Saga félagsins

Hermann Níelsson skrifaði neðangreint á Facebook síðu félagsins.

Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað á Ísafirði 1949 og hlaut þá nafnið Ferðafélag Ísafjarðar. Þá var einungis búið á Eyrinni og varla vegir til nágrannabyggðanna. Á aðalfundi líklega 1995 var nafni félagsins breytt í núverandi nafngift og var hugsunin að höfða til allra íbúa Ísafjarðarsýslu eða gömlu sýslanna vestur og norður. Þá fráfarandi formaður Snorri Grímsson og sá sem tók við Jón Reynir Sigurvinsson voru sammála um þetta en því miður eru fundargerðarbækur „týndar“ eða finnast ekki enn allavega. Á n.k. fimmtudag verður framhaldsaðalfundur Ferðafélagsins kl. 20:00 í Menntaskólanum á Ísafirði. Tveir mánuðir eru liðnir frá fyrri hluta fundarins en þá voru eftirtaldir kjörnir í bráðabirðastjórn: Hermann Níelsson formaður, Védís Geirsdóttir og Þröstur Jóhannesson meðstjórnendur til að undirbúa framhaldsaðalfund og leggja fram frumvarp til laga og stjórnarkjörs. Stjórnin hefur haldið marga fundi og staðið fyrir sunnudagsgönguferðunum sem fjöldi fólks hefur tekið þátt í. Þátttakan hefur verið sjálfsprottin, áhugi og félagsþroski þeirra sem mætt hafa segir allt sem segja þarf um íbúana á Norðanverðum Vestfjörðum.

Elstu fundargerðirnar (1949 - 1957)