Ferðir fyrri ára
Göngutúrar 2010
24 október
Boðið er upp á ferð á fjallið Spilli og inn á Hádegishorn ofan og sunnan við Suðureyri, ef veður leyfir n.k. sunnudag.
Leiðsögumaður er Sturla Páll Sturluson.
Lagt verður af stað frá flugvellinum á Suðureyri kl 13:00.
Erfiðleikastuðull 3-4 skór og gert ráð fyrir að gangan taki um 4 klst.
Til vara er gönguferð á láglendi í Súgandafirði.
Mæting kl 12:30 við íþróttahúsið við Torfnes fyrir þá sem vilja sameinast um ferðir.
4 mættu
10 október
Sunnudag, 10.október verður boðið upp á göngu á Mýrarfell í Dýrafirði.
Valdimar Gíslason bóndi á Mýrum verður leiðsögumaður.
Athugið að gangan hefst kl. 11:00, við skiltið (Mýrafell) rétt utan við Mýra og gegnt afleggjaranum að Meira-Garði á tilsettum tíma.. Þetta er frekar lágt fell, um 300 m en víðsýnt um allan Dýrafjörð.
Áætlað er að gangan með stoppi taki um 2 klst. Erfiðleikastuðull er 2 skór.
Þeir sem vilja sameinast um ferðir mæti við Torfnes kl 10:15.
19 mættu
2. okt
Smölun, (óhefðbundin ferð, aðeins sent á póstlista)
Sæl öll,ég fer í smalamennsku bæði laugardag 3. okt. og aftur á sunnudag 4. okt. Smalasvæðið er Heydalur fjallið og út fjall í Laugardal fyrri daginn, og seinni daginn smalað út fjall og fyrir Breiðfirðinganes og heim að Hrafnabjörgum. Það er enn pláss á fjallinu fyrir áhugasama.Þetta geta verið 6-8 tímar.
Ég fer um kl:07:00 frá Súðavík inn í Djúp.Kveðja: Barði
4 mættu + 4
26. september, tuttugusta gönguferðin
Sunnudaginn 26.09.2010 verður boðið upp á láglendisgöngu um Haukadal í Dýrafirði.
Leiðsögumaður verður Þórir Örn Guðmundsson og hefst gangan í Haukadal kl: 13:00.
Gönguleiðin er 13-14 km og tekur um 3-4 klst. Erfiðleikastuðull 1 skór.
Þeir sem vilja sameinast um ferðir frá Ísafirði mæti við íþróttahúsið við Torfnes kl 12.00.
Breyting, gengið var á Sveinseyri, það var verið að smala í Haukadalnum.
5 mættu
19 sept
Sunnudaginn 19. sept. er boðið upp á göngu um Folafót. Leiðsögumaður og hefst gangan við sumarhús Barða við eyðibýlið Hest í Hestfirði. Gangan hefst kl: 10:00 og má reikna með 6 tímum í göngu og spjall um svæðið. ngdin er rúmir 13 km, en er öll á láglendi, erfiðleikastuðull 1-2 skór. Vegslóðinn frá... Eiðinu og út að sumarhúsi Barða er illfær fyrir lága fólksbíla og því vænlegra að vara á jepplingum og jeppum.
12 mættu
5 sept
Sunnudaginn 5.9. er fyrirhuguð ferð á fjallið Þorfinn sem er gegnt Flateyri, handan fjarðar.
Gengið verður frá bænum Grafargili í Valþjófsdal og höfum við leyfi til að aka þangað heim.
Fjallið er rétt yfir 700 m og sú hækkun á gönguleiðinni er um 680m.
Landið er gróin hlíð að mestu og nokkuð brött en engir klettar eru á leiðinni.
Reikna má með 4 klst. Og verður lagt af stað frá Grafargili kl: 13:00 undir leiðsögn Guðmundar Steinars, bónda á Kirkjubóli.
Erfiðleikastuðull 3-4 skór.
13 mættu
29 ágúst
(hætt við vegna veðurs 22 ágúst)
Á sunnudaginn 22.ágúst. verður boðið upp á fjallgöngu.
Gengið frá gönguhúsinu á Seljalandsdal kl: 13:00.
Fyrirhugað er að ganga upp með Buná, fram að vötnum, upp á Miðfellsháls og þaðan upp á Kistufell.
Gönguhúsið er í um 280 m og Kistufell um 780m, hækkun um 500m.
Þá er gert ráð fyrir því að ganga niður norðan megin, fremst í Syðridal og Hnífsdal, yfir Þjófaskörð og niður Seljalandsdal að gönguhúsi.
Vegalengdin er um 12 km alls og áætlaður göngutími er 4-5 klst.
Erfiðleikastuðull 3 skór.
Fararstjóri er Þröstur Jóhannesson.
20 mættu
15 ágúst
Stundum var talað um dalina tvo ,,Fremri" og ,,Neðri" en byggð hefur verið í Aarnardal frá landnámi. Fyrst verður gengið um Neðri-Arnardal og síðan ekið frameftir. Nesti borðað nesti við sumarhús niðja Guðmundar Sæmundssonar og er hægt að fara þar á klósett og skoða húsið. Síðan verður genið um framdalinn og upp á svokallaðar Brúnir.
Fararstjóri Hermann Níelsson.
10 mættu
8 ágúst
Sunnudaginn 8. ágúst verður gengið upp á topp Eyrarfjalls í Skutulsfirði og verður leiðsögumaður Gunnar Þórðarson.
Áætlað er að gangan taki um 4 klst og er þetta 3 skóa, krefjandi ganga en leiðin er mjög brött.
Mæting við Grænagarð kl 13.00 og gengið þaðan og tilbaka.
6 mættu
11 júlí
Sunnudaginn 11. júlí kl. verður gengið um/inn Hnífsdal undir leiðsögn Kristjáns Kristjánssonar, ca. 5 km, uþb 2 klst létt ganga. Mæting við Barnaskólann í Hnífsdal kl 13.00.
20 mættu
3 júlí
Nk laugardag 3. júlí verður gengið á fjallið Kofra undir leiðsögn Barða Ingibjartssonar.
Mæting við bensínstöðina í Súðavík kl. 9.00. Þetta er þriggja skóa erfið ferð sem tekur um það bil fimm klukkustundir.
Mætin við íþróttahúsið við Torfnes kl 8.30 fyrir þá sem vilja sameinast um ferðir frá Ísafirði.
Áréttað er að gangan er á laugardegi en ekki sunnudegi eins og venjan hefur verið.
5 mættu
27 júní
Á sunnudaginn 27.6.2010 verður létt ganga, einn skór.
Gengið verður frá Kirkjubóli í Valþjófsdal út í Mosdal og til baka.
Þetta eru um 4,5 km hvora leið og áætlaður göngutími 3 – 4 klst alls með stoppum.
Fararstjóri er Guðmundur Steinar Björgmundsson bóndi á Kirkjubóli.
Gangan hefst við Kirkjuból kl: 13:00.
10 mættu
20 júní
Sunnudaginn 20. Júní 2010 mun FFÍS í samvinnu við HSV ganga á Kaldbak. Valin hefur verið léttasta gönguleiðin úr Fossdal í Arnarfirði. Aka þarf um 18 km (græna leiðin á kortinu) frá Auðkúlu, vestan við Hrafnseyri, út og upp í Fossdal, aðeins fært jepplingum og jeppum en ekki lágum fólksbílum.
Gönguleiðin byrjar í um 300 m hæð og eftir 3 km er komið í 998 m hæð á toppi Kaldbaks.
Reikna má með að uppgangan taki um 2 klst. og niðurleiðin 1- 1 ½ klst.
Hækkun á gönguleiðinni er um 700 m, en það má aka lengra og hærra og stytta leiðina.
Erfiðleikastuðull er 3ja skóa. Gangan hefst kl. 13:00 úr Fossdal í Arnarfirði.
Reikna má með að aksturinn frá Ísafirði taki um 1 ½ klst. hið minnsta. Þeir sem vilja sameinast um ferðir frá Ísafirði mæti við íþróttahúsið við Torfnes kl 11.00.
20 mættu
13 júní
Nk sunnudag 13.júní verður gengið úr Ögurnesi í Ögur.
Halldór Halldórsson verður leiðsögumaður.
Mæting við Ögurnes kl.13.00.
Gengið þaðan í Ögur og endað við Ögurkirkju.
Gangan tekur ca. 2 1/2 - 3 kls. Erfiðleikastuðull er 1 skór.
Akstur Ísafjörður - Ögurnes er ca. 1.kls og 20.mín.
Á Ísafirði hittast menn við íþróttahúsið á Torfnesi og geta sameinast um bíla en leggja af stað þaðan kl: 11:30
37 mættu
30 maí
Sunnudagsgangan 16 maí, kl 13:00 (féll niður vegna veðurs)
Gengið á Háafell og Kubba.
Gangan hefst á Dagverðardal á móts við aðstöðu Skotfélagsins, í um 400 mys.
Hækkun á gönguleiðinni er um 200m upp á Háafell og lækkar aftur svipað út á Kubba.
Vegalengdin er um 4,5 km aðra leið og því nærri 9 km alls.
Erfiðleikastuðull 2-3 skór.
Ekkert gjald, allir velkomnir
Þröstur Jóhannesson verður í fararbroddi
27 mættu
9 maí sunnudagur
Á sunnudaginn kemur 9.maí er gönguferð frá Staðardal út á Sauðanes og til baka.
Fararstjóri er Þorvaldur Þórðarson bóndi á Stað í Súgandafirði.
Gangan hefst kl: 13:00 frá Bakkatúni frá Bakkatúni, ekið er vestur ( út yfir ) yfir ána, en ekki upp upp að Stað.
Gert er ráð fyrir að gangan taki 3 klst. og að gengið verði út á Hól.
Einnig er möguleiki að ganga alla leið út að vita en það lengir ferðina um 1 tíma. Þetta mun ráðast af gönguhópnum.
Gönguleiðin liggur um hjalla og móa. Erfiðleikastuðull liggur á milli 1-2 skóa.
Til viðmiðunnar þá hafa láglendisgöngurnar hingað til verið 1 skóa og fjallgangan á Sauratinda fyrir viku 3-4 skóa.
42 mættu
Kæru göngufélagar, 2 maí
Nú á sunnudaginn 2. maí munum við bjóða upp á göngu á Sauratinda í Álftafirði.
Gangan tekur um 4 klst. fram og til baka og fararstjóri er Barði Ingibjartsson.
Mæting í Súðavík kl: 13:00.
Þeir sem vilja sameinast um ferðir frá Ísafirði mæta kl 12.30 við íþróttahúsið við Torfnes.
24 mættu í gönguna
Sæl öll, 25 apríl
Næsta sunnudag, 25.apríl, verður gengið um botn Önundarfjarðar og hefst gangan kl: 13:00 frá bænum Hóli innst í firðinum, ekið yfir Vöðin og inn frá Mosvallahálsi.
Magnús Hringur Guðmundsson bóndi mun taka á móti hópnum og segja frá örnefnum og gönguleiðum.
Gert er ráð fyrir því að gangan sé við allra hæfi og á láglendi og göngutími áætlaður 2 klst.
Sami háttur og áður, með að hittast við íþróttahúsið á Torfnesi fyrir Ísfirðinga ef einhverja vantar far.
Fararstjóri er Hjörtur A. Sigurðsson.
Framsendið endilega póstinn á aðra sem kunna að hafa áhuga á að slást í för með okkur!
fh FFÍS Ferðafélags Ísfirðinga.
kv Pernilla Rein
27 mættu í gönguna
Sunnudagur, 11 apríl
Heil og sæl, ferðafélagar!
Næstkomandi sunnudag munum við ganga í nágrenni Bolungarvíkur og Kristinn H. Gunnarsson ásamt fleirum munu fræða okkur um það sem fyrir augu ber. Mæting er kl. 13.00 við Hrafnaklett, sem er félagsheimili Ungmennafélagsins, staðsett rétt hjá kirkjugarðinum og sjoppunni við innkomuna í bæinn.
44 mættu í gönguna
bb.is | 03.03.2010 | 08:09Gengið um Önundarfjörð
Ferðinn frestað og gengið var 14 mars
Ferðafélag Ísfirðinga fer í sína þriðju gönguferð á sunnudag. Gengið verður frá Holti í Önundarfirði kl. 13 og verður gengið um nágrennið og náttúran og fjöllin skoðuð. „Með okkur verður fararstjóri sem kann góð skil á fjöllum og náttúru, býlum og þjóðsögum. Þetta verður um 2 klst létt ganga og er fólk hvatt til þess að taka börn og hunda með,“ segir Hermann Níelsson, stjórnarmaður í félaginu. eLiðsögumaður verður Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum. Þeir sem hafa pláss í bílum eða þurfa fara yfir í Önundarfjörð er bent á að mæta við íþróttahúsið á Torfnesi kl 12.30. „Við hvetjum sem flesta til að mæta og vera með,“ segir Hermann.
40 mættu í gönguna
Sunnudagur, 21 mars
Heilir og sælir göngugarpar!
Mér er sagt að síðasta ganga hafi tekist með miklum ágætum, og nú skal áfram haldið!
Gengið verður undir leiðsögn Sæmundar Þorvaldssonar á Læk (eða Lyngholti? hvort á nú að ráða hefð eða heimilisfang?) í Dýrafirði. Mæting að þessu sinni er kl. 12. 00 , tólf á hádegi, við íþróttahúsið á Torfnesi þar sem fólk sameinast í bíla, eða á hlaðinu á Núpi kl. 13.00 þaðan sem lagt verður upp í gönguna.
vonandi sjáumst við sem flest á sunnudaginn,
37 mættu í gönguna
Sunnudagur 7. Mars
Gengið í Álftafirði, leiðsögumaður er Barði Ingibjartsson
30 mættu í gönguna
Sunnudagur í febrúar, 7 febrúar
Gengið í Seljalandsdal frá gönguskíðaskálanum, leiðsögumaður Þröstur Jóhannesson
30 mættu í gönguna
Skrifað 13 apríl 2010
Hermann Níelsson Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað á Ísafirði 1949 og hlaut þá nafnið Ferðafélag Ísafjarðar. Þá var einungis búið á Eyrinni og varla vegir til nágrannabyggðanna. Á aðalfundi líklega 1995 var nafni félagsins breytt í núverandi nafngift og var hugsunin að höfða til allra íbúa Ísafjarðarsýslu eða gömlu sýslanna vestur og norður.
Þá fráfarandi formaðu Snorri Grímsson og sá sem tók við Jón Reynir Sigurvinsson voru sammála um þetta en því miður eru fundargerðarbækur ,,týndar " eða finnast ekki enn allavega.
Hermann Níelsson Seinni hlutiinn kemur hér....Á n.k.fimmtudag 15 apríl verður framhaldsaðalfundur Ferðafélagsins kl. 20:00 í
Menntaskólanum á Ísafirði. Tveir mánuðir eru liðnir frá fyrri hluta fundarins en þá voru eftirtaldir kjörnir í bráðabirðastjórn: Hermann Níelsson formaður, Védís Geirsdóttir og Þröstur Jóhannesson meðstjórnendur til að undirbúa framhaldsaðalfund og leggja fram frumvarp til laga og stjórnarkjörs. Stjórnin hefur haldið marga fundi og staðið fyrir sunnudagsgönguferðunum sem fjöldi fólks hefur tekið þátt í.
Göngurtúrar
2011
2011-03-06
Í gær mættu 10 manns til að ganga um Bolungarvík.
Veðrið var leiðinlegt, en gengið var engu að síður með leiðsögn Kristins H Gunnarssonar.
Gengið var um hafnarsvæðið og fræddi Geir Guðmundsson göngumenn um það svæði.
Þá var Geir kvaddur og haldið upp og inn með nýja snjóflóðagarðinum og inn að Minni-Hlíð þar sem Sigurgeir bóndi var dregin út í fjárhús.
Harðsótt var að ganga fram að Minni-Hlíð, rok og haglél í fangið.
Eftir að hafa hlítt á Sigurgeir segja frá örnefnum svæðisins var haldið í Einarshús þar sem bæjarstjórn Bolungarvíkur bauð upp á kaffi og vöflur.
10 mættu
2011-03-22
Sunnudaginn 13.03. klukkan 13:00
Við göngum um Álftafjarðarbotn frá búðinni í Súðavík.
Fararstjóri verður Barði
Eins skóa ferð
5 mættu
2011-03-19
Gengið verður í Dýrafirði um næstu helgi. Laugardaginn 19.mars býður Ferðafélag Ísfirðinga upp á göngu frá Alviðru eða Núpi út að Gerðhömrum og fjöruna tilbaka. Leiðsögumaður er Valdimar Gíslason.
Mæting kl: 13:00 við Grunnskólann á Núpi.
Gönguferðin er rúmir 8 km, 4 km hvora leið, létt ganga 1 skór.
Mæting við Torfnes kl 12...:15 fyrir þá sem vilja sameinast um bíla.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti á Mýrum
15 mættu
2011-04-03
Nk sunnudag 3.apríl verður gengið um Önundarfjörð.
Leiðsögumaður Helga Dóra Kristjánsdóttir bóndi með meiru á Tröð.
Gangan hefst kl 13:00 við gatnamótin að Vöðlum og gengið fyrir fjörðinn.
Erfiðleikastuðull 1 skór.
Þeir sem vilja sameinast um bíla mæti við Torfnes kl 13.00.
Leiðin er 12,1 km og meðalhraði var 5 km/kl samkvæmt GPS
30 mættu
2011-04-14
N.k. sunnudag 17.apríl verður boðið uppá gönguferð á Spilli eða Hádegishorn.
Brottför frá Suðureyri kl: 13:00, fararstjóri er Sturla Páll.
Nokkuð brött uppganga, erfiðleikastuðull 3 skór.
Sjá meðfylgjandi kort frá Sturla Páli.
3 mættu
2011-05-08 Bardagi
Leiðsögumenn Barði Ingibjartsson og Anna Lind Ragnarsdóttir
14 mættu
2011-05-15Íshellirinn í Hattardal við Álftafjörð.
Mæting er við bensínstöðina í Súðavík kl. 09:00 á sunnudagsmorgni 15. maí, þaðan ekið í Hattardal. Svo segir um íshellinn á þessari síðu http://www.nave.is/frettir.html ,,Hellirinn var mældur með fjarlægðarmæli og reyndist hann vera 170 m langur. Hæðin á munnanum er u.þ.b. 10 m en hún var ekki mælt nákvæmlega. Lofthæðin í miðjunni fer líklega aldrei undir 5 m. Breidd munnans var 12 m en hellirinn er líklega eitthvað þrengri þegar innar er komið. Hellirinn er opinn í báða enda og er gólfið í honum þakið grjóti, sumt frekar laust."
Ferðin tekur ca. fjóra tíma og mun teljast tveggja til þriggja skóa ferð.
Frá Ísafirði verður sameinast í bíla við íþróttahúsið á Torfnesi kl. 08:30.
Leiðsögumenn verða Barði Ingibjartsson og Anna Lind Ragnarsdóttir.
25 mættu
2011-06-19
Klofningsheiði
Sunnudaginn 19. júní kl. 10
Gengið klukkan 10 frá Stað í Súgandafirði og yfir Klofningsheiði til Önundarfjarðar. Þekkt og söguleg gönguleið. Þátttakendur koma sér sjálfir til og frá upphafs- og endastað, það er ráðgert að einn bíll verði við endastað og flytji þá bílstjóra yfir til Súganda.
Gangan er u.þ.b. 5 klst. löng og farið í 600 metra hæð.
Þeir sem vilja sameinast í bíla mæti við íþróttahúsið á Torfnesi klukkan 9:15.
Ekkert þátttökugjald er í gönguna sjálfa en þeim sem fá far með öðrum er bent á að greiða fimm hundruð krónur fyrir sætið.
Fararstjóri er Sturla Páll Sturluson.
13 mættu
2011-07-03
Sunnudaginn 3. júlí. Álftafjörður – Önundarfjörður
Gengið verður frá Seljalandi í Álftafirði um Álftafjarðarheiði að Kroppstöðum í Korpudal í Önundarfirði.
Þetta var hestfær leið og sést gatan nokkuð vel á köflum. Búast má við að ganga í snjó á köflum.
Gangan tekur um 6 klst. og farið í 725 m hæð. Leiðsögumaður verður Barði Ingibjartsson sem tekur á móti skráningum í síma 846 6350.
Farið verður kl. 9 frá Veitingastaðnum Jóni Indíafara í Súðavík. Boðið er upp á rútuferð að og frá göngustað og því betra að skrá sig.
Verð: 5.000 kr. – Lágmarksfjöldi: 5
10 mættu
2011-07-10
- júlí. Lokinhamradalur – Haukadalur
Gömul bæjarleið frá Lokinhömrum í Arnarfirði til Haukadals í Dýrafirði (Lokinhamraheiði).
Safnast verður saman við Íþróttamiðstöðina á Þingeyri þaðan sem lagt verður af stað kl. 9. Rúta mun flytja göngufólkið til Lokinhamradals í Arnarfirði, þangað sem gangan hefst. Þeir sem vilja geta komið á bílum sínum í Haukadal og komið í rútuna þar. Hæsti punktur er 600 mys og göngutími áætlaður 5–6 klst.
Til að ákvarða rútustærð verður að skrá sig í þessa göngu í síðasta lagi á laugardagskvöldið fyrir göngu.
Leiðsögumaður: Þórir Örn Guðmundsson , s. 863 2412.
Verð 5.000 – Lágmarksfjöldi: 5 – Hámarksfjöldi: 25
13 mættu
Tjaldanesdalur - Kirkjubólsdalur 17. júlí.
Sérstætt landslag elstu megineldstöðvar á Íslandi (Tjaldaneseldstöðin).
Safnast verður saman við íþróttamiðstöðina á Þingeyri þaðan sem lagt verður af stað kl. 9:00. Rúta mun flytja göngufólkið til Tjaldanesdals í Arnafirði, þangað sem gangan hefst. Þaðan verður gengið fram Tjaldanesdal upp í skarð sem stenst á við Göngudal sem er dalverpi í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Þaðan verður gengið áfram eftir tröllagötum heim að Múla og áfram til upphafsstaðar ferðarinnar á Þingeyri. Þeir sem vilja geta komið bílum sínum að Múla og stytt sér gönguna þannig.
Erfiðleikastuðull þrír til fjórir skór, áætlaður göngutími 4-5 klst.
Leiðsögumaður, Þórir Örn Guðmundsson s. 863 2412.
Verð 5.000.- kr., lágmarksfjöldi 5, hámarksfjöldi 25.
11 mættu
Hestfjörður-Dýrafjörður 24. júlí.
Gengið er frá Hestfjarðarbotni um Hestfjarðarheiði yfir í Dýrafjarðarbotn.
Farið er í um 700 metra hæð með Sjónfríð að sunnanverðu og Lambadalsfjall að norðanverðu og er leiðin 3. skóa. Leiðin er um það bil sextán kílómetrar og áætlað er að sjö til átta tímar fari í gönguna.
Farið kl. 09:00 frá veitingastaðnum Jóni Indíafara í Súðavík.
Boðið er upp á rútuferð að og frá göngustað og er fólk beðið að skrá sig í síma 846 6350 í síðasta lagi á laugardagskvöld fyrir göngu.
Leiðsögumaður Barði Ingibjartsson.
Verð 6.000,- kr., lágmarksfjöldi 5.
29 mættu
Kofri
Laugardaginn 27. ágúst.
Næsta ferð er á Kofra laugardaginn 27. ágúst, þetta er breytt dagsetning sem áður var auglýst. Frekar brött leið og smá klifur á mjög stuttum kafla, hæðin á Kofra er 620 m.y.s.
Mæting við Jón Indíafara í Súðavík (bensínstöðina) kl. 9.
Fararstjóri verður Barði Ingibjartsson.
Ekkert þátttökugjald.
15 mættu
Duggholan ofan við Gilsbrekku, 11. september.
Frekar stutt en skemmtileg ganga. Nýlega er búið að gefa út íslenska bíómynd sem tengist Duggholunni sem heitir Duggholufólkið. Eftir að hópur fólks drukknaði í Duggholunni á ferð sinni milli Bolungarvíkur og Dýrafjarðar hafa ýmsar sögur orðið til tengdar svæðinu.
Ferðin tekur sirka tvo tíma ef ekki er mikið um berjaát á leiðinna, eins skóa ferð.
Farið... verður frá Gilsbrekku í Súgandafirði kl. 13:00.
Þátttakendur koma sér sjálfir til og frá Gilsbrekku.
Fararstjóri verður Sturla Páll Sturluson.
Ekkert þátttökugjald.
21 mætti
2012 Ferðaáætlun
- maí Kálfeyri
Gengið frá Flateyri að Kálfeyri í Önundarfirði en þar eru 18 verbúðartóftir. Leiðin er auðveld þar sem gengið er á gömlum vegslóða. Lagt af stað frá Sundlauginni á Flateyri kl. 13, göngutími 3 klst.
Fararstjóri Guðmundur R. Björgvinsson.
- júní Skálavík
Söguferð um Skálavík þar sem sagan verður rifjuð upp af kunnugum. Göngutími 3 klst. Mæting er klukkan 10 við íþróttamiðstöðina í Bolungarvík þar sem fólk getur sameinast um bíla.
Fararstjóri Einar Kristinn Guðfinnsson.
- júní Grárófa
Erfið leið þar sem gengið er frá Selárdal í Súgandafirði yfir heiðina Grárófu (600 mys) og komið niður í Tungudal við Bolungarvík. Göngutími 6 klst. 11 km leið. Mæting er við íþróttamiðstöðina á Torfnesi kl. 9 þar sem fólk getur sameinast um jeppa.
Fararstjóri Sturla Páll Sturluson.
- júní Hestur
Farið er af Folafæti Hestfjarðarmegin, klifrað upp snarbratta hlíðina upp á Hest (536 mys). Ferð fyrir mjög vana göngumenn og alls ekki fyrir lofthrædda. Göngutími 4 klst. Mæting við Jón Indíafara í Súðavík kl. 10.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson.
- júlí Arnarnúpur
Gengið er frá Sveinseyri í Dýrafirði upp á Arnarnúp í 658 mys. Á fáum stöðum er útsýni yfir Dýrafjörð jafn stórbrotið. Göngutími er 4 klst. Mæting er við sundlaugina á Þingeyri klukkan 9:45. Verð auglýst síðar.
Fararstjóri Þórir Örn Guðmundsson, skráning í síma 863 2412.
- júlí Tjaldanesdalur - Kirkjubólsdalur
Sérstætt landslag elstu megineldstöðvar á Íslandi (Tjaldaneseldstöðin).
Mæting er við íþróttamiðstöðina á Þingeyri kl. 9. Rúta mun flytja göngufólkið til Tjaldanesdals í Arnarfirði, þaðan er gengið yfir Göngudalsskarð (560 mys) og í Kirkjubólsdal. Göngutími eru 6 klst. Verð auglýst síðar.
Fararstjóri Þórir Örn Guðmundsson, skráning í síma 863 2412.
- júlí Álftafjörður - Lambadalur
Gengið er frá Seljalandsdal við Álftafjörð yfir Lambadalsskarð (790 mys) og í Lambadal við Dýrafjörð. 19 km leið, göngutími 8 klst. Mæting á Seljalandi innst í Álftafirði. Rúta mun svo aka göngumönnum frá Dýrafirði að upphafsreit. Verð auglýst síðar.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson, skráning í síma 846 6350.
- júlí Hestfjörður - Dýrafjörður
Gengið frá Hestfjarðarbotni yfir Hestfjarðarheiði (701 mys) niður í botn Dýrafjarðar. Göngutími er 7 klst. Mæting er við Jón Indíafara í Súðavík kl. 9. Rúta mun flytja göngufólk til og frá göngustað. Verð auglýst síðar.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson, skráning í síma 846 6350.
- ágúst Ernir
Hressandi göngutúr á fjallið Erni (684 mys) við Skutulsfjörð, gengið er frá bílastæðinu fyrir neðan Naustahvilft kl. 10. Frekar brött leið en flestir í sæmilegu formi ganga hana. Göngutími 3 klst.
Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson.
- ágúst Fossavatn
Rafmagnssagan. Gengið er frá rafstöðinni í Engidal við Skutulsfjörð, þaðan liggur leiðin að Fossavatni sem er í 340 mys. Göngutími 4 klst. Mæting er við rafstöðina í Engidal kl. 10.
Fararstjóri Kristján Haraldsson.
- ágúst Kofri
Gengið á fjallið Kofra (620 mys). Frekar brött leið, smá klifur á köflum. Göngutími 4 klst. Mæting við Jón Indíafara í Súðavík kl 9.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson.
- september Sjónfríð
Sjónfríð (920 mys) er á Glámuhálendinu, þaðan er hægt að sjá yfir alla Vestfirði. Gengið er frá botni Dýrafjarðar (skógræktinni) kl. 10. Göngutími er 6 klst. Hægt er að sameinast í bíla kl. 9 við íþróttahúsið á Torfnesi.
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson.
- september Þverdalsheiði
Lagt af stað frá Breiðadalsheiði (510 mys), vegamótunum Súganda/Flateyri og þaðan gengið yfir Fellsháls, svo Þverdalsheiðina (700 mys) og komið niður í Þverdal sem liggur þvert á Korpudal við Önundarfjörð. Leiðin er 8 km og áætluð 4 klst. Mæting klukkan 10.
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson.
Skýringar á skóarfjölda
Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4-6 klst.)
Mest gengið á sléttlendi - léttur dagspoki - engar eða litlar ár - flestum fært
Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5-7 klst.)
Oft í hæðóttu landi - bakpoki þarf ekki að vera þungur - engar eða auðveldar ár - þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6-8 klst.)
Oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld - gengið á fjalllendi - getur þurft að vaða erfiðar ár - þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun.
Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.)
Gengið í fjalllendi með allt á bakinu - búast má við erfiðum ám - aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
Athugið: Hér er einungis um viðmiðun að ræða. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum, t.d. veðri geta breytt því hversu erfið ferð reynist verða.
Ferðaáætlun Ferðafélags Ísfirðinga 2013
Ferðafélag Ísfirðinga er á Facebook undir nafni félagsins. Heimasíða FFÍS er http://ffis.123.is/home/ Netfang FFÍS er solveigbessa(at)simnet.is.
Ef ekki er annað tilgreint þá kostar hver ferð 250 kr fyrir félagsmenn og 500 kr. fyrir aðra.
Arnarnes
- mars. Mæting við veginn að Arnarnesvita í Skutulsfirði kl. 13 og gengið uppá Arnarnes. Göngutími ein og hálf klst.
Fararstjóri Dagný Sveinbjarnardóttir.
Engidalur
- mars. Mæting við rafstöðina í Engidal kl. 13, gengið upp með Langá, að fossinum í Selá og til baka. Göngutími ein og hálf klst.
Fararstjóri Heimir Hansson.
Söguferð um Ísafjörð
- apríl. Mæting kl. 13 við minnismerki sjómanna á Eyrartúni, gengið niður á Eyrina. Göngutími 2 klst.
Fararstjóri Sigurður Pétursson sagnfræðingur. Verð 1.000 kr.
Kambsnes
- apríl. Mæting kl. 13 við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. 5 km., göngutími 3 klst. Fararstjóri Barði Ingibjartsson.
Óshlíðin
- apríl. Mæting kl. 10 við Skarfasker í Hnífsdal, gengið er um Óshlíð og endað við gangnamunnann í Bolungarvík. 7 km., göngutími 3 klst.
Fararstjóri Anna Lind Ragnarsdóttir.
Sveinseyri - Keldudalur
- maí. Mæting á Sveinseyri við Dýrafjörð kl. 10 og þaðan gengið að kirkjunni í Keldudal, 6 km, göngutími 3 klst.
Hringferð um Mýrafell við Dýrafjörð
- maí. Mæting að Læk kl. 13, gengin fjaran við Mýrafell, 8 km. göngutími 3 klst. Fararstjóri Sæmundur Þorvaldsson.
Æðarfuglinn
- maí. Mæting að Holti í Önundarfirði kl. 13, þaðan gengið að Hjarðardalsnaustum, göngutími 2 klst. Fróðleikur um æðarfuglinn og sögu sveitarinnar.
Fararstjóri Sólveig Bessa Magnúsdóttir.
Surtarbrandsnáman í Syðridal
- maí. Mæting að Hanhóli í Syðridal við Bolungarvík kl. 13 og þaðan gengið að surtarbrandsnámunni. Göngutími 2 klst.
Fararstjóri Jóhann Hannibalsson.
Fjallgarðurinn fyrir ofan Alviðru
- júní. Mæting við Núpsskólann kl. 9:30. Gengið frá veginum að Ingjaldssandi í 400 mys., upp Núpsskarð að Breiðhillu og Núpi fyrir ofan Alviðru, hæðarhækkun 380 m., 14 km, göngutími 6 klst.
Fararstjóri Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.
Fossar í Seljalandsdal við Álftafjörð
- júní. Mæting í Álftafjarðarbotni kl. 10 og gengið að fossum innst í Seljalandsdal, gengið til baka ofan Valagil, hæðarhækkun 400 m. 10 km., göngutími 4 klst.
Fararstjóri Anna Lind Ragnarsdóttir.
Hestur
- júní. Mæting við Jón Indíafara í Súðavík kl. 10. Farið er af Folafæti Hestfjarðarmegin, klifrað upp snarbratta hlíðina upp á Hest (536 mys). Ferð fyrir mjög vana göngumenn og alls ekki fyrir lofthrædda. Göngutími 4 klst.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson.
Sauratindar
- júní. Mæting við Rafstöðina í Álftafirði kl. 10. Farið er upp á Sauratinda 852 mys. og niður brúnina að Skák. Hæðarhækkun 800 m., 10 km., göngutími 5 klst.
Fararstjóri Anna Lind Ragnarsdóttir.
Gleiðarhjalli við Skutulsfjörð
- júní. Mæting í Stóru-Urð kl. 13 og gengið upp á Gleiðarhjalla (500 mys.), göngutími 3 klst.
Fararstjóri Rúnar Eyjólfsson.
Kaldbakur við Önundarfjörð
- júlí. Mæting kl 9:30 við fjárrétt í Tröð, fólk ferjað upp á Gemlufallsheiði á bílum, þaðan gengið uppá Kaldbak (740 mys ), svo niður í Galtardal. Hæðarhækkun 600m. 9 km. göngutími 5 klst.
Fararstjóri Helga Dóra Kristjánsdóttir
Skálardalur - Mosdalur
- júlí. Mæting kl 10 að Kirkjubóli í Valþjólfsdal. Gengið er upp Skálardalinn og yfir í Mosdal og til baka vegslóða að Kirkjubóli. Hæðarhækkun 515 m., 10 km., göngutími 5 klst. Fararstjóri Guðmundur Steinar Björgmundsson
Botnsheiði - Reiðhjallavirkjun
- júlí. Mæting kl. 10 á Súgandaveginum á Botnsheiði (Búrfell), gengið að Reiðhjallavirkjuninni í Syðridal við Bolungarvík, hæðarhækkun 200 m., 9 km., göngutími 4 klst.
Fararstjóri Sturla Páll Sturluson.
Þóruskarð
- júlí. Mæting við rafstöðina í Engidal við Skutulsfjörð kl. 9. Gengið yfir Þóruskarð og niður í Álftafjörð. Hæðarhækkun 700 m., 10 km., göngutími 5 klst.
Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Kistufell og Miðfell
- ágúst. Mæting við gönguskíðaskálann í Seljalandsdal kl. 10. Gengið uppá Kistufell 780 mys. svo á Miðfell 600 mys. og til baka. Hæðarhækkun 480 m., 8 km., göngutími 4 klst. Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Búrfell
- ágúst. Mæting við Botnsheiðarvatn kl. 10. Ferðin hefst frá rótum Búrfells á Botnsheiði og á toppinn 740 mys., 300 m. hæðarhækkun, göngutími 3 klst.
Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Bolafjall - Flatafjall
- ágúst. Mæting kl. 13 við íþróttamiðstöðina í Bolungarvík. Ekið uppá Bolafjall og gengið yfir á Flatafjall, 6 km., göngutími 2 klst.
Fararstjóri Sturla Páll Sturluson.
Frá Vatnsfirði við Djúp að Hrafnseyri við Arnarfjörð.
3 skór, 4 skór og 1 skór
Minnst 800 ára ártíðar Hrafns Sveinbjarnarsonar.
22.-24. ágúst. Hægt verður að taka einn, tvo eða alla áfanga ferðarinnar.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson, einnig koma að ferðinni Halldór Halldórsson og Stella Guðmundsdóttir.
Verð og fyrirkomulag, m.a. um trúss, auglýst síðar.
- fimmtudagur, gengið frá Vatnsfirði til Heydals, 25 km. Í Heydal er matur, gisting, tjaldstæði og heitir Sögustund á heimildum.
- föstudagur, gengið úr Heydal um Arnarfjarðarskarð sunnan við Sjónfríð að Rauðstöðum í Arnarfirði. 25 km leið, uþb. 800 m. hæðarhækkun. Gist í tjöldum á Rauðstöðum.
- laugardagur, gengið frá Rauðstöðum að Hrafnseyri 13 km. Á Hrafnseyri verður fróðleikur um þann atburð sem gerðist á langaföstu árið 1213 þegar Þorvaldur Snorrason (Þorvaldur Vatnsfirðingur) lét höggva Hrafn undir virkinu á
Sjónfríð
- ágúst. Sjónfríð 920 mys., er á Glámuhálendinu, þaðan er hægt að sjá yfir alla Vestfirði. Mæting í skógræktinni í botni Dýrafjarðar kl. 10., 14 km., göngutími 7 klst.
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson.
Kaldbakur 998 mys
- sept. Mæting kl. 10 í Fossdal í Arnarfirði í 480 m. hæð, hæðarhækkun 518m., göngutími 4 klst.
Fararstjóri Eggert Stefánsson.
Eyrarfjall við Skutulsfjörð
- sept. Mæting við Grænagarð kl. 10, hæðarhækkun 730 m., göngutími 4 klst. Fararstjóri Gunnar Þórðarson.
Tunguskógur
- okt. Mæting við tjaldsvæðið í Tungudal við Skutulsfjörð kl. 13, gengið inn dalinn, 2 klst. Fararstjóri Þröstur Jóhannesson.
Dagverðardalur
- okt. Mæting við aðsetur Vegagerðarinnar í Dagverðardal kl. 13 og gengið upp dalinn, 2 klst.
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson.
Ferðafélag Ísfirðinga
Heimasíða: http://ffis.123.is
Netfang: solveigbessa@simnet.is
Verð 250/500, nema annað sé tekið fram.
Holtsoddi í Önundarfirði. 1 skór
6. apríl, kl. 13 við veginn að Holtsflugvelli. Gengið í sandfjöru 2 klst.
Fararstjóri: Sólveig Bessa Magnúsdóttir..
Hjólað um Óshlíð. 2 skór
17. maí, kl. 10 við Skarfasker.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Folafótur 2 skór
31. maí, kl. 10 kl. við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Gengið um Folafót, 16 km, 6 klst. Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Yfir Drangajökul, Kaldalón – Reykjarfjörður. 4-2-4 skór
6-9. júní. Að kvöldi 6. Við Dalbæ á Snæfjallaströnd. Gengið á skíðum sunnan megin úr Kaldalóni í Reykjarfjörð með viðkomu á Hrolleifsborg. Einn léttur göngudagur um nágrenni Reykjarfjarðar. Gengið að sigkötlum og yfir Jökulbungu í Kaldalón norðan megin, gist í húsum, skráning í 846-6355, verð 25.000,-
Nesdalur 2 skór
15. júní. Kl. 10 við afleggjarann að Hrauni. Gengið ú skarðinu um Nesdal, 10km, 4 klst.
Fararstjóri: Jón Reynir Sigurvinsson.
Mannfellsskál 1 skór
21. júní, kl. 11 við rauðu blokkina við Stigahlíð í Bolungarvík, 5 km.
Fararstjóri: Elín Þóra Stefánsdóttir.
Álftafjörður – Tungudalur um Hestsskarð. 3 skór
28. júní, kl. 10 kl. við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Gengið úr Álftafjarðarbotni í Önundarfjörð, 13 km, 6 klst. verð 5000,-
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Kaldbakur í Önundarfirði 3 skór
3. júlí, kl.17 við fjárréttina í Tröð, fólk ferjað upp á Gemlufallsheiði, þaðan gengið upp á Kaldbak og niður Galtadal, 9 km, 5 klst.
Fararstjóri: Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Kaldbakur í Dýrafirði/Arnarfirði 998m. 3 skór
12. júlí, kl. 10 í Fossdal í Arnarfirði, hæðarhækkun 536m, 4 klst.
Fararstjóri: Eggert Stefánsson.
Hestur 3 skór
19. júlí, kl. 10 við Jón Indíafara (bensínstöðina) í Súðavík. Farið af Folafæti Hestfjarðarmegin, klifrað upp snarbratta hlíð upp á Hest, 536m. Ferð fyrir mjög vana og alls ekki lofthrædda, 4 klst.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Galtaviti. 3 skór
26. júlí, kl. 10 við höfnina á Suðureyri. Farið á bát yfir fjörð og gengið um Galtarland yfir Gölt að Galtavita og til baka. Brött ganga. 6 klst.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Fjallgarðurinn ofan Alviðru. 3 skór
9. ágúst, kl. 10 gengið frá veginum að Ingjaldssandi um Núpsskarð að Breiðhillu að Núpi ofan Alviðru. 14 km, 6 klst.
Fararstjóri: Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.
Skálavík - Norðureyri. 3 skór
16. ágúst, kl. 10 við Bónus á Ísafirði, ferjað til Skálavíkur og frá Suðureyri, Gengið um Bakkaskarð ofan Keflavíkur og að Norðureyri, farið með bát yfir fjörð að Suðureyri. 10 km, 6 klst. verð 5000,-
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Hjólatúr í Dýrafirði. 1 skór
23. ágúst, kl. 13 við vegamótin í Lambadal, 16 km hringur.
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Gleiðarhjalli við Skutulsfjörð. 3 skór
30. ágúst, kl. 13 í Stórurð, gengið upp á Gleiðarhjalla.
Fararstjóri: Rúnar Eyjólfsson.
Seljalandsdalur - Tungudalur. 1 skór
6. september, kl. 13 við gönguskíðaskálann á Seljalandsdal.
Fararstjóri: Magni Guðmundsson.
Bolafjall - Flatafjall. 1 skór
14. september, kl. 13 við íþróttamiðstöðina í Bolungarvík, ekið upp á Bolafjall, gengið yfir á Flatafjall, 6 km, 2 klst.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Tunguskógur. 1 skór
5. október, kl. 10 við Bónus á Ísafirði, gengið um Tungudal og Tunguskóg, súpa í Tunguskógi, kokkur Þorsteinn Fjalar Þráinsson..
Fararstjóri: Marzelíus Sveinbjörnsson.
Ferðafélag Ísfirðinga
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: hestur@simnet.is
Hvítanes 1 skór
18.apríl, kl. 10 á einkabílum frá bensínstöðinni í Súðavík
Gengið um nesið og fræðst um örnefni og sögu.
Tengill Barði Ingibjartsson
Arnardalur 1 skór
9.maí, kl. 10 við brúna á Arnardalsá.
Fararstjóri Barði Ingibjartsson
Gengið um dalinn og fræðst um örnefni og sögu.
Tengill Barði Ingibjartsson
Seyðisfjörður 2 skór
16.maí, kl. 10 á einkabílum frá bensínstöðinni í Súðavík
Fararstjóri Barði Ingibjartsson
Gengið frá Eyðinu út hlíðina vestan við Hest og fjöruna til baka í fótspor skipbrotsmannsins Harry Eddon.
Tengill Barði Ingibjartsson
Rembingur 1 skór
30. maí, kl. 10 gengið frá vegamótum Súgandi/Flateyri á Breiðadalsheiði upp á fjallið Rembing. Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson
Tengill Rögnvaldur
Fjallahjólatúr
6. júní, Fjallahjólatúr í Skutulsfirði,
Fararstjóri Ómar Smári Kristinsson.
Tengill Rögnvaldur
Kaldalón-Reykjarfjörður-Kaldalón 4 skór
13.-15. júní,
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson. Verð 30.000. Skráningu lýkur 7.júní í síma 846 6355 eða á thrj@simnet.is
Gengið á skíðum yfir Drangajökul með viðkomu á Hrolleifsborg og við sigkatla, dvalið í Reykjarfirði í einn dag með göngu um nágrennið. Gist í húsum í þrjár nætur. Matur og trúss ekki innifalið.
Tengill Þröstur
Kaldbakur í Önundarfirði 2 skór
20.júní kl. 10 við fjárréttina í Tröð
Fararstjóri Helga Dóra Kristjánsdóttir, 5 klst.
Fólk ferjað upp á Gemlufallsheiði, þaðan gengið á fjallið og komið niður Galtadal að Tröð.
Tengill Helga Dóra
Keldudalur 1 skór
27. júní, kl 13 við brúna í Keldudal við Dýrafjörð,
Fararstjóri Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Söguferð, fjölskylduganga.
Tengill Rögnvaldur
Sjónarhólsvatn 1 skór
4. júlí, kl. 10 frá bænum Miðdal í Syðridal við Bolungarvík.
Fararstjóri Elín Þóra Stefánsdóttir.
Gengið upp að Sjónarhólsvatni, 300 m.y.s.
Tengill Rögnvaldur
Sauratindur 2 skór
11.júlí kl. 10 við vélahús Orkubúsins
Fararstjóri Anna Lind Ragnarsdóttir
Tengill Anna Lind Ragnarsdóttir
Ekkilsdalur 1 skór
18. júlí kl. 10 við bæinn Hól í Önundarfirði
Fararstjórar Magn H. Guðmundsson / Barði Ingibjartsson
Tengill Barði Ingibjartsson
Fjallaskagi 2 skór
25.-26. júlí kl. 10 við eyðibýlið Arnarnes.
Fararstjóri Jón Reynir Sigurvinsson, skráning hestur@simnet.is
(Gengið frá Arnarnesi út á Fjallaskaga,síðan verður boðið samtímis upp á að fara með báti frá Þingeyri út á Fjallaskaga.Miðað er við að fólk gisti í tjöldum eina nótt og þá gætu þeir sem vilja gengið svokölluð Skörð yfir á Sandsheiði. Hér á eftir að laga texta, kemur síðar)
Tengill Barði Ingibjartsson
Galtaviti 2 skór
8.ágúst kl. 10 við höfnina á Suðureyri
Fararstjóri Sturla Páll Sturluson, 6 klst.
Farið á bát yfir fjörð og gengið um Galtaland yfir Gölt að Galtavita og til baka, brött gönguleið.
Tengill Sturla Páll
Hestur 2 skór
15.ágúst kl. 10 við bensínstöðina í Súðavík
Fararstjóri Barði Ingibjartsson, 4 klst.
Farið er frá Folafæti Hestfjarðarmegin, klifrað upp snarbratta hlíð upp á Hest, 536m. Ferð fyrir mjög vana göngumenn og alls ekki lofthrædda.
Tengill Barði Ingibjartsson og Anna Lind
Kofri 2 skór
22.ágúst kl. 10 við bensínstöðina í Súðavík
Fararstjóri Barði Ingibjartsson, 4 klst.
Tengill Barði Ingibjartsson
Þóruskarð 2 skór
29.ágúst kl. 10 við rafstöðina í Engidal
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson, 5 klst.
Gengið frá Fossum upp á Helgufell um Þóruskarð að Seljalandi í Álftafirði, ferjað til baka í Engidal.
Tengill Þröstur
Tungudalur-Dagverðardalur 1 skór
10.október kl. 10 við Bónus á ísafirði
Fararstjóri Þröstur Jóhannesson
Gengið um Tunguland og fræðst um örnefni og sögu og endað í súpu að hætti Þorsteins Þráinssonar.
Tengill Þröstur
Ferðafélag Ísfirðinga FERÐIR 2016
Sauradalur-Arnardalur 2 skór
28. maí, kl. 10 í Súðavík. Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir.
Kistufell 2 skór
4. júní, kl. 10. Gengið frá gönguskíðaskálanum á Seljalandsdal upp á Kistufell og Miðfell. Fararstjóri: Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Á gönguskíðum yfir Drangajökul 4 skíði
10.-12. júní. Fararstjóri Þröstur Jóhannesson. Gengið á skíðum yfir Drangajökul, úr Kaldalóni í Reykjarfjörð og aftur til baka. Gist í húsum, eina nótt í Reykjanesi og tvær í Reykjarfirði. Skráning fyrir 1. júní með tölvupósti á thrj@simnet.is.
Verð 40.000/35.000. Innifalið: gisting og fararstjórn.
Hjólað um Óshlíð að nóttu 1 skór
26. júní, kl. 03 í Hnífsdal. Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Arnarnes 1 skór
30. júní, kl. 20 við Arnarnes. Fararstjóri: Heimir Gestur Hansson.
Eyrarfjall 2 skór
16. júlí, kl. 10 frá Grænagarði. Fararstjóri: Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Snæfjallaströnd-Grunnavík 2 skór
21.-24. júlí. Fararstjórar: Kristín Ósk Jónasdóttir og Pernilla Rein. Brottför að morgni 21. júlí með báti frá Ísafirði. Gist í þrjár nætur í svefnpokagistingu eða í tjaldi í Grunnavík. Skráning fyrir 25. júní með tölvupósti á pernillarein@gmail.com. Lágmarksfjöldi: 8. Hámarksfjöldi: 16. Verð: 35.000/30.000 í tjaldi, 45.000/40.000 í svefnpokaplássi. Innifalið: Sigling, trúss, gisting og fararstjórn.
Skálavík-Keflavík og fyrir Gölt 2 skór
23. júlí, kl. 10 frá Bolungarvík. Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Sjónfríð 3 skór
30.júlí. Gengið verður á Sjónfríð, um 920 m yfir sjó, upp úr Hestfjarðarbotni. Af fjallinu er svo gengið niður í Dýrafjarðarbotn. Fararstjóri Barði Ingibjartsson. Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík.
Þóruskarð 3 skór
31. júlí, kl. 10. Mæting við rafstöðina í Engidal. Gengið yfir Þóruskarð og endað í botni Álftafjarðar. Fararstjóri Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Núpsdalur 2 skór
13. ágúst, kl. 10 frá Núpi. Fararstjóri: Emil Emilsson.
Hjólaferð. Seljalandsdalur-Botnsheiði-Dagverðadalur 2 skór
3. september, kl. 10 við Grænagarð. Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Varnargarðarnir 1 skór
8. október, kl. 10 frá Grænagarði. Gengið á varnargörðunum að Hlíðarvegi 48 þar sem boðið verður upp á súpu og brauð. Sagt frá ofanflóðum og gerð garðanna. Fararstjóri: Rögnvaldur Þór Óskarsson.
Ferðafélag Ísfirðinga, ferðir 2017
Um Folafót 1 skór
22.apríl, kl. 9 við búðina í Súðavík. Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Um Ögur 1 skór
6. maí, kl. 10 í Súðavík eða kl. 11 við Ögur. Fararstjóri: Halldór Halldórsson.
Um Hvítanes, 1 skór
20. maí, kl.10 í Súðavík eða kl. 10:45 við Litlabæ. Fararstjóri: Kristján Kristjánsson.
Kaldalón-Reykjarfjörður-Kaldalón, 4 skíði
9.-11. júní. Gengið á skíðum yfir Drangajökul. Gist í húsi í 2 nætur í Reykjarfirði. Skráning:thrj55@gmail.com. Verð 40.000/35.000 kr., þar af 10.000 kr. staðfestingagjald sem greiða þarf fyrir 1. júní. Innifalið: Gisting og fararstjórn.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Naustahvilft, 1 skór
24. júní, kl 10. Fjölskylduferð. Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson.
Selárdalur – Krossadalur, 2 skór
1. júlí, kl. 10 við Stað. Gengið milli Selárdals í Arnarfirði og Krossadals í Tálknafirði. Verð 3.000 kr.
Fararstjóri: Úlfar B. Thoroddsen.
Hesteyri – Látrar –Sæból, 3 skór
9.-11. júlí. Siglt frá Ísafirði til Hesteyrar. Gist í tvær nætur í tjaldi við Látra og gengið á Straumnes, í Rekavík og að lokum á Sæból. Skráning pernillarein@gmail.com.
Verð: 50.000/45.000 kr., þar af 10.000 kr. staðfestingargjald sem greiða þarf fyrir 25. júní. Innifalið: Sigling, trúss, morgun- og kvöldmatur í Aðalvík og fararstjórn.
Fararstjórar: Kristín Ósk Jónasdóttir og Pernilla Rein.
Kaldbakur, 2 skór
15. júlí, kl. 9 frá Ísafirði. Gengið efst úr Fossdal kl. 10:30. Fararstjóri: Eggert Stefánsson.
Flateyri - Kálfeyri, 2 skór
22. júlí, kl.10 á Flateyri. Gengið að Kálfeyri og til baka. Fararstjóri: Guðmundur Björgvinsson.
Skálavík - Galtarviti – Skálavík, 2 skór
29.júlí, kl.10 í Bolungarvík. Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Skötufjörður – Heydalur, 2 skór
5. ágúst, kl. 9 í Súðavík eða kl. 10 innan við Kálfavík í Skötufirði. Gengið upp Grafarskarð í Heydal.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Sauratindar – Skák – Sauradalur, 2 skór
6. ágúst, kl. 9 í Súðavík. Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík. Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir.
Seljalandsdalur – Þjófaskörð – Heiðarskarð - Syðridalur, 2 skór.
6. ágúst, kl. 9 í Súðavík eða 10 á Seljalandsdal. Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík. Fararstjóri: Rúnar Eyjólfsson
Kofri, 2 skór
7. ágúst, kl. 9 í Súðavík. Í samstarfi við Gönguhátíð í Súðavík. Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Flæðareyri – Grunnavík, 2 skór
13. ágúst, kl. 9. Siglt frá Ísafirði og gengið yfir Staðarheiði í Grunnavík. Siglt til baka sama dag. Verð 15.000 / 7.000 kr. Skráning og staðfestingargjald fyrir 1. ágúst, koj3@hi.is.
Fararstjórar: Kristín Ósk Jónasdóttir og Smári Haraldsson.
Hjarðardalur – Mjóidalur – Bjarnardalur, 2 skór
19. ágúst, kl.10 á Ísafirði eða 10:30 við heimreið að Hjarðardal. Gengið upp Hjarðardal í Dýrafirði, niður Mjóadal í Önundarfirði og að Kirkjubóli í Bjarnardal. Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson.
Seljalandsdalur – Botnsheiði – Dagverðardalur, 2 hjól.
2. september, kl. 14. Hjólaður hringur sem byrjar og endar við Grænagarð. Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Hörgshlíð – Sel, 1 skór
9. september, kl. 11 frá Hörgshlíð í Mjóafirði. Gengið að Seli við Selvatn og til baka. Fararstjórar: Bergsteinn og Hermann Gunnarssynir.
Um Engidal, súpuferð, 1 skór
7. október, kl. 10 við Fossa. Göngufólki boðið upp á súpu að hætti Steina kokks að lokinni göngu.
Fararstjóri Kristján Jónsson.
Ferðafélag Ísfirðinga
Ferðir 2018
Í fótspor Harry Eddom í Seyðisfirði 1 skór
28. apríl, kl. 10 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Um Reykjanes 1 skór
12. maí, kl. 9 frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Marinó Hákonarson.
Um Bolungarvík 1 skór
26. maí, kl. 10 frá sundlauginni í Bolungarvík.
Fararstjóri: Björgvin Bjarnason.
Á gönguskíðum yfir Drangajökul 4 skíði
8.-10. júní. Brottför kl. 10 frá Mórillubrú í Kaldalóni. Gengið á skíðum yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð og til baka, gist í húsi í tvær nætur. Verð: 35.000/40.000. Skráningarfrestur til 1. júní: thrj55@gmail.com.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Álftafjörður - Bardagi - Grjótdalur 3 skór
16. júní, kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjóri: Orri Sverrisson.
Hjólaferð um Önundarfjarðarbotn 1 hjól
23. júní, kl. 9 frá Bónus á Ísafirði
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Um Sandsheiði til Rauðasands 2 skór
30. júní, kl. 7 frá Bónus á Ísafirði. Skráningarfrestur til 25. júní : ferdafelag.isfirdinga@gmail.com.
Fararstjóri: Elva Björg Einarsdóttir.
Raufarhorn - Rembingur 2 skór
7. júlí, kl. 9 frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson.
Dalbær - Flæðareyri - Grunnavík - Dalbær 3 skór
13.-16. júlí. Brottför kl. 10 frá Dalbæ. Verð: 12.000/15.000. Skráningarfrestur til 25. júní: pernillarein@gmail.com.
Fararstjóri: Pernilla Rein.
Um botn Dýrafjarðar 2 skór
21. júlí, kl. 9 frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson.
Um Vatnsfjarðarnes 1 skór
27. júlí, kl. 10 frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Marinó Hákonarson.
Álftafjörður - Hestskarð - Önundarfjörður 3 skór
4. ágúst, kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Sauratindar - Skák - Rauðkollur - Kofri 3 skór
4. ágúst, kl. 9 frá Orkubúshúsinu í Súðavík.
Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir.
Folafótur 1 skór
5. ágúst, kl. 10 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Kofri 2 skór
6. ágúst, kl. 10 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Hestakleif - Ísafjarðarbotn 2 skór
11. ágúst, kl. 10 frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Seljaland - Valagil - Álftafjörður 1 skór
25. ágúst, kl. 10 frá Bónus á Ísafirði
Fararstjóri: Orri Sverrisson.
Fossavatn: Fjölskylduferð 1 skór
8. september, kl. 10 frá rafstöðinni í Engidal.
Fararstjóri: Kristján Jónsson.
Útilistaverk á Ísafirði: Súpuferð 1 skór
6. október, kl. 10 frá Safnahúsinu á Ísafirði.
Fararstjóri: Jón Sigurpálsson.
Nánar um allar ferðirnar á Fésbók “Ferðafélag Ísfirðinga”.
Upplýsingar: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Ferðafélag Ísfirðinga - ferðir 2019
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Bardagi - Hattardalsfjall 2 skór
17. maí, kl. 18 frá búðinni í Súðavík. Fararstjóri: Orri Sverrisson.
Ísafjörður: söguganga, fjölskylduferð 1 skór
25. maí, kl. 10 frá Safnahúsinu. Fararstjóri: Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Mýrafell 1 skór
1. júní, kl. 10 frá veginum vestan Mýra. Fararstjóri: Hildur Halldórsdóttir.
Um Önundarfjörð: hjólaferð 1 hjól
6. júní, kl. 18 frá Bónus á Ísafirði. Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson.
Surtarbrandsnáman í Syðridal 1 skór
12. júní, kl. 18 frá Gilsbrúnni í Bolungarvík. Fararstjóri: Jóhann Hannibalsson.
Kroppstaðaskál: fjölskylduferð 2 skór
22. júní, kl. 11 frá sundlauginni í Bolungarvík. Fararstjóri: Elín Þóra Stefánsdóttir.
Dalbær - Flæðareyri - Grunnavík - Sandeyri - Dalbær 3 skór
27.-30. júní, kl. 10 frá Dalbæ. Gengið með allan búnað og tjaldað. Verð: 22.000 /
26.000. Skráning fyrir 15. júní í ferdafelag.isfirdinga@gmail.com. Lágmark 8. Innifalið: Fararstjórn og tjaldstæði.
Fararstjóri: Ólafur Halldórsson.
Keldudalur: söguganga, fjölskylduferð 1 skór
29. júní, kl. 13 frá brúnni í Keldudal. Fararstjóri: Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Hörgshlíð – Miðhús 2 skór
6. júlí, kl. 10 frá Hörgshlíð. Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir.
Botn - Selárdalur: gönguferð með jóga, fjölskylduferð 2 skór
13. júlí, kl. 9 frá Bónus á Ísafirði, kl.9:30 frá Botni í Súgandafirði. Fararstjóri: Gunnhildur Gestsdóttir.
Fossheiði 2 skór
20. júlí, kl. 7 frá Bónus á Ísafirði, kl. 10 frá Fossi í Fossfirði. Skráning fyrir 13. júlí í ferdafelag.isfirdinga@gmail.com. Verð auglýst síðar. Innifalið í verði: fararstjórn. Fararstjóri: Magnús Valsson.
Um Látrabjarg 2 skór
27. júlí, kl. 7 frá Bónus á Ísafirði, kl. 11 frá Breiðuvík. Skráning fyrir 10.júlí í ferdafelag.isfirdinga@gmail.com. Hægt að gista eina nótt í svefnpokagistingu eða tjaldi ef vill. Verð auglýst síðar. Innifalið í verði: fararstjórn.
Fararstjóri: Eyjólfur Tryggvason.
Vatnshlíðarfjall 3 skór
3. ágúst, kl. 9 frá búðinni í Súðavík. Fararstjóri Anna Lind Ragnarsdóttir.
Út að Hestfjallinu í Seyðisfirði 2 skór
3. ágúst, kl. 9 frá búðinni í Súðavík. Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Kaldbakur 2 skór
4. ágúst, kl. 9 frá búðinni í Súðavík, kl. 9:30 frá Bónus á Ísafirði. Fararstjóri: Barði Ingibjartsson.
Ögurnes: söguganga 1 skór
4. ágúst, kl. 12 frá samkomuhúsinu í Ögri. Fararstjóri: Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Kofri 3 skór
5. ágúst, kl. 10 frá búðinni í Súðavík.
Fararstjórar Barði Ingibjartsson og Anna Lind Ragnarsdóttir.
Skagi 2 skór
24. ágúst, kl. 10:30 frá Hrauni. Fararstjóri: Jón Reynir Sigurvinsson.
Mosdalur 1 skór
17. ágúst, kl. 12 frá afleggjara í Valþjófsdal. Fararstjóri: Guðmundur Steinar Björgmundsson.
Tungudalur – Botnsdalur 2 skór
8. september, kl. 10 frá skíðaskálanum í Tungudal. Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Súpuferð 1 skór
5. október. Brottfararstaður, tími og fararstjórn auglýst er nær dregur. Létt og fræðandi ganga, boðið upp á súpu í lokin.
Ferðafélag Ísfirðinga
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
www.ferdafis.is (verður opnuð síðar í sumar)
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
- Söguferð um Ísafjörð
9.maí kl: 10. Frá Eimskip við Sundahöfn.
Fararstjóri: Helga Hausner.
- Korpudalshringurinn
23.maí kl: 10. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði að Vífilsmýrum.
Fararstjórar: Edda Björg Magnúsdóttir og Jónína Eyja Þórðardóttir.
- Kaldalón – Reykjarfjörður – Kaldalón.
30.maí -1.júní. kl: 10. Við Mórillubrú í Kaldalóni, Verð 35.000/40.000. Gengið á skíðum yfir Drangajökul. Gist í húsi í 2 nætur í Reykjarfirði. Skráning og staðfestingargjald kr. 10.000 fyrir 24.maí thrj55@gmail.com. Innifalið svefnpokagisting og fararstjórn. Hámark 20 manns.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
- Umhverfis Ísafjörð á 80 mínútum.
- júní kl: 10. Frá Safnahúsinu á Ísafirði.
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson
- Kollsvík – Breiðavík
- júní kl: 8. Á einkabílum frá Bónus Ísafirði. Keyrt að bænum Geitagili í Örlygshöfn. Farið á langferðabifreið þaðan í Kollsvík þar sem gangan byrjar.
Þátttökugjald er 3.000 kr. en 2.500 kr. fyrir félagmenn.
Fararstjórar: Magnús Valsson og Hildur Valsdóttir
- Hvallátradalur í Dýrafirði
20.júní kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði
Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson
- Sjö fjöll á sjö dögum.
- – 27.júní. 21. og 27.júní kl. 10, aðra daga kl. 18. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.Fjöllin eru, Tafla, Rauðkollur Búrfell, Óshyrna, Breiðafell, Kofri,. Þorfinnur.
Fararstjórar: Magnús Valsson og Orri Sverrisson
- Syðridalur – Hnífsdalur – Seljalandsdalur
- júlí kl. 10. Frá félagsheimilinu í Hnífsdal.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
- Snæfjallaströnd, Tyrðilmýri - Snæfjöll
11.júlí kl. 8. Farið á bát inn að Tyrðilmýri þar sem gangan byrjar. Gengið út að Snæfjöllum. Siglt með báti þaðan til Ísafjarðar.Verð kr. 15.000 en 12.500 kr. Fyrir félagsmenn,- Skráning fyrir 15.júní á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson ásamt nokkrum leynifararstjórum.
- Lokinhamradalur – Haukadalur
18.júlí kl. 9:30. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði í Lokinhamradal.
Fararstjóri: Þórir Örn Guðmundsson
- Skálmardalsheiði, Skálmardalur – Gjörvidalur.
25.júlí kl. 8. Á einkabílum frá Bónus Ísafirði, bílar geymdir við Gjörvidal. Lafgt af stað kl. 10 frá Gjörvidal. Skráning fyrir 20.júlí á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Marinó Hákonarson
- Fjallið Hestur
31.júlí kl. 9:30. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík, gangan hefst kl. 10.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
- Súðavíkurhlíð, Arnarnes – Traðargil – Súðavík
1.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
- Bardagi eða Hattardalsfjall
1.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík
Fararstjóri: Orri Sverrisson
- Skálavík – Bakkaskarð – Galtaviti
2.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
- Ögur – Skarðshlíð, útsýnisferð yfir perlur Ísafjarðardjúps
2.ágúst kl. 10. Við samkomuhúsið í Ögri, verð kr. 1500,- , kaffiveitingar
Fararstjórar: Guðfinna Hreiðarsdóttir
- Kofri
3.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
- Kaldalón – Drangajökull
- ágúst kl. 8. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði, kl. 10:30 í Kaldalóni.
Fararstjóri: Þórður Halldórsson
- Klofningsheiði, Flateyri – Staðardalur
15.ágúst kl. 9. Frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson
- Sjónfríð
22.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson
- Hestakleif – Miðhús
29.ágúst kl. 8. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði að Miðhúsum, ferjað þaðan.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir
- Grímsdalsheiði, Kvíanes í Súgandafirði – Hólsdalur í Önundarfirði
5.september kl. 9. Við Bónus á Ísafirði.
Fararstjórar: Þröstur Jóhannesson
- Gerðhamrar – Arnarnes
12.september kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði
Fararstjóri: Edda Björg Magnúsdóttir
- Holtsoddi, fjöruferð
19.september kl. 10. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Ragnheiður Birna Fossdal
- Vatnadalur í Súgandafirði
26.september kl. 10. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson
- Súpuferð
3.október kl. 10. við MÍ. Óvissuferð
Fararstjóri: Óvissa með hver það verður!
Ferðafélag Ísfirðinga
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Söguferð um Þingeyri og ganga upp á Sandafell
15.maí kl.10 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri. Bæjarrölt um Þingeyri og gengið upp á Sandafell í lok ferðar.
Fararstjóri: Gunnhildur Björk Elíasardóttir
Kaldalón – Reykjarfjörður – Kaldalón.
22.maí -24.maí. Mæting kl: 10 við Mórillubrú í Kaldalóni, Verð 35.000/40.000. Gengið á skíðum yfir Drangajökul. Gist í húsi í 2 nætur í Reykjarfirði. Skráning og staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist fyrir 24.maí thrj55@gmail.com. Innifalið svefnpokagisting og fararstjórn.
Hámark 20 manns.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson.
Söguferð um Suðureyri fyrir (h)eldri borgara 60+
- júní, lagt af stað frá Bónus kl.10. 1,5 – 2 tíma ganga. Veitingar í lok gönguferðar.
Fararstjórar: Jóhannes Aðalbjörnsson og Emil Ingi Emilsson
Seljadalur
12.júní kl. 10. Á einkabílum frá Skarfaskeri. Gengið upp í Seljadal.
Sagt frá örnefnum og því helsta um verbúðir á svæðinu.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
Klofningsheiði, Flateyri - Staðardalur
19.júní kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjórar: Ragnar Ágúst Kristinsson og Jónína Eyja Þórðardóttir.
Vatnadalur í Súgandafirði
26.júní kl. 10. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjórar: Jóhannes Aðalbjörnsson og Emil Ingi Emilsson
Napi
3.júlí kl: kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði. Gengið frá Melanesi upp Sjöundárdal á fjallið Napa austan Rauðasands.
Fararstjóri: Magnús Valsson
Skálmardalsheiði, Skálmardalur – Gjörvidalur.
10.júlí kl. 8.. Á einkabílum frá Bónus Ísafirði, bílar geymdir við Gjörvidal. Kl. 10 í Gjörvidal. Skráning fyrir 1.júlí á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Marinó Hákonarson
Gullhúsá – Grunnavík
17.júlí kl. 8. frá Sundahöfn á Ísafirði.
Gengið frá Gullhúsá yfir í Grunnavík. Þorpsganga um Grunnavík og inn að Stað og Faxastöðum ef tími vinnst til. Boðið upp á kjarngóða og ljúffenga súpu á heimleið. Skráning fyrir 7.júlí á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Verð auglýst síðar.
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
Lokinhamradalur – Haukadalur
24.júlí kl. 9:30. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði í Lokinhamradal.
Fararstjóri: Þórir Örn Guðmundsson
Gönguhátíð í Súðavík 30. júlí – 2.ágúst
Álftafjörður - Önundarfjörður
30.júlí kl. 8:30. Mæting við búðina í Súðavík kl:08:30. Gengið milli Álftafjarðar og Önundarfjarðar um Álftafjarðarheiði (Heiðarskarð) Göngutími er áætlaður 7 tímar.
Fararstjórar: Barði Ingibjartsson og Anna Lind Ragnarsdóttir
Súðavíkurfjall Arnarnes – Traðargil – Súðavík
31.júlí kl. 08:30 við búðina í Súðavík. Gengið frá Arnardal um Súðavíkurfjall og komið niður í Traðargilshvilft og niður til Súðavíkur. Vegalengd um10 km, uppsöfnuð hækkun 700 m og göngutími er áætlaður 6-7 tímar.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
Söguganga um Súðavík.
1.ágúst kl. 9 frá búðinni í Súðavík. Hámark 25 manns.
Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir
Skálavík – Bakkaskarð – Galtaviti.
1.ágúst kl. 9 á einkabílum frá búðinni í Súðavík. Vegalengd um 12 km., hækkun í um 880 m og göngutími er áætlaður 6-8 tímar. Sama leið er gengin til baka.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Ögur – Skarðshlíð, útsýnisferð yfir perlur Ísafjarðardjúps
2.ágúst kl. 10. Við samkomuhúsið í Ögri, verð kr. 1500,- , kaffiveitingar. Hámark 12 manns.
Fararstjórar: Guðfinna Hreiðarsdóttir
Kofri
2.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá búðinni í Súðavík. Hækkun í 600m hæð.
Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson
Einnig verða í boði aðrar styttri göngur um svæðið en þær verða auglýstar síðar.
Hesteyri – Teista - Darri – Aðalvík
- ágúst kl. 8.Siglt frá Ísafirði til Hesteyrar og gengið í vestur á fjallið Teista, Lækjarfjall og Darra og endað á Sæbóli í Aðalvík.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson
Hjólaferð
14.ágúst kl. 10 frá Bónus á Ísafirði. Strembin hringleið
(Dagverðardalur, Botnsheiði, Hestakleif, Syðridalur, Óshlíð) fyrir fólk í sæmilegu formi á fjallahjólum. Lengd 40 km, mesta hæð yfir sjávarmáli 687 m. Tekur u.þ.b. 6 klst. Á köflum er leiðin mjög brött og grýtt fyrir hjól. Einungis verður farið ef veðurútlit er gott. Láglendisleið verður höfð til vara.
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson
Sjónfríð
21.ágúst kl. 9. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson
Hestakleif – Miðhús
28.ágúst kl. 8. Á einkabílum frá Bónus á Ísafirði að Miðhúsum, ferjað þaðan.
Fararstjóri: Anna Lind Ragnarsdóttir
Grímsdalsheiði, Kvíanes í Súgandafirði – Hólsdalur í Önundarfirði
4.september kl. 9. Við Bónus á Ísafirði.
Fararstjóri: Þröstur Jóhannesson
Holt, fjölskyldu- og fjöruferð
11.september kl.10 frá Bónus á Ísafirði
Fararstjórar: Edda Björk Magnúsdóttir og Jónína Eyja Þórðardóttir.
Súpuferð
18.september kl. 10. Mæting við MÍ. Óvissuferð
Fararstjóri: Kemur í ljós!
FERÐAFÉLAG ÍSFIRÐINGA
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Heimasíða: www.ferdafis.is
Söguferð um Bolungarvík
Fjórir garðar og varða 1 skór
21. maí, laugardagur
Fararstjórn: Björgvin Bjarnason.
Mæting: Kl. 10 við Bónus á Ísafirði og 10:20 í Bolungarvík við Hrafnaklett (hús UMFB).
Bæjarrölt um Bolungarvík þar sem m.a. verður gengið um fjóra garða (kirkju- og varnargarða) og upp að vörðu sem er í um 300 m hæð. 5-6 km, áætlaður tími 4-5 klst.
Arnardalur 1 skór
28. maí, laugardagur
Fararstjórn: Hjörtur Rúnar Sigurðsson.
Mæting: Kl. 10 við Bónus og 10:15 í Arnardal.
Stundum var talað um dalina tvo ,,Fremri" og ,,Neðri" en byggð hefur verið í Arnardal frá landnámi. Fyrst verður gengið um Neðri-Arnardal og síðan inn Efri–Arnardal. Það er margt að skoða og segja frá á svæðinu. Vegalengd um 5 km, göngutími er áætlaður 3-4 klst.
Kvennaferð um Önundarfjörð 1 skór
4. júní, laugardagur
Fararstjórn: Sólveig Bessa Magnúsdóttir.
Brottför: Kl. 10 frá Bónus kl. 10 og Holti í Önundarfirði kl. 10:30
Hringferð frá Holti í Holt. Gengið er ,,rangsælis" inn Bjarnadal fram hjá bæjunum Vöðlum og Tröð. Stikað á steinum yfir Berjadalsá og þegar komið er að Kirkjubóli er gengið eftir Vestfjarðavegi fram hjá bænum Mosvöllum niður að Holti.
Um 11 km, göngutími 4 – 5 klst.
Eyrardalur/Sveinseyrardalur í Dýrafirði 1 skór
11. júní, laugardagur
Fararstjórn: Gunnhildur Björk Elíasardóttir.
Brottför: Kl. 10 frá Bónus og 10:45 frá íþróttahúsinu á Þingeyri.
Gengið frá Haukadalsnasa, utanvert í Haukadalnum, fram holtin og í dalbotninn þar sem heilsað verður upp á Eyrarkarlinn/kerlinguna og síðan niður dalinn að Sveinseyrarvatni og til baka að Haukadal. Rifjuð upp örnefni o.fl. 5 – 6 klst.
Arnarfjörður
Dynjandi – Laugaból – Hokinsdalur – Langanes 2 skór
18. júní, laugardagur
Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Keyrt á einkabílum að bænum Laugabóli með stuttum stoppum við bæina Dynjanda, Ós, Horn, Skóga og Kirkjuból. Frá Laugabóli er gengið inn í Hokinsdal og þaðan út á Langanes. Áætlaður göngutími er um 6 klst. 18 km.
Hádegishorn í Súgandafirði 2 skór
25. júní, laugardagur
Fararstjórn: Sturla Páll Sturluson.
Brottför: Kl. 9. á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Lagt af stað frá gamla flugvellinum á Suðureyri. Byrjar nokkuð bratt, en eftir að komið er upp á hjallann fremst á Spillinum verður gangan mun þægilegri. Af fjallinu er frábært útsýni til hafs, sem og yfir Súgandafjörðinn og Staðardal. 5 km fram og til baka, hækkun 408 m, en hæð Hádegishornsins er 462 m.
Napi 2 skór
2. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Gunnlaugur Auðunn Júlíusson.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Gengið frá Fossabrekkum upp á Napa, inn á og niður Sjöundárdal að Sjöundá og að Melanesi.
7 klst. ganga, hækkun í um 700 m en hæð Napa er 703 m.
Tjaldanesdalur – Kirkjubólsdalur 2 skór
9. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Þórir Örn Guðmundsson.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði.
Gengið er fram allan Tjaldanesdal og upp í skarðið milli Tjaldanesdals og Göngumannsdals í Kirkjubólsdal. Þaðan niður Göngumannsdal og eftir Tröllagötum í Kirkjubólsdal að Hofi og áfram í áttina til Þingeyrar.
Skötufjarðarheiði 2 skór
16. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 8 við Bónus og 8:30 í Súðavík.
Gengið er upp úr Skötufirði og yfir í Heydal. Þar bíður ferðalanga hlaðið kaffiborð, heitir pottar, sundlaug og afslöppun. Þvílíkur endir á skemmtilegri gönguferð undir leiðsögn manns sem les land og leiðir eins og honum er einum lagið.
Vegalengd um 14 km, göngutími um 6 klst. Hækkun í um 550 m hæð.
Kaldalón – Dalbær – Steinshús 1 skór
23. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði í Kaldalón.
Keyrt inn í Kaldalón þar sem við tekur gönguferð inn að jökli. Eftir gönguferðina verður farið í Dalbæ og Steinshús. Vegalengd um 7-8 km, göngutími um 4 klst.,upphækkun svo lítil að það tekur því ekki að nefna hana.
Súðavík – gönguhátíð 29. júlí-1. ágúst
Hattardalsfjall 2 skór
29. júlí, föstudagur
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Áætlaður göngutími 5 – 6 klst.
Lambadalsskarð fram og til baka 2 skór
30. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Áætlaður göngutími 7 – 8 klst.
Valagil - láglendisganga 1 skór
30. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 9 frá búðinni í Súðavík
Skálavík – Bakkaskarð - Galtarviti 2 skór
31. júlí, sunnudagur
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 9 frá búðinni í Súðavík
Kofri 2 skór
1. ágúst, mánudagur
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson.
Brottför: Kl. 9 frá búðinni í Súðavík.
Álfsstaðir í Hrafnsfirði - Flæðareyri 2 skór
6. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Brottför: Kl. 8.
Siglt frá Ísafirði inn í Hrafnsfjörð að Álfsstöðum. Þaðan verður gengið út fjörðinn fram hjá bænum Hrafnsfjarðareyri og yfir Kjósarháls þar sem samnefndur bær stendur. Vaðið yfir Leirufjörð, gengið fram hjá Dynjanda og ferðinni lýkur á Flæðareyri.
Vegalengd 17-18 km, göngutími 8 klst., upphækkun 40 m.
Sauðanesviti 1 skór
13. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Sturla Páll Sturluson.
Brottför: Kl. 10 frá Bónus á Ísafirði.
Gangan að Sauðanesvita er u.þ.b. 3,5 km hvor leið. Ágætlega greiðfær leið út með Sauðanesinu að norðanverðu. Fallegar víkur á leiðinni, sem og fjaran þar sem norðlenski fiskibáturinn Talisman fórst 24. mars árið 1922.
Vegalengd um 7 km, göngutími áætlaður 3-4 klst.
Þingmannaheiði – hjólaferð 3 hjól
20. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Ómar Smári Kristinsson.
Brottför: Kl. 8 frá Bónus.
Hringleið yfir Kjálkafjörð, Mjóafjörð og Þingmannaheiði. Mæting í Vatnsfirði, austan við Vatnsdalsá. Ferðin er áskorun fyrir hjólafólk þar sem að hún er nokkuð löng og krefjandi. Vissara er að hafa vaðskó með. Vegalengd um 55 km, hæsti punktur er í um 490 m hæð. 8-9 klst.
Kaldbakur 3 skór
27. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Eggert Stefánsson.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus að Kaldbak.
Vegalengd 6 -7 km, göngutími um 4 klst. Kaldbakur er 998 m hár en reikna má með að hækkun á gönguleiðinni sjálfri verði um 700 m.
Nánari upplýsingar síðar.
Rembingur 2 skór
3. september, laugardagur
Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Brottför: Kl. 9 frá Bónus á Ísafirði.
Þægileg gönguleið upp á þetta fallega fjall sem er 799 m hátt.
Tungudalur, fjölskylduferð með göngu, leikjum og grilli. 1 skór
10. september, laugardagur
Fararstjórn: Kolbrún Fjóla Ármúla Arnarsdóttir.
Mæting: Kl. 10 á útivistarsvæðinu inni í Tungudal.
Óvissu- og lokaferð sumaráætlunar 1 skór
17. september, laugardagur
Fararstjórn: Kemur í ljós!
Mæting: Kl. 10 við Bónus.
Þátttakendur gleðjast yfir mat og drykk að göngu lokinni.
FERÐAFÉLAG ÍSFIRÐINGA
Fésbók: Ferðafélag Ísfirðinga
Netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Heimasíða: www.ferdafis.is
Naustahvilft 1 skór
Laugardaginn 20. maí
Umsjón: stjórn Ferðafélags Ísfirðinga
Mæting kl. 10 við Naustahvilft
Gengið upp í hvilftina þar sem ferðaáætlunin verður kynnt formlega. Boðið verður upp á veitingar að henni lokinni.
Söguferð um Flateyri 1 skór
Bæjarganga og ganga upp í Klofningsdal 1 skór
Laugardaginn 27. maí
Fararstjórn: Guðmundur Björgvinsson
Mæting: Kl. 10 við Bónus á Ísafirði og 10:30 á Flateyri við sundlaugina
Bæjarrölt um Flateyri þar sem m.a. verður genginn hringur um eldri hluta bæjarins og síðan upp að snjóflóðavarnargörðunum. Að því loknu verður gengið upp í Klofningsdal.
Vegalengd um 4 - 5 km, göngutími er áætlaður 3-4 klst., hæð um 200 m.
Meðaldalur 1 skór
Laugardaginn 3. júní
Fararstjórn: Gunnhildur Björk Elíasdóttir
Mæting kl. 9 við Bónus og kl. 9.45 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri
Í Meðaldal er margt forvitnilegt að sjá. Þar er skemmtilegur golfvöllur Þingeyringa í fögrum fjallasal, leifar gamallar vatnsvirkjunar frá upphafi tæknialdar og silfurbergsnáma í botni dalsins svo eitthvað sé nefnt. Það var í kringum 1910 sem miklar framkvæmdir áttu sér stað í botni dalsins er framámenn leituðu að silfurbergi sem í þá tíð var mikið notað í ýmiss konar sjóngler. Náman var 10 - 15 metra djúp og námuopið 2,5 metrar í þvermál fremst en mjókkaði svo inn á við. Töluvert hefur borist af efni inn í námuna svo að í dag er hún mjög grunn (4 - 6 metrar á dýpt). Er vinnslan var hafin, kom í ljós að efnið var ekki silfurberg heldur skyld steind sem nefnist aragónít. Gengið eftir ruddum vegslóða langleiðina af leiðinni.
Vegalengd: 10 km, áætlaður göngutími 4 tímar, hækkun upp í um 120 m.
Mjóifjörður - Reykjarfjörður 2 skór
Frá Hörgshlíð í Mjóafirði yfir í botn Reykjarfjarðar
Laugardaginn 10. júní
Fararstjórn: Þorgerður Kristjánsdóttir og Hermann S. Gunnarsson
Mæting kl. 9 við Bónus
Gengið verður upp frá Hörgshlíð og síðan eftir gamalli gönguleið að Vatnsfjarðarseli. Þar verða skoðaðar bæjartóftir og að því loknu gengið áfram yfir í Reykjarfjarðardal þar til komið er niður í botn Reykjarfjarðar.
Vegalengd: 14-15 km, áætlaður göngutími 5 - 6 klst., hækkun upp í um 300 m hæð.
Súðavík – Sauradalur - Arnardalur 2 skór
Sunnudaginn 18. júní
Fararstjóri: Barði Ingibjartsson
Mæting kl. 9 við Bónus og 9.40 við bensínstöðina í Súðavík
Gangan byrjar í Súðavík og þaðan er gengið upp Sauradal og upp á Kika í um 400 m hæð. Þaðan er svo gengið niður í Arnardal.
Vegalengd 11 km, áætlaður göngutími 5 – 6 klst., hækkun upp í um 400 m.
Jónsmessuferð á Töflu í Dýrafirði (Kaldidalur - Hjarðardalur ) 2 skór
Laugardaginn 24. júní
Fararstjóri: Sighvatur Jón Þórarinsson
Mæting kl. 18 við Bónus og 18.30 við Höfða í Dýrafirði
Ferðin hefst rétt neðan við bæinn í Fremri Hjarðardal. Þar er farið upp gróna hliðina og hjalla þar ofar. Smávægileg urð og grjót geta orðið á leiðinni upp á fjallið. Hlíðin er drjúg og getur tekið á óvana fætur. Þegar upp á brúnina er komið er aflíðandi halli fram undan með fönnum, malarbörðum og grjóti. Þegar nær dregur Töflunni er gróft grjót en ekki stórgrýtt. Taflan sjálf er í tæplega 700 m hæð. Grýtt upp á og tvær vörður taka þar á móti okkur. Eftir stopp á Töflunni er haldið fram fjallið og hækkum við okkur í um 730 m þar sem hæðst er farið. Þessi ganga ætti að vera þægileg en spurning um snjóalög. Gengið er á snjó niður í Kaldadal og ef bjart er og stillt veður er alveg eins von á því að þar sé KALT. Muna því að hafa hlý föt með – vettlinga og húfu. Þegar komið er niður úr Kaldadal beygjum við til hægri og höldum heim og niður Hjarðardalinn – reynum að fylgja kindagötum sem liggja þar hátt í dalnum en vísa okkur vegin niður á við og síðan fyrir ofan túns í Hjarðardal og endum á upphafs punkti ferðarinnar.
Ferðin ætti ekki að taka meira en 5 – 6 tíma en að sjálfsögðu, eins og í öllum gönguferðum, ræður sá síðasti. Vanmetið ekki leiðina.
Hvítanes – fjöruferð 1 skór
Laugardaginn 1.júlí
Fararstjóri: Eggert Stefánsson
Mæting kl. 9 við Bónus
Gengið um fjörur og nes. Frá Hvítanesi er gott útsýni yfir Ísafjarðardjúpið og Vigur. Það sem leynist í fjörunni við bæinn er það sem fær flesta til þess að nema staðar. Á klöppunum og skerjunum rétt fyrir utan liggja yfirleitt nokkrir selir og stundum nokkrir tugir þeirra. Það kæmi ekki á óvart ef að þátttakendur gæddu sér á veitingum að ferðalokum í Litlabæ.
Áætlaður göngutími 3 – 4klst.
Lokinhamraheiði 2 skór
Laugardaginn 8. júlí
Fararstjóri: Þórir Örn Guðmundsson
Mæting við Bónus kl. 9 og 9.45 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri
Byrjað er á því að ganga fram og upp Lokinhamradal að austanverðu meðfram fjallinu Skeggja sem á þessari leið er oft nefndur Skorarfjall eftir mjög djúpum skorum sem skera sundur tröllaukin hamrabelti fjallsins, enda er þar þurrara undir fæti. Það er frekar bratt upp á Lokinhamraheiðina en heiðin sjálf í um 680 m hæð og örstutt og jafnvel stysta heiði á landinu, ekki nema fimm til sex skref! Síðan strax í bröttum sneiðingum norðaustur og niður í Lambadal og áfram út í Haukadal. Þaðan norður að Húsatúni.
Vegalengd 13,5 km, áætlaður göngutími 5 - 6 tímar, hækkun í um 680 m hæð.
Dalsheiði – stikuferð 2 skór
Laugardaginn 15. júlí
Fararstjórar: Emil Ingi Emilsson og Ólafur Engilbertsson
Mæting kl. 9 við Bónus
Dalsheiði stikuð að hluta eða um 5 km af henni og þá upp í um 670 m hæð.
Vegalengd 8 km , áætlaður tími 8 klst., gengið upp í um 700 m hæð.
Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com þar sem að þátttakendafjöldi miðast við að 10 manns komist með í ferðina.
Unaðsdalur og nágrenni - þemaferð - blómaskoðunarferð 1 skór
Sunnudaginn 16. júlí
Fararstjóri: Rakel Þorbjörnsdóttir
Mæting kl. 11 í Dalbæ
Áhersla þessarar ferðar er á gróður Jarðar. Blóm og aðrar jurtir verða skoðuð og greind.
Ekki er vitað hversu langt er gengið. Það fer eftir því hversu athyglisverðar plöntur verða á vegi fólks. Spennandi valkostur þar sem sleginn er nýr tónn í flóru gönguferða félagsins.
Áætlaður tími: 4-5 klst.
Kirkjuferðir – sjö kirkjur á fjórum dögum 2 skór
- - 22. júlí
Fararstjóri: Björgvin Bjarnason
- Miðvikudagur 19. júlí
Frá Hrafnakletti í Bolungarvík kl. 9. Gengið að Hólskirkju og þaðan fram Syðridal
að Reiðhjallavirkjun, línuveg þar upp og Heiðarskarð að Fremri-Bakka í
Hnífsdal. Síðan að Hnífsdalskapellu og að Ísafjarðarkirkju. Sameiginlegt borðhald eftir göngu. Um 25 km.
- Fimmtudagur 20. júlí.
Frá Ísafjarðarkirkju kl. 9. Gengið inn Skutulsfjörð upp Dagverðardal og
þjóðveginn yfir Breiðadalsheiði. Að kirkjunni í Holti og þaðan að Flateyrarkirkju.
Sameiginlegt borðhald eftir göngu. Um 29 km.
- Föstudagur 21. júlí.
Frá Flateyrarkirkju kl. 9. Klofningsheiði Vatnadal og að Staðarkirkju Staðardal.
Þaðan fyrir Spilli og að Suðureyrarkirkju. Sameiginlegt borðhald eftir göngu. Um 15 km.
- Laugardagur 22 júlí.
Frá Suðureyri kl. 9. Gengið frá Suðureyri inn Súgandafjörð og að Gilsbrekku.
Gilsbrekkuheiði og niður Tungudal að Hólskirkju. Sameiginlegt borðhald eftir göngu. Um 24 km.
Hægt verður að fara í sund á öllum stöðunum eftir göngu og borðhald. Fræðsluþema verður um eina persónu á hverjum degi. Ekki er gert ráð fyrir því í skipulagi ferðanna að fólk gisti á áningarstöðum, þó það sé að sjálfsögðu leyfilegt. Nánari upplýsingar um ferðirnar verða birtar síðar.
Jökulfirðir (Hrafnfjörður – Furufjörður) 2 skór
Laugardaginn 29. júlí
Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson
Mæting kl. 8 við Sundahöfn á Ísafirði
Siglt frá Sundahöfn á Ísafirði innst inn í Hrafnfjörð þar sem farið verður í land. Gengið frá sæluhúsinu í Hrafnfjarðarbotni upp úr firðinum yfir Skorarheiði. Fyrst er gengið eftir ruddri slóð til suðausturs upp með Skorará, um Andbrekkur og Skorardal þar sem farið er yfir ána á brú. Haldið í sömu átt eftir nokkuð bröttum sneiðingum þar til komið er upp á heiðina og fyrir sunnan Skorarvatn í um 200 metra hæð. Þaðan austur Furufjörð að sæluhúsinu við sjó í Furufirði. Gert er ráð fyrir góðu nestisstoppi og hvíld þar. Gengið til baka samdægurs yfir í Hrafnfjörð og siglt til Ísafjarðar um kvöldið.
Á heiðinni sést hið svipmikla fjall Gýgjarsporshamar vel en þar er sögð ein mesta álfabyggð á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað. Áhugavert svæði m.a. út frá sögu mannlífs og byggðar, þjóðsagna, jarðfræði og gróðurs.
Vegalengd 16 km, áætlaður göngutími 8 - 9 klst., gengið upp í um 200 m hæð
Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Upplýsingar um verð og nánari tilhögun ferðarinnar verða birtar síðar.
Þorfinnur 2 skór
Laugardaginn 12. ágúst
Fararstjórar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Steinþór Bjarni Kristjánsson
Mæting kl. 9 við Bónus og kl. 9.30 við afleggjarann að Grafargili í Valþjófsdal
Stikuð leið upp á fjallið Þorfinn og meðfram brún þess. Þaðan blasir Önundarfjörður við. Leiðin er brött á kafla en þó er ekkert klifur.
Vegalengd 8,5 km, Göngutími 5 - 6 klst. Hækkun: 650 m.
Hjólaferðin 2 hjól
Laugardaginn 19. ágúst
Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson
Kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði og kl. 10.20 á bílastæði fyrir ofan Botn og Birkihlíð Áður en farið er yfir fjarðarbotninn á grjótfyllingu er hjólað framhjá tilgátuhúsi í sögualdarstíl. Leiðin er fremur gróf. Hún liggur uppi í hlíð og niðri í fjöru. Hentar fjallahjólum og góðum malarhjólum. Ágæt leið fyrir fólk sem er að æfa sig á erfiðum vegum. Kílómetrafjöldi að Selárdal fram og til baka frá Botni er 14.5 km. Hjólatími með pásum: 2-3 klst.
Kistufell á Seljalandsdal 2 skór
Laugardaginn 26. ágúst
Fararstjóri: Magnús Ingi Jónsson
Lagt af stað frá virkjunarhúsi Reiðhjallavirkjunar í Syðridal kl. 10:00. Af Kistufelli er tignarlegt útsýni yfir Bolungarvík, Hnífsdal, Skutulsfjörð og Súgandafjörð. Gangan byrjar í 30 m. hæð og hæsti punktur er 785m. yfir sjó. Hækkun er því um 750 metrar en 95% leiðarinnar er á vegslóða. Gangan er rétt tæpir 12 km og áætlaður göngutími er 5-6 klst. með stoppi.
Grárófa 2 skór
Laugardaginn 2. september
Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson
Mæting kl. 9 við Bónus
Gömul og nokkuð strembin gönguleið á milli Súgandafjarðar og Bolungarvíkur. Nafnið á leiðinni er dregið af grárri þokurófu sem liggur stundum yfir á efsta hluta leiðarinnar. Leiðin liggur upp frá Selárdal og upp með Selárdalsá. Hinum megin við heiðina blasir Tungudalur við og liggur gönguleiðin þar niður í Bolungarvík.
Vegalengd 11,5 km, 600 m hæð, áætlaður göngutími 6 – 7 klst.
Engidalur (Fossar – Fossadalur - Fossavatn – niður með Langá að stöðvarhúsi – Fossar) 1 skór
Laugardaginn 9.september
Fararstjóri: Örn Smári Gíslason
Mæting kl. 9 við bæinn Fossa í Engidal
Gengið frá bænum Fossum upp samnefndan dal að Fossavatni. Þaðan er svo genginn drjúgur spölur að Langá og niður með henni að stöðvarhúsi. Hringnum lokað við upphafsstað göngunnar.
Vegalengd 4 - 5 km. 340 m hæð, áætlaður göngutími 4 – 5 klst.
Óvissuferð 1 skór
Laugardaginn 16. september
Mæting kl. 9 við Bónus
Staður: má ekki segja frá því
Fararstjóri: kemur í ljós
Það verður engu ljóstrað upp um allt sem snýr að ferðinni. Það er þó alveg örugglega hægt að lofa ánægjulegri ferð, skemmtilegu fólki og súpu sem engan svíkur.