaklega kómísku verði.
Vegalengd: ekkert til að hafa áhyggjur af, áætlaður göngutími: á áætlun, hækkun: tekur ekki að nefna hana.
Verð: 2.400 kr. fyrir félagsmenn FFÍ. 3.000 kr. fyrir aðra.
Ingjaldssandur --- 1 skór ---
- Róleg og notaleg ganga með sögustundum.
Laugardaginn 15. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Halla Signý og Helga Dóra Kristjánsdætur frá Brekku.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði. Farið þaðan á einkabílum.
Fyrsta stopp er við brúna á Hálsi og gengið niður að fossinum Ósóma og þeir sem vilja geta gengið undir fossinn. Þaðan liggur leiðin að vegamótunum að bænum Hrauni.
Gangan hefst frá vegmótum Hraun/Sæból og gengið sem leið liggur niður veginn að Sæbólskirkju, á leiðinni eru stutt stopp og sagt frá staðháttum og menningarsögu staðarins. Komið við í Sæbólskirkju og sagt frá sögu hennar. Frá kirkjunni er gengið inn í Sandvík og til baka að Sæbóli.
Bæir á Ingjaldssandi: Fremst er Hraun, þá Brekka. Ef gengið er niður veginn að Sæbóli er næst komið að Álfadal, þá samkomuhúsið Vonarland, Ástún og neðst eru Sæból.
Vegalengd: 4,3 km, göngutími: 4 klst.
Gljúfrá – Hrafnseyri – Auðkúla --- 1 skór + 1 bíll ---
Á slóðum Jóns Sigurðssonar forseta.
Laugardaginn 22. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Jörundur Garðarsson. Ásamt honum munu Ingi Björn Guðnason staðarhaldari á Hrafnseyri og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur fræða þátttakendur um ýmislegt sem viðkemur fræðasviði þeirra.
Mæting kl. 9:00 við Bónus á Ísafirði. Farið þaðan á einkabílum.
Keyrt sem leið liggur að Gljúfrá í Arnarfirði þar sem gengið verður upp að bæjarrústum Gljúfrár. Eyðibýlið Gljúfrá tekur nafn af ánni sem fellur í þröngu gljúfri innantil við túnið. Bærinn stendur í nær 80 metra hæð og er sjávargatan nokkuð brött. Við hana stendur Hvíldarsteinn. Þar hvíldu menn sig væri byrðin þung. Jón Sigurðsson kemur mjög við sögu staðarins. Greint frá ýmsum atburðum sem snerta búskaparsögu staðarins en moldin þar geymir minningar af tvennum toga, sárar bæði og sigurglaðar. Frá Gljúfrá er síðan keyrt út á Hrafnseyri þar sem Ingi Björn mun leiða þátttakendur um safnið. Þar gefst fólki einnig kostur á að kaupa sér kaffi og kökur í gömlu uppgerðu bæjarhúsunum. Margrét Hrönn tekur svo við af honum en hún mun ganga með fólki um túnið á Hrafnseyri og segja frá rannsóknunum þar eftir stuttan fyrirlestur. Að lokum verður svo haldið að Auðkúlu þar sem gengið verður um uppgreftrarsvæðið. Margrét mun þá ræða við þátttakendur í ferðinni um þann uppgröft og þær rannsóknir sem þar hafa átt sér stað undanfarin ár. Hér er greinilega ferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Tími alls: 6-7 klst.
Álftafjarðarheiði --- 2 skór ---
Laugardaginn 29. júní
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Barði Ingibjartsson.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að Seljalandi í Álftafirði.
Gengið verður frá Seljalandi í Álftafirði um Álftafjarðarheiði að Kroppstöðum í Korpudal í Önundarfirði.
Þetta var hestfær leið og sést gatan nokkuð vel á köflum. Búast má við að ganga í snjó á köflum.
Vegalengd: um 13 km, göngutími: um 6 klst., upphækkun: 725 m.
Kaffiveitingar gegn vægu gjaldi í hlöðunni á Kirkjubóli að ferð lokinni.
Miðvikudalur – hjólreiðaferðir um dali Skutulsfjarðar --- 1-2 hjól hver ferð ---
Miðvikudagarnir 3. júlí til 7. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðirnar.
Fararstjórn: Ómar Smári Kristinsson.
Mæting kl. 19:30 við Safnahúsið á Eyrartúni.
3. júlí: Hnífsdalur
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 13 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.
10. júlí: Seljalandsdalur
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9,5 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.
17. júlí: Tungudalur - frestað fram í ágúst - auglýst síðar
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9,5 km, lágmark. Tími: minnst 45 mín.
24. júlí: Dagverðardalur
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9 km, lágmark. Tími: minnst 45 mín.
31. júlí: Engidalur
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 16 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.
7. ágúst: Arnardalur
Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 26 km. Tími: minnst 1,5 klst.
Í fyrstu 5 ferðunum er boðið upp á stuttar og léttar leiðir (1 hjól) en ef þátttakendur hafa tíma, þrek og löngun til, er í boði að fara lengri og erfiðari leiðir (2 hjól). Síðasta ferðin (Arnardalur) er löng en létt (1 hjól).
Vatnsdalur --- 1 skór ---
Laugardaginn 6. júlí
Skráning óþörf, bara mæta. Ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Elva Björg Einarsdóttir frá Seftjörn á Barðaströnd, höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók.
Mæting kl. 8.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að bílastæði við Kofanes í Vatnsfirði (inn afleggjara í botni Vatnsfjarðar) um kl. 10.00.
Sameinast í bíla og ekið að þjóðhátíðarsvæðinu innan vatnsins. Gengið þaðan eftir krókóttum og mishæðóttum göngustígum inn í dalbotninn. Fylgst verður með fjölbreyttu plöntu- og dýralífinu í gróðursælum dalnum og hinum náttúrufyrirbærunum sem eru stærri í sniðum, svo sem fossum og giljum. Dalbotninn er magnaður staður. Sagðar verða sögur þar sem landnám Íslands og þjóðhátíðin árið 1974 bera eflaust hæst, auk friðunar fjarðarins í kjölfar hátíðarinnar.
Vert er að hafa með sér flugnanet. Mögulega þarf að vaða yfir einn læk. Oftast má þó stikla eða stökkva yfir hann.
Vegalengd, fram og til baka frá bílastæði: 6 km, göngutími: um 5 klst., hækkun: lítil sem engin.
Þátttökugjald auglýst síðar.
Tjaldanesdalur – Kirkjubólsdalur --- 2 skór ---
Laugardaginn 13. júlí
Skráning á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com fyrir kl. 12, fimmdtudaginn 11. júlí.
Almennt verð: 3.000 kr. Fyrir félagsmenn: 2.000 kr.
Fararstjórn: Þórir Örn Guðmundsson.
Mæting kl. 8.00 við Bónus á Ísafirði.
Komið saman á Þingeyri. Ekið á nokkrum bílum að Tjaldanesdal þar sem gangan hefst.
Gengið er fram allan dalinn og upp í skarðið milli Tjaldanesdals og Göngudals í Kirkjubólsdal. Þaðan niður Göngudal og eftir Tröllagötum í Kirkjubólsdal að Hofi og áfram að bílunum sem voru skildir eftir.
Vegalengd: um 11 km, göngutími: um það bil 5 - 6 klst., hækkun: um 500 m.
Á Straumnesfjall og um Rekavík bak Látur --- 2 skór ---
Laugardaginn 20. júlí
Skráning í ferð: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Fararstjórn: Snorri Grímsson og Yngvi Snorrason.
Mæting kl. 7.00 við Sundahöfn á Ísafirði.
Siglt að Látrum. Sagt frá þorpinu sem þar stóð. Þar var skóli, útgerð, löggiltur verslunarstaður og fjölmennasta þéttbýli norðan Djúps; um 140 manns þegar mest lét á árunum 1920-1940. Eftir að byggð lagðist af var aftur ráðist þar í framkvæmdir. Það var í kringum byggingu ratstjárstöðvar bandaríska hersins uppi á Straumnesfjalli. Þangað var lagður vegur og eftir honum verður gengið. Víðsýnt er af þeirri leið. Rústir ratsjárstöðvarinnar verða skoðaðar og frá þeim sagt. Leiðin til baka liggur niður Öldudal. Það er erfiðasti hluti ferðarinnar; vegleysur og bratti en þó lítið um klungur og ekkert klifur. Stoppað í Rekavík og því næst gengið meðfram Rekavíkurvatni þar sem göngufærið er ýmist gott eða torfærara. Við enda vatnsins er fljótlega komið inn á vegslóða. Hann kemur upp á veginn sem liggur að Látrum. Þar endar ferðin.
Vegalengd: um 20 km, göngutími: 6-8 klst., hækkun: um 420 m.
Grunnavík – Flæðareyri --- 2 skór ---
Laugardaginn 27. júlí
Skráning í ferð: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Mæting við Sundahöfn á Ísafirði kl. 9:00.
Jökulfjarðaferð sem hefst á siglingu frá Sundahöfn á Ísafirði yfir í Grunnavík og þá vonandi í dásamlegu veðri og því sem næst spegilsléttum sjóJ. Í Grunnavík verður byggðin skoðuð og svo gengið upp að kirkjunni að Stað í Grunnavík. Frá Staðarkirkju verður gengið eftir vegi sem var lagður á síðustu árum byggðar í hreppnum. Farið verður upp á Staðarheiði eftir veginum og niður hjá Höfðaströnd. Hópurinn gengur svo út að eyðibýlinu Kollsá áður en haldið verður áfram inn að Flæðareyri. Frá mörgu að segja þegar kemur að byggðinni í Grunnavík og á Höfðaströnd. Þátttakendur geta um leið notið útivistar í fagurri náttúru Jökulfjarða. Alls ekki of strembin gönguleið.
Vegalengd: 19 km, áætlaður göngutími: 8-9 klst., hækkun upp í 173 m hæð.
Sporhamarsfjall --- 2 skór ---
Laugardaginn 10. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Steinþór Bjarni Kristjánsson.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði og 9.30 við Kirkjuból í Valþjófsdal.
Gengið upp á Sporhamarsfjall og meðfram brún þess. Þaðan blasir Önundarfjörður við. Leiðin er brött á kafla en þó er ekkert klifur.
Vegalengd: um 10 km, göngutími: 6-7 klst., hækkun: 650 m.
Arnarnúpur --- 2 skór ---
Laugardaginn 17. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði.
Gengið frá Sveinseyrarvatni sem leið liggur upp Sveinseyrarhvilftina, upp á Arnarnúpinn, hæð 558 m. Gengið meðfram fjallsbrúnum og notið stórfenglegs útsýnis, m.a. yfir hinn undurfagra Keldudal.
Vegalengd: u.þ.b. 8 km, göngutími: 5 klst., hækkun: 550 m.
Lambadalsfjall --- 3 skór ---
Laugardaginn 24. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Barði Ingibjartsson.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði.
Gengið upp Hvallátursdal og á hápunkt Lambadalsfjalls. Drjúg ganga og nokkuð erfið. Fer eftir snjóalögum hvernig gengur. Þarna er frekar þokusækið, sérstaklega í norðaustanáttum. Fólk þarf að klæða sig eftir veðri. Stundum getur gustað um þá sem eru á toppnum. Mjög víðsýnt er af fjallinu í góðu veðri.
Heildarvegalengd: allt að 15-16 km, eftir því hvaða leið er valin en það fer eftir snjóalögum og veðri.
Göngutími: minnst 8 klst., upphækkun: 970 m.
Gíslaganga og Sambatal í Selárdal --- 1 skór ---
- Gönguferð og sögustund
Laugardaginn 31. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta.
Gönguformaður og sögumaður: Elfar Logi Hannesson.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði og við Selárdalskirkju kl. 13:00.
Gengið verður frá Selárdalskirkju að síðasta bænum í dalnum, nefnilega hinum þekkta bæ
Uppsölum hvar bjó hinn einstaki Gísli Oktavíus Gíslason. Sagðar verða Gíslasögur á sögustað og það verður sko enginn lurkur. Að göngu lokinni verður skundað í Dimmalimm, íbúðarhús Samúels í Selárdal er kallaður var Sambi. Þar verður hægt að gæða sér á hinni þekktu hjónabandssælu listakonunnar Billu.
Vegalengd: 3 km alls, áætlaður göngutími: á áætlun, hækkun: tekur ekki að nefna hana.
Verð fyrir félagsmenn FFÍ: 2.800 kr., verð fyrir aðra: 3.500 kr.
Kaffiveitingar á sanngjörnu verði.
Frá Gretti til Gróu --- 1 - 2 skór ---
Laugardaginn 7. september
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina (nema í sund).
Fararstjórn: Hermann Gunnarsson og Þorgerður Kristjánsdóttir.
Mæting kl. 8.30 við Bónus á Ísafirði.
Gangan hefst í Miðhúsum kl. 10.00-10.30 og bílarnir skildir eftir þar. Gengið út Vatnsfjarðarháls að Grettisvörðu, niður í Vatnsfjörð þar sem staðurinn verður skoðaður. Haldið áfram að Sveinhúsum sem einnig verða skoðuð og að lokum yfir Reykjafjarðarháls í bíla á Laufskálaeyri. Mögulega farið í sund í Reykjanesi á eftir.
Vegalengd: um 8-9 km, göngutími: 4-5 klst., hækkun: undir 200 m.
Óvissuferð
Laugardaginn 14. september
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði.
Það veður engu ljóstrað upp um allt sem snýr að ferðinni. Það er þó alveg örugglega hægt að lofa ánægjulegri ferð, skemmtilegu fólki og súpu sem engan svíkur.
Arnarnúpur --- 2 skór ---
Laugardaginn 17. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði.
Gengið frá Sveinseyrarvatni sem leið liggur upp Sveinseyrarhvilftina, upp á Arnarnúpinn, hæð 558 m. Gengið meðfram fjallsbrúnum og notið stórfenglegs útsýnis, m.a. yfir hinn undurfagra Keldudal.
Vegalengd: u.þ.b. 8 km, göngutími: 5 klst., hækkun: 550 m.
Gestabók verður komið fyrir uppi á Arnarnúpi.
Ferðaskilmálar og reglur
Staðgreiða þarf í allar ferðir, verkefni og námskeið við bókun, nema annað sé tekið fram.
Verð í ferðir og námskeið félagsins er sett fram með tvennum hætti: Annars vegar fyrir félagsmenn FFÍ og hins vegar fyrir þá sem ekki eru skráðir félagsmenn. FFÍ áskilur sér rétt til að innheimta árgjald félagsins eða mismun almenns verðs og félagsverðs hafi félagsverð verið greitt án virkrar félagsaðildar.
1. Afbókunarskilmálar fyrir dagsferðir
Afbókun 7 dögum eða meira fyrir brottför: 85% fargjalds endurgreitt.
Afbókun 6-3 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreitt.
Afbókun 2 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
2. Afbókunarskilmálar fyrir lengri ferðir (2 dagar og lengri)
Afbókun 30 dögum eða meira fyrir brottför: 85% fargjalds endurgreitt.
Afbókun 29-14 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreitt.
Afbókun 13-7 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreitt.
Afbókun 6-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
3. Afslættir
Börn og unglingar, 7-18, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald í ferðir félagsins. Börn, 6 ára og yngri, ferðast ókeypis með forráðamönnum sínum.
Félagsmenn í Ferðafélagi Ísfirðinga fá afslátt í allar ferðir félagsins. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.
4. Breytingar
Ferðafélag Ísfirðinga áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð/námskeiði eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Ef félagið aflýsir ferð/námskeiði, er fargjald endurgreitt að fullu.
Ferðafélag Ísfirðinga áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá félagsins vegna sóttarvarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna
5. Tryggingar
Ferðafélag Ísfirðinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.
6. Fyrirvarar
Þátttakendum í ferðum FFÍ er ljóst að för í óbyggðum getur verið áhættusöm. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð og skuldbinda sig með skráningu í ferð til að gera ekki kröfur á FÍ vegna mögulegs tjóns sem þeir verða fyrir í ferðinni.
Farþegar verða að velja ferðir sem hæfa þeirra líkamlega formi. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um útbúnað og veður áður en lagt er af stað.
7. Birting myndefnis
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FFÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé að heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com.
You must be logged in to post a comment.