Fundargerðir
Nýjasta fundargerðin
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2023
Vinsamlegast sendið athugasemdir á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com
Elstu fundargerðir (1949 - 1957)
Fundur haldinn í FFÍs. þann 23.sept. 2010 í Faktorshúsinu Ísafirði og hófst kl. 17:30.
Fundinn sátu þau: Rögnvaldur Þór Óskarsson, Dagný Sveinbjörnsdóttir Barði Ingibjartsson, Júlía Björk Þórðardóttir, Gunnhildur Gestsdóttir , Hilmar Pálsson auk undirritaðrar.
Formaður upplýsti að nú þegar væri búið að fara í 19 göngur þar sem rúmlega 450 manns hafi tekið þátt. Einnig sagði hann að töluvert hefði fækkað í síðustu göngum og velti upp þeim hugrenningum hvort nýjabrumið væri farið af. Fundarmenn töldu svo ekki vera, heldur frekar að annríki sumarsins ætti sinn þátt. Júlía minnti á að passa þyrfti að hafa styttri göngur með. Taldi að það myndi ná til fleiri.
Fullur hugur var í fundarmönnum um áframhald gangna og skipulag þeirra. Barði nefndi hvað gaman væri að ganga fjörur og oft gott á vetrum.
Rögnvaldur lagði til að fjölgað yrði í Ferðanefnd. Fékk þeim Barða, Hilmari, Gunnhildi, Þorbjörgu, Dagnýju og Júlíu, það verkefni að finna einn mann hvert í nefndina og senda sér tölvupóst þar um , innan tveggja sólahringa. Þar yrði leitast við að finna nefndarmann úr hverju hverfi Ísafjarðarbæjar.
Rögnvaldur setti fram hugmynd um hvort við ættum að stefna að fjölskyldudegi í Tunguskógi í Desember, þar sem eitthvað yrði sprellað saman. Fundarmenn töldu desember yfirleitt svo ásettan að ekki væri víst að það næði hylli, en spennandi að athuga þessa hugmynd síðar á vetirnum.
Núna hafa tæplega 80 manns greitt félagsgjöldin og yfir 400.000,- kr. safnast á bók, þar af á félagið okkar um helming.
Samþykkt var að fara að eyða. Júlía kannar og kaupir gjallarhorn sem er nauðsynlegt að hafa í fjölmennum göngum. Einnig ákveðið að kaupa möppu og skilblöð til að halda utan um pappíra.
Barði, ætlar að hafa umsjón með að stað og tímasetja 2-3 ferðir næsta sumar, sem auglýstar verða í Ferðaáætlun FÍ 2011.
Heimasíðugerð: Hilmar tók að sér að kanna hvar málið væri statt og ræða við Pernillu og Ólaf Jens. Áríðandi að þetta komist áfram og setja link inn á síðu FÍ.
Rögnvaldur setti á hugmyndabanka og bað fundarmenn að skila inn tillögum að Logoi fyrir félagið.
Ákveði að halda almennan félagsfund 21. október eða þar um bil, staðsetning og tími ákveðin síðar.
Önnur mál.
Formaður bað fundarritara að senda sér fundargerðir í tölvupósti að lokinni ritun.
Einnig minnti Rögnvaldur á að Ralf Trylla, hefði haft samband við hann og sagt að hann væri með rétta gerð af stikum, sem við skyldum athuga um áður en farið væri út í einhverjar hugsanlegar merkingar á gönguleiðum.
Kanna skal hug félagsmanna til námskeiðahalds. td. GPS námskeið, fjallaferðir eða hvaðeina sem fólki fýsir að fræðast um.
Ferðafélag ísfirðinga
17. 11. 2011 Stjórnarfundur
Fundarefni:
Yfirfara sumarið
Hvað mátti betur fara, láglendis göngur, haustið lélegt. Deildafundur á Akureyri, farið yfir það helsta.
87 bunir að greiða, sirka 20 eftir. Í bók eru 718þús, fyrir var 250, sirka 500 sem félagið á.
Kynning á gönguferðum næsta árs
Fleiri ferðir verða farnar en nú hafa verið skipulagðar, þær auglýstar síðar. Auglýsingagjald 500 kr??
Árbók FÍ 2012 er nú í vinnslu og stefnt er að útgáfu hennar í mars/ apríl 2012. Félagsefni þe. samantekt FÍ og deilda eru að venju á sínum stað í bókinni.
Samantekt um starfsemi ársins frá deildum skal skilað til skrifstofu FÍ Mörkinni 6, eða á netfangið fi@fi.is fyrir 20. des nk.
Gott er ef samantektin er hefðbundin að stærð miðað við fyrri ár þ.e. ca ein síða A 4.
Árbókin 2012 fjallar um Skagafjörð austan vatna og er Páll Sigurðsson höfundur bókarinnar.
Þá minnum við á skil á ferðaáætlun deilda í ferðaætlun 2012 en skilafrestur er til 20. nóv nk. Ferðaáætlunin kemur síðan út um miðjan janúar 2012 og verður deildum send próförk til yfirlestrar þegar umbrotsvinnu er lokið.
Greiðslu fyrir ferðir á vegum félagsins
Hvað á greiða mikið fyrir slíkar ferðir, á hverskonar fundi á að fara, ferðir á fundi FÍ, opinberir aðilar svo sem umhverfisstofnun, fundir hjá hagsmunasamtökum og einkafyrirtækjum, skuldsetning, siðareglur.
Efla félagsstarfið
Ljúka árinu með myndakvöldi þar sem verður boðið upp á léttar veitingar, hittingur yfir vetramánuðina, þakkarkort til leiðsögumanna. Léttar kvöldgöngur/síðdegisgöngur í miðri viku.
Heimasíða
úps!!!!
Önnur mál
Ferðafélag Íslands
Deildarfundur á Akureyri 8. okt. 2011
Fundinn sátu Hilmar Antonsson formaður FA ásamt þremur stjórnarmönnum í FA, Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdarstjóri FÍ, Halldóra Þórshöfn, Bjarni Guðlaugsson Hörgur, Þórhallur Egilsstaðir, Rannveig Einarsdóttir Höfn í Hornafirði og Rögnvaldur Þór Óskarsson Ferðafélag Ísfirðinga.
Þórhallur Þorsteinsson ræddi mikið um skálaviðhald og hvað erfitt væri að fá fólk í stjórn félagsins.
Rannveig Einarsdóttir formaður Austur Skaftfellinga sagði svo frá. Félagið gefur út ferðadagskrá fyrir árið og dreyfir því á hvert heimili. Góð þátttaka er í strandgöngum yfir vetramánuðina. Tíundi bekkur grunnskólans er boðið í skála í eigu félagsins á Lónsöræfum yfir helgi. Áheyrsla lögð á samstarf við grannana í Vík og Djúpavogi.
Halldóra Þórshöfn er formaður ferðafélagsins Norðurslóð og er starfsvið félagsins á Langanesi. Þar er gengið einu sinni í mánuði og eru þetta frá fjórum til fjörtíu manns sem taka þátt í göngunum. Þau eru með fjögurra daga ferð í björgin þarna á Langanesinu og hafa verið með námskeið í GPS staðsetningargræjum.
Bjarni Guðlaugsson formaður í ferðafélaginu Hörgur er búinn að vera formaður í 30 ár. Félagið á einn skála. Þar sem félagið er ´starfandi í næstu sveit við Akureyri er góð þátttaka frá akureyringum. Fjórar vatnagöngur voru farnar í sumar, 200 manns tóku þátt í Jónsmessuferð. Erfitt að fá fólk í stjórn félagsins.
Hilmar Antonsson formaður FA sagði svo frá um starfsemi félagsins. FA er með sjö skála og eru litlir hópar manna, hver með einn skála sem hann hugsar um. Yfir vetrarmánuðina er opið hús einu sinni í mánuði þar sem er spjallað og myndir sýndar. Ferðirnar eru fjölbreyttar svo sem fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, haldin er gönguvika þar sem farnar eru fimm kvöldgöngur virka daga vikunnar svo og námskeiðahald og fleira. Alls voru farnar fimmtíu ferðir á vegum FA.
Ingvi Húsavík
Páll Guðmundsson framkvæmdarstjóri FÍ talaði um hvað tryggingar væru nauðsynlegar þá aðallega víðtæka ábyrgðatryggingu sem tryggir okkur fyrir málshöfðun gegn félaginu. Mikilvægt er að nota merki Ferðafélags Íslands með félagsmerkinu eða bara merki FÍ og þá með nafni viðkomandi ferðafélags. Þá ræddi hann um það hvað nauðsynlegt væri að hafa heimasíður félaganna svipaðar þannig að fólk ætti auðvelt með að skoða síðurnar og þekkti þær sem síður aðildarfélaga FÍ.
Umræður á fundinum. Börn þurfa nesti, stoppa oft, góða skó.
Ferðafélags Noregs, Den Norske Turistforeningen (turistforeningen.no). Félagsmenn 240.000, 30 manns vinna á skrifstofunni, 6 manns skipuleggja sjálfboðaliðastarfið, öll félögin nota aðalmerkið ásamt sínu eigið.
Göngur: Barnavagnagöngur, leikskólagöngur, Jónsmessuganga-álfar og tröll, fjöruferðir, berjaferðir, vatnaferðir, eyðibýlaferðir, gönguvikur.
Ferðafélag Ísfirðinga
Aðalfundur 2018, haldinn í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 12.apríl 2018 kl. 19:30.
Fundarboð var birt á Facebook síðu félagsins og um leið sent á póstlista 30.mars. Einnig voru hengdar upp auglýsingar í Neista, Bónus og í Safnahúsi 3.apríl. Dreifibréf var borið í hús næstu daga. Fundurinn telst því boðaður með löglegum fyrirvara.
Tveir aðalmenn í stjórn hafa boðað forföll: Kristín Ósk Jónasdóttir og Hilmar Pálsson. Lagt er til að Þröstur Jóhannesson verði fundarstjóri og Andrea S. Harðardóttir fundarritari. Dagskrá:
- Skýrsla formanns fyrir 2017.
- Reikningar lagðir fram.
- Lagabreytingar.
Engar tillögur.
- Kosning formanns.
Pernilla Rein gefur áfram kost á sér.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
- Kristín Ósk Jónasdóttir gefur áfram kost á sér sem aðalmann í stjórn. b. Hilmar Pálsson gefur áfram kost á sér sem aðalmann í stjórn.
- Kosning tveggja varamanna.
- Andrea S Harðardóttir gefur áfram kost á sér sem varamann í stjórn. b. Anna Lind Ragnarsdóttir gefur áfram kost á sér sem varamann í stjórn. 7. Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Margrét Högnadóttir gefur áfram kost á sér.
- Sigurborg Þorkelsdóttir gefur áfram kost á sér.
- Ákvörðun árgjalds.
- FÍ hefur ákveðið að árgjaldið fyrir árið 2018 verði 7.700 kr., sem er hækkun um 100 kr. frá 2017
Lagt til að árgjald FFÍ fylgi árgjaldi FÍ.
- Önnur mál
- Rukkun árgjalds og bréf til félagsmanna.
- Fræðsludagskrá/námskeið í vor.
- Gönguhópur FFÍ.
- Aðkoma FFÍ að merkingu göngustíga - Ísafjarðarbær.
- Ábendingar og óskir frá félögum: starfsemi yfir vetrarmánuðina, fræðslukvöld með fyrirlestrum, myndasýningum og kaffibrauði, efla námskeiðahald, efla starfsemina t.d. með sérstökum ferðum fyrir fjölskyldufólk og unglinga, efla starfsemina á norðursvæðinu og þá í samvinnu við móðurfélagið, koma á samstarfi við önnur félög á Vestfjörðum.
Að dagskrá lokinni fer fram kynning á ferðum ársins og sýndar myndir úr nokkrum eldri ferðum. Ómar Smári Kristinsson hannaði myndirnar.
Sæl öll, minni á stjórnarfundinn á þríðjudag 24.4 kl. 17. Skelli inn nokkrum punktum sem þið megið gjarnan vera búin að skoða aðeins: Stjórnarfundur í FFÍ, 24.apríl 2018, kl. 17, fj59
Kæra stjórnarfólk - velkomin á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar!
Dagskrárliðir sem eru feitletraðir þyrftum við að ræða, aðra liði ræðum við ef tími leyfir, eða tökum fyrir seinna eða vísum áfram.
Stjórnarfundur í FFÍ, 24.apríl 2018, kl. 17, fj59
Kæra stjórnarfólk - velkomin á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar!
Dagskrárliðir sem eru feitletraðir þyrftum við að ræða, aðra liði ræðum við ef tími leyfir, eða tökum fyrir seinna eða vísum áfram.
Dagskrá:
- Auglýsing í ferðablaðinu “Vestfirðir” - slaufa?
- Félagsgjöld og fréttabréf; árbók
- Bera út.
- Fylgjast með reikningi - í fjarveru ds > pr (plan B?)
- Bera úr árbók
- Auglýsingar ferða og fyrirspurnir/samskipti m.t.t. orlofs > hvenær þarf afleysingar?
- Ýmislegt tekið fyrir, kynnt eða óskað eftir á aðalfundi:
- Gönguhópur: auglýsa á fb og reyna að virkja?
- Merking gönguleiða, kynnt á aðalfundi - bíða “fyrirmæla” frá Ralf Trylla eða hafa samband? -Í þessu samhengi rætt um endurnýjun kassa undir gestabækur,einnig um það að upplýsingaskilti td við varnargarð við Seljaland er orðið viðrað og þyrfti að endurnýja (Ísafjarðarbær).
- Skyndihjálparnámskeið: rætt við Bryndísi Friðgeirsd., Rauða krossi - beðið eftir svari (pr/ds) . Fylgja eftir.
- Námskeið: kortlestur og rötun - beðið eftir svari frá Óliver H. (pr) fylgja eftir.
- Hugmyndir að ferðum - vísað til göngunefndar/undirbúnings áætlunar 2019
- Ó.e. fleiri myndakvöldum, fræðslu, - skoða í haust?
- Ó.e. starfsemi yfir vetrarmánuðina, sérstökum ferðum fyrir
börn/unglinga - tekið fyrir seinna/ göngunefnd.
- Ó.e. að efla starfið á norðursvæði í samstarfi við FÍ og samstarf við önnur félög á Vestfjörðum - skoða seinna með göngunefnd?
- Önnur mál (þetta hér að neðan er hér eitthvað sem pr datt í hug)
- Mynda/fræðslukvöld:Félagar eða aðrir segi frá gönguferðum td erlendis - Athuga með erindi/fræðslu hjá FÍ, hvort mætti fá vestur.
Ferðafélag Ísfirðinga Aðalfundur 2019,
haldinn í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 4.apríl 2019 kl. 19:30.
Fundarboð var birt á Facebook síðu félagsins og um leið sent á póstlista 28. mars. Einnig voru hengdar upp auglýsingar í Neista og Bónus. Fundurinn telst því boðaður með löglegum fyrirvara.
Lagt er til að Andrea Harðardóttir verði fundarstjóri og fundarritari Dagný Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
- Skýrsla formanns fyrir 2018.
- Reikningar lagðir fram.
- Lagabreytingar.
Engar tillögur.
- Kosning formanns.
Pernilla Rein gefur ekki kost á sér sem formann.
- Kosning þriggja stjórnarmanna.
- Kristín Ósk Jónasdóttir hefur beðist lausnar úr stjórn.
- Dagný Sveinbjörnsdóttir gefur ekki áfram kost á sér sem aðalmann í stjórn.
- c. Rúnar Eyjólfsson gefur ekki áfram kost á sér sem aðalmann í stjórn.
- Kosning tveggja varamanna.
- Andrea S Harðardóttir gefur áfram kost á sér sem varamann í stjórn.
- Anna Lind Ragnarsdóttir gefur áfram kost á sér sem varamann í stjórn.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Margrét Högnadóttir gefur áfram kost á sér.
- Sigurborg Þorkelsdóttir gefur áfram kost á sér.
- Ákvörðun árgjalds.
- FÍ hefur ákveðið að árgjaldið fyrir árið 2019 verði 7.800 kr., sem er hækkun um 100 kr. frá 2018.
Lagt til að árgjald FFÍ fylgi árgjaldi FÍ.
- Önnur mál.
- Rukkun árgjalds og bréf til félagsmanna.
- Erindi Verkís: skipulag útivistarsvæða
- Erindi FÍ: umhverfisvika 25.04-2.05.2019
Að loknum aðalfundi lokinni verður boðið upp á léttar kaffiveitingar og eftir kaffihlé verða ferðir ársins í máli og myndum. Ómar Smári Kristinsson sá um hönnun myndanna.
Stjórnarfundur í Ferðafélagi Ísfirðinga haldinn miðvikudaginn 8.maí 2019 kl. 20:00 á heimili formanns að Pólgötu 2.
Mættir: Edda Björk Magnúsdóttir, Hilmar Pálsson, Marinó Arnórsson og Emil Ingi Emilsson. Fjarverandi var Hildur Valsdóttir.
- Fyrsta mál á dagskrá var skipan í embætti stjórnar önnur en formannsembættið en í það var þegar búið að kjósa Eddu Björk Magnúsdóttur. Niðurstaðan varð þessi:
Edda Björk Magnúsdóttir formaður
Marinó Arnórsson varaformaður
Hildur Valsdóttir gjaldkeri
Emil Ingi Emilsson ritari
Hilmar Pálsson meðsjórnandi
Andrea Sigrún Harðardóttir varamaður
Anna Lind Ragnarsdóttir varamaður
- Innheimtuseðlar og árbók FÍ
Formaður og gjaldkeri félagsins munu hafa samband við Dagnýju Sveinbjörnsdóttur fyrrverandi gjaldkera félagsins til þess að fá félagatalið og undirbúa skiptingu á prókúruhöfum. Það yrði að hafa hröð handtök þar sem að félagsmenn væru þegar byrjaðir að kalla eftir árbókinni. Stjórnarmenn skipta með sér verkum þegar kemur að dreifingu hennar.
- Auglýsingar um ferðir og utanumhald með þeim
Hilmar hefur séð um að hengja upp auglýsingar um ferðir í Bónus og Nettó og kynna þær á fésbók félagsins. Formaður og gjaldkeri hafa hins vegar séð um utanumhald með lengri göngum þar sem fararstjóra er greitt fyrir ferðina og annar kostnaður fellur til t.d. rútuferðir. Þó yrði að gera ráð fyrir að leysa þau af þegar þau væru ekki á staðnum. Það yrði gert með samkomulagi á milli stjórnarmeðlima.
- Góð fjárhagsstaða félagsins og leiðir til að koma peningum í verkefni til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð en skv. síðasta uppgjöri eru rúmlega 1.900.000 kr. inni á bók félagsins. Stjórnin ræddi um ýmsar leiðir til að fjárfesta í verkefnum fyrir félagsmenn. Niðurstaðan varð þessi með fyrirvara um kostnað verkefna:
- Söngbók fyrir félagsmenn þannig að félagsmenn fengju tækifæri til að taka lagið í ferðum félagsins.
- Niðurgreiða meira lengri ferðir fyrir félagsmenn t.d. ferðirnar sem farnar eru á suðursvæði Vestfjarða.
- Bókakynningar þar sem vel kæmi til greina að niðurgreiða bækur að hluta fyrir félagsmenn.
- Námskeiðshald hvers konar t.d. grunnnámskeið í notkun GPS tækninnar, ,námskeið í skyndihjálp og hvaða göngubúnaður hentar best fyrir lengri og styttri gönguferðir.
- Kaup á skyndihjálparbúnaði (tösku) með því allra nauðsynlegasta.
Fundarmenn sammála um að kalla jafnvel eftir tillögum frá félagsmönnum um hagnýt verkefni sem nýtast þeim. Þessir peningar koma frá þeim og eiga að nýtast þeim en ekki til að grotna á bankabókinni engum til góðs nema þá helst bankanum. Það væri algjör fásinna að láta hann fitna á þeim.
- Félagsstarfið eflt með fjölbreyttari möguleikum í gönguferðum félagsins.
Rætt um leiðir til að efla félagsstarfið enn frekar með fjölbreyttari möguleikum í gönguferðum félagsins. Stjórnarmönnum fannst þar ýmislegt koma til greina t.d. innanbæjargöngur líkt og félagið var með fyrir stuttu síðan, fjöruferðir, ferðir fyrir fólk af erlendum uppruna og síðast en ekki síst fleiri ferðir fyrir fjölskyldufólk.
- Fésbókarsíðan – vefsíða
Samþykkt að endurskoða og um leið uppfæra þær upplýsingar sem koma fram á fésbókarsíðu félagsins. Þar megi finna skjöl á henni með upplýsingum sem eru orðnar ansi gamlar og sum með röngum upplýsingum. Þessar upplýsingar þyrfti að uppfæra. Þá var einnig samþykkt að á henni væru aðgengileg lög félagsins, reikningar og fundargerðir þess fyrir félagsmenn. Það kæmi jafnvel til greina að stofna sérstaka vefsíðu þar sem slíkar upplýsingar ásamt fleirum kæmu fram.
- Gestabækur
Fundarmenn ræddu um gestabækur á gönguleiðum og nauðsyn þess að slíkar bækur væru á þeim. Formaður félagsins greindi fundarmönnum frá því að bókin sem verið hefði á Mýrarfellinu væri þar ekki lengur. Samþykkt að kaupa bók og að formaðurinn ræddi við Pernillu Rein og Hildi Halldórsdóttur um málið.
- Ferðafélagi ársins
Stjórnarmenn samþykktu að veita þeim félagsmanni sem sýnt þykir að hafi skarað framúr í virkni og fórnfýsi í ferðum félagsins ár hvert sérstaka viðurkenningu að loknum göngum ferðaársins.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:14
Emil Ingi Emilsson, ritari í stjórn Ferðafélags Ísfirðinga
Stjórnarfundur í Ferðafélagi Ísfirðinga haldinn miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 20:00 á heimili formanns að Pólgötu 2.
Mættir: Edda Björk Magnúsdóttir, Hildur Valsdóttir og Emil Ingi Emilsson. Fjarverandi voru Hilmar Pálsson og Marinó Arnórsson.
- Fyrsta mál á dagskrá voru umræður og afgreiðsla mála varðandi ferðirnar á sunnanverða Vestfirði, annars vegar yfir Fossheiði og hins vegar ferðina á Látrabjarg.
Eftirfarandi var samþykkt:
- Edda Björk mun athuga með rúturnar fyrir báðar ferðirnar og ræða þá við Kieran staðarhaldara í Breiðuvík. Það væri gott að geta slegið tvær flugu í einu höggi með því að hann tæki báðar ferðirnar að sér.
- Edda Björk mun einnig sjá um að hafa samband við fararstjórann í ferðinni á Látrabjarg.
- Hildur Valsdóttir mun sjá um að hafa samband við farastjórana í Fossheiðargöngunni.
- Emil mun sjá um að auglýsa þær á fésbókinni og hafa samband við Ó. Smára um að auglýsa þær sem event – atburð til að fá enn betur fram mögulegan fjölda þátttakenda í ferðunum.
- Þátttakendur eiga að greiða inná reikning félagsins eða þá að greiða þegar þeir fara inní langferðabifreiðina. Það verður aðeins tekið við reiðufé. Félagið mun ekki fá sér posa.
- Fundarmenn sammála um að niðurgreiða ferðina nokkuð vel fyrir félagsmenn.
- Fundarmenn voru sammála um að hraða sér við þessa vinnu þannig að allar upplýsingar varðandi ferðirnar lægju fyrir eigi síðar en í byrjun vikunnar 1. – 7.júlí. Auglýsingar um ferðirnar birtust um leið og þær lægju fyrir.
- Kynningarmál félagsins.
Fundarmenn sammála um nauðsyn þess að breyta aðgengi að fésbókar-síðunni sem fyrst og um leið uppfæra þær upplýsingar sem þar koma fram. Eftirfarandi var samþykkt:
- Stofna heimasíðu en aðeins ef að kostnaður yrði ekki of hár.
- Breyta fésbókarsíðunni þannig að það kæmu flettimyndir í stað þeirrar forsíðumyndar sem verið hefur síðan lengstu menn muna.
- Láta teikna lógó eða einkennismerki félagsins.
- Auglýsa lengri ferðir ávallt með event fyrirkomulagi.
- Semja við Ómar Smára Kristinsson um aðkomu að þessari vinnu við breytingarnar. Hann yrði ráðinn tímabundið við þessa vinnu og fengi greiðslu fyrir hana sem næmi 50.000 kr. Edda Björk formaður stýrði vinnunni og ynni með honum að þessum nauðsynlegu breytingum.
- Breytingar á nafni félagsins.
Rætt um hugsanlegar breytingar á nafni félagsins og þá jafnvel hafa samkeppni um það og atkvæðagreiðslu um nokkrar tillögur í kjölfarið. Nöfn eins Dynjandi, Kaldbakur eða Gláma gætu hugsanlega komið til greina. Samþykkt að bíða með allar hugmyndir varðandi ofangreindar breytingar fyrst um sinn.
- Skyndihjálparkassi.
Rætt um kaup á skyndihjálparkassa sem reyndar var samþykkt á síðasta stjórnarfundi. Hildur ætlar að kaupa hann og koma honum til umba stjórnarinnar (Emil – Keldudalur) í næstu gönguferð.
- Söngbókin
Emil sagði að Ómar Smári væri búinn að samþykkja að sjá um alla hönnun á söngbókinni og hjálpa til við textavinnu. Söngbókin yrði tilbúin til dreifingar með næstu árbók. Samþykkt að félagsmenn fái hana ókeypis en aðrir greiddu fyrir hana.
- Lokaferðin fyrir þetta ferðaár
Lokaferðin verður sennilega farin í Dýrafjörð og lyki með veislu og skemmtiatriðum á Þingeyri. Í ferðinni væri meiningin að afhenda ferðafélaga FFÍ þetta ferðaár veglega viðurkenningu með góðri bók og/ eða þá boðsmiða fyrir tvo út að borða á góðum veitingastað.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:25
Emil Ingi Emilsson, ritari í stjórn Ferðafélags Ísfirðinga
Aðalfundur í Ferðafélagi Ísfirðinga haldinn fimmtudaginn 19.mars 2020 kl. 20:00 í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði.
Mættir voru 12 fundargestir fyrir utan stjórnarmeðlimi.
Fundarstjóri:
Fundarritari: Emil Ingi Emilsson
Fundarefni:
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
- Kosning tveggja varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun árgjalds
- Önnur mál
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs. Hún var svohljóðandi:
Ársskýrsla formanns – starfsárið 2019-2020
Ný stjórn tók til starfa eftir síðasta aðalfund 2019 og var sú stjórn nær öll blaut á bak við eyrun, en hafði þó Hilmar Pálsson reynda kempu sér til halds og trausts. Hann lagði fyrir okkur línurnar og í framhaldi af því komum við saman á nokkrum stjórnarfundum þar sem rætt var um hvernig skipulag starfsársins skyldi verða. Fráfarandi stjórn hafði reyndar skipulagt gönguferðir sumarsins og þá var bara að vaða í það að hafa samband við leiðsögumenn þeirra ferða og minna fólk á hverja göngu fyrir sig. Einnig þurfti að skipuleggja rútuferðir, ef að á þeim þyrfti að halda, sameinast í bíla og halda af stað. Stjórnin lagði upp með það að það yrði alltaf einhver stjórnarmaður með í hverri ferð sem myndi fylgja hópnum með sjúkrakassa í malnum ef á þyrfti að halda.
Á vordögum ákvað stjórnin að hafa samband við Marinó Hákonarson um að gera fyrir okkur nokkra kassa úr ryðfríu stáli fyrir gestabækur til að setja upp á þeim stöðum sem okkur fannst vanta á. Einnig keyptum við nokkrar gestabækur og plasttöskur til að skýla þeim fyrir veðri og vindum. Nýr kassi var settur í Mýrafellið og skipt um bækur á Fossavatni og í Naustahvilft. Það á svo eftir að koma hinum kössunum fyrir upp á Hnífum og í Þjófaskarði.
Gönguferðir sumarsins tókust með ágætum vel. Allir komu heilir heim en að vísu sumir með nokkrar rispur hér og þar og “nýveidda “síma. Að þeim loknum var farið í það að skipuleggja næsta ferðaár. Kallað var til almenns fundar og fóru margir á flug með gönguferðir fyrir næsta sumar. Undir vaskri stjórn ferðanefndarinnar kom margt gott út úr því, og fjölbreyttar og spennandi ferðir eru á dagskrá félagsins hvað komandi gönguferðir í sumar og haust snertir.
Leitað var til okkar um að koma á vikulegum göngum í september en það voru hinar svokölluðu Lýðheilsugöngur. Þær voru vikulega í september um allt land. Tókust þær göngur mjög vel, og reyndar var svo mikil ánægja með þær að við ákváðum við að halda þeim áfram fram í nóvember. Reiknast mér til að gengnir hafi verið um 50 kílómetrar samanlagt á þeim kvöldum.
Hin árlega súpuganga var svo haldin í október og í þeirri göngu var rúsínan í pylsuendanum sú að verðlaunaður var göngufélagi ársins 2019. Það kom í hlut Ómars Smára Kristinssonar að taka við þeim verðlaunum og var hann vel að þeim verðlaunum kominn. Ómar Smári var þá floginn út í heim, en tilnefndi Eggert Stefánsson til að taka við verðlaununum.
Í janúarbyrjun settust síðan stjórnarmenn niður með Ómari Smára og lögðu drög að gerð söngbókar sem gefin yrði út til minningar um fallinn félaga okkar allra Hermann Níelsson íþróttakennara og gönguhrólf með meiru. Hermann átti mjög drjúgan þátt í því að endurreisa félagið árið 2010 eftir að það hafði legið í dvala um skeið. Er sú bók á lokrametrunum í vinnslu hjá þeim frábæru listamönnum Ómari Smára og konu hans Nínu. Munu allir félagsmenn sem greitt hafa árlegt félagsgjald 2019 fá afhent eintak af bókinni með árbókinni í vor.
Stjórn félagsins vill hvetja menn og konur til að njóta náttúrunnar og skella sér í göngur með félaginu, eða á eigin vegum. Þá hefur verið ákveðið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Hákon Jónsson leiðsögumann að halda námskeið á vordögum þar sem að kennt verður hvernig rétt er staðið að því að setja í bakpoka, til góðrar dagsferðar og læra á og vinna með gps staðsetningartæki. Stjórnin ákvað síðan á síðasta stjórnarfundi að niðurgreiða það námskeið til félagsmanna. Verður dagsetning námskeiðsins og fyrirkomulag auglýst nánar síðar.
Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka öllum sem unnu með okkur og komu með okkur í ferðir á síðasta starfsári og óska þess að þetta félag muni lengi lifa.
Góðar stundir. Edda Björk
Ársskýrslan mæltist vel fyrir og formaður hlaut gott og kröftugt lófaklapp fyrir hana. Engar fyrirspurnir bárust og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Reikningar félagsins
Hildur Valsdóttir gerði grein fyrir reikningum félagsins en þá er hægt að sjá á fylgiskjali á fésbók félagsins. Staða félagsins er mjög góð en inná reikningi félagsins voru 2.042.480 kr. þann 1. des. 2019 sbr. við 1.962.856 kr. árið áður.
Félagsgjöld námu 659.000 kr. og þátttökugjöld í ferðum voru 105.900 kr. Rekstrargjöld námu samtals 687.449 kr. Hæstu rekstrargjöldin voru til Ferðafélags Íslands 352.100 kr. , ferðakostnaður 233.180 kr. og kassar undir gestabækur 46.500 kr. Vaxtagjöld voru samtals 2.173 kr. Hagnaður ársins nam 79.624 kr.
Reikningana samþykktu skoðunarmenn reikninga félagsins, þær Sigurborg Þorkelsdóttir og Margrét Högnadóttir
Reikningar félagsins voru að lokum lagðir fyrir fundarmenn til samþykktar og er skemmst frá því að segja að þeir voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
- Lagabreytingar
Engar lagabreytingar voru lagðar fram til samþykktar á aðalfundinum.
- Kosning formanns
Formannskosning var fyrst á dagskrá en skv. lögum félagsins ber að kjósa um formann félagsins ár hvert. Eini frambjóðandinn var Edda Björk Magnúsdóttir og var hún kosin samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Formaðurinn var því endurkjörinn.
- Kosning tveggja stjórnarmanna
Tveir stjórnarmeðlimir létu af störfum en það voru þeir Hilmar Pálsson og Marinó Arnórsson. Í þeirra stað voru kosnir Ragnar Ágúst Kristinsson og Magnús Ingi Jónsson.
Hin nýja stjórn er því skipuð eftirtöldum einstaklingum:
Edda Björk Magnúsdóttir, formaður
Emil Ingi Emilsson, ritari
Hildur Valsdóttir, gjaldkeri
Ragnar Ágúst Kristinsson, meðstjórnandi
Magnús Ingi Jónsson, meðstjórnandi
- Kosning tveggja varamanna
Varamenn voru kosnar þær Helga Hausner og Pernilla Rein.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Sigurborg Þorkelsdóttir og Margrét Högnadóttir voru endurkjörnar sem skoðunarmenn reikninga.
- Ákvörðun árgjalds
Árgjaldið verður 7.900 kr. skv. ákvörðun móðurfélagsins Ferðafélags Íslands.
- Önnur mál
Ragnar Ágúst Kristinsson stakk upp á þeirri hugmynd að félagið gengist fyrir því að haldið yrði námskeið í skyndihjálp. Það væri áreiðanlegt mjög gagnlegt námskeið en það yrði að passa vel upp á það að hópurinn yrði ekki of stór. Fundarmenn tóku vel í hugmyndina og töldu að það væri gott að aðlaga það þá að okkar þörfum og það gæti allt eins staðið yfir í einn dag þar sem farið væri í grunnatriði skyndihjálpar. Það gæti t.d. miðast við það hvernig að hægt væri að standa að bráðahjálp ef eitthvað kæmi fyrir í ferðunum. Það væri alveg tilvalið og í raun nauðsynlegt fyrir fararstjóra að nýta sér slíkt námskeið. Vel kæmi til greina að fá leiðbeinanda frá FÍ en þeir væru boðnir og búnir að koma.
Spurt var um aðgang að lögum félagsins og voru fundarmenn upplýstir um það að þau væru undir flipanum skrár á fésbók félagsins.
Þá kom það einnig fram að félagsmönnum færi fjölgandi.
Búið er að skipuleggja ferðir sumarsins en fyrirkomulag þeirra verður að liggja fyrir í október. Ferðir síðasta voru mjög vel heppnaðar og einungis þurfti að aflýsa tveimur ferðum.
Einn fundarmanna stakk upp á því að farnar yrðu svokallaðar trússferðir og var ákveðið að taka það til skoðunar.
Ómar Smári Kristinsson var svo með mjög skemmtilega og líflega kynningu á væntanlegri söngbók félagsins og gönguferðum þess í lok fundar. Voru fundarmenn mjög ánægðir með kynninguna og spunnust miklar umræður um bókina og ferðirnar í framhaldi af henni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:30
Emil Ingi Emilsson, ritari stjórnar FFÍS
Stjórnarfundur í Ferðafélagi Ísfirðinga haldinn miðvikudaginn 29.janúar kl. 20:00 í húsnæði MÍ.
Mætt: Edda Björk, Hildur, Hilmar og Emil.
Fundarefni:
- Starfsáætlun vorannar.
Eftirfarandi var samþykkt:
- Ritari félagsins lagði til að félagið héldi a.m.k. tvö námskeið fyrir félagsmenn og þá í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Tillagan var samþykkt og stefnt að því að halda eftirfarandi námskeið:
I GPS grunn námskeið.
II Búnaður í bakpoka til gönguferða, styttri og lengri ferðir.
Formanni félagsins falið að ræða við forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða varðandi utanumhald og framkvæmd námskeiðanna.
Einnig var samþykkt að námskeiðin yrðu niðurgreidd til félagsmanna sem greitt hafa félagsgjöld.
- Ritari félagsins lagði til að reynt yrði að halda fræðslufund um ferðamál.
Tillagan var samþykkt.
- Aðalfundur félagsins verður haldinn 12. mars kl. 20:00 í MÍ
Upplýsingar um aðalfund félagsins er að finna í lögum félagsins en þau eru nú komin á fésbókarsíðu félagsins undir heitinu skrár.
- Önnur mál
- Söngbókin – Edda formaður gerði grein fyrir vinnu við hana. Vinnan gengur skv. áætlun og stefnt að dreifingu til félagsmanna með árbókinni í maí. Ó.Smári Kristinsson hefði verið að vinna af krafti við bókina undanfarnar vikur. Þá hefði formaður og ritari félagsins lagt til efni í hana.
- Forsíðumynd á fésbókinni – ritari félagsins lagði til að skipt yrði um forsíðumynd á fésbókarsíðu félagsins. Best væri ef að hægt væri að hafa fyrirkomulagið þannig að sífellt birtist ný mynd við hverja flettingu eða opnun síðunnar. Tillagan var samþykkt.
- Vefsíða – ritari félagsins lagði til að félagið stofnaði vefsíðu þar sem allar helstu upplýsingar kæmu fram. Hér yrði um að ræða viðbót við fésbókarsíðu félagsins. Það væru fordæmi fyrir því að aðrar deildir innan FÍ væru með slíkt fyrirkomulag og það hefði gefist vel t.d. hjá Ferðafélagi Akureyrar. Tillagan var samþykkt og einnig tillaga gjaldkera félagsins um að gengið yrði til samninga við Ingimar Baldursson um að hanna slíka síðu. Gjaldkera var falið að ræða við hann og koma málinu áleiðis.
- Kynning á gönguleiðum – ritari félagsins lagði til að félagið nyti áfram starfskrafta Ó. Smára Kristinsson til að vinna við hönnun á kynningarefni á gönguferðum félagsins í sumar. Tillagan var samþykkt.
- Góðgerðaganga – ritari félagsins lagði til að skoðað yrði hvort að ekki mætti efna til góðgerðargöngu þar sem gengið yrði fyrir gott málefni. Samþykkt að skoða það vel og vandlega að vera með heilsu- og góðgerðagöngu á vegum félagsins í sumar sem yrði fyrir utan áður útgefna ferðaáætlun félagsins.
- Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð en inni á reikningum félagsins eru nú rúmar 2 milljónir. Þá á reyndar eftir að greiða fyrir vinnu við söngbókina og prentun á henni. Reiknað er með að prenta 200 eintök og selja það sem afgangs er eftir að félagsmenn hafa fengið sitt eintak. Einnig eru ekki inn í þessari tölu greiðslur vegna kostnaðar við væntanlega. vefsíðu.
Nú eiga aðeins 12 félagsmenn eftir að greiða árgjald 2019.
- Hildur Valsdóttir, gjaldkeri félagsins, að verða amma og auðvitað er henni og fjölskyldu hennar óskað til hamingju með það.
Í lok fundar upplýsti ritari félagsins fundarmenn um það að hann hefði fyrr um daginn tekið á móti kassa með gömlu efni sem tengist félaginu. Um er að ræða gamlar fundargerðir, stimpil, gamlar kvittanir fyrir félagsgjöldum, árbækur o.fl. Fundarmenn voru sammála um að það væri mikill fengur að því að fá þetta efni. Það væri mikilvægt varðandi sögu félagsins sem vonandi og reyndar eflaust yrði skrifuð. Samþykkt að ritari félagsins geymdi þessi gögn með þeim gögnum sem hann fékk afhent frá fyrri stjórn.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn 5.mars kl. 20:00
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:48.
Emil Ingi Emilsson, ritari
Ferðafélag Ísfirðinga
Stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.00 á zoom.
Mættir: Edda Björk Magnúsdóttir, Emil Ingi Emilsson, Hildur Valsdóttir, Magnús Ingi Jónsson og Ragnar Ágúst Kristinsson.
Á dagskrá voru nokkur mál:
- Dagsetning aðalfundar félagsins
- Vefsíða félagsins
- Ritun sögu félagsins
- Gestabækur
- Námskeið
- Stígagerð og merkingar gönguleiða
- Samfélagsmiðlar og nýting þeirra
- Önnur mál
- Aðalfundur félagsins.
Ákveðið að halda aðalfund félagsins 24. mars kl. 20:00. Rætt um að breyta til með fundarstað og hafa fundinn í Bolungarvík en ákveðið að fresta þeirri hugmynd. Kosið verður í embætti formanns en um það embætti er kosið árlega skv. lögum félagsins. Þá verður einnig kosið um tvö sæti í stjórn félagsins þar sem að tveir stjórnarfulltrúar hafa setið í tvö ár. Sitjandi fulltrúar munu báðir sækjast eftir endurkjöri.
- Vefsíða félagsins.
Vinna við vefsíðu félagsins gengur vel og búist við að hún verði opnuð innan skamms og vonandi fyrir aðalfund félagsins. Miklar vonir eru bundnar við að hún verði góð viðbót við starfsemi félagsins. Félagið gæti þá án efa nýtt vef- og fésbókarsíðuna til að halda úti öflugu kynningarefni fyrir félagið.
- Saga félagsins.
Rætt um að fara að huga að því að skrifa sögu félagsins. Ritara félagsins falið að vinna að þeirri hugmynd m.a. kanna hverjir gætu helst komið til greina við að skrifa hana og hver hugsanlegur kostnaður yrði.
- Gestabækur.
Mikið skrifað í gestabækur á svæðinu á síðasta ári vegna aukinnar ásóknar í gönguferðir. Umræða um þær var mjög áberandi á fésbókarsíðu félagsins síðasta sumar. Göngufólk var fljótt að láta vita um það ef þær fylltust og ekkert nema gott um það að segja. Spurning hvort að það falli undir verksvið ferðafélagsins að sjá um að kaupa og koma fyrir öðrum gestabókum eða hvort að sveitarfélögin eigi ekki að sjá um það? Fundarmenn voru sammála um það að koma á samstarfi á milli aðila varðandi þetta mál.
- Námskeið á vegum félagsins.
Rætt um að halda áfram við að koma á námskeiðum sem fella varð niður vegna ástandsins í samfélaginu á síðasta ári. Vonandi færi ástandið nú batnandi með færri smitum og bólusetningum. Samþykkt að vera vel vakandi fyrir möguleikum á námskeiðshaldi.
- Göngustígagerð
Rætt um það hvort að félagið gæti ekki komið að göngustígagerð eða merkingum á gönguleiðum hér á svæðinu. Formaður félagsins ætlar að sækja um samfélagsstyrk úr sjóði Orkubús Vestfjarða 2021 til að vinna að þessum málum innan félagsins. Við úthlutun styrkja úr sjóðnum er sérstaklega horft til verkefna sem eru til eflingar vestfirsku samfélagi og þá eru m.a. styrkir látnir renna í tiltekin félagasamtök. Starfsemi FFÍS hljóti að falla undir þetta ákvæði. Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2021.
- Samfélagsmiðlar og nýting þeirra
Stjórnin sammála um nauðsyn þess að nýta sem mest og best samfélagsmiðlana til að auglýsa starfsemi félagsins og hvetja fólk til ferðalaga. Samþykkt að gefa verulega í hvað það snertir þegar nær dregur að gönguferðum á vegum félagsins og jafnvel fyrr.
- Önnur mál
Rætt um að hvetja fólk sem mest til gönguferða og þá að sjálfsögðu innan marka sóttvarnarreglna. Öll hreyfing væri góð fyrir líkama og sál og félagið gegndi mikilvægu hlutverki í að efla hana með starfsemi sinni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:05.
Emil Ingi Emilsson, ritari félagsins
Ferðafélag Ísfirðinga
Aðalfundur félagsins sem haldinn var á Zoom 30. mars 2021.
Fundurinn hófst kl. 20:00.
Edda Björk Magnúsdóttir setti fundinn, bauð alla viðstadda sem staddir voru á Zoominu velkomna og lagði það til að Þröstur Jóhannesson yrði skipaður fundarstjóri. Allir fundarmenn samþykktu þá tilnefningu.
Þröstur hóf mál sitt á því að spyrja fundarmenn hvort að þeir gerðu einhverjar athugasemdir við fundarboðun. Það gerði enginn fundarmanna þannig að þá var ekkert því til fyrirstöðu að hefja dagskrá fundarins skv. fundarboði. Hún var svohljóðandi skv. 5 gr. laga félagsins:
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
- Kosning tveggja varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun árgjalds
- Önnur mál
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs.
Fyrsta mál á dagskrá var pistill formanns um starfið á síðastliðnu starfsári félagsins. Í máli formannsins kom fram að á dagskrá félagsins hefðu verið rúmlega 30 gönguferðir en fresta hefði þurft mörgum þeirra vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Einnig hefði verið gefin út söngbók á vegum félagins, félagsmenn hefðu í sameiningu komist að niðurstöðu um merki félagsins og síðast en ekki síst hefðu félagsmenn nú eignast eigin söngtexta fyrir félagið. Þá væri vinna við heimasíðu félagsins langt komin og yrði kynning á henni á fundinum undir liðnum önnur mál. Nánari grein fyrir starfinu kemur fram í skrá sem finna má á fésbók félagsins og heimasíðu.
Var ekki annað að heyra á fundarmönnum en að þeir væru ánægðir með það hversu kröftugt starfið hefði verið þrátt fyrir ástandið í samfélaginu af völdum Covid.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
Gjaldkeri félagsins fór yfir reikninga félagsins. Staða félagsins er góð þrátt fyrir að skv. tölum um rekstrarafkomu hafi efnahagsreikningurinn rýrnað um 355.000 kr. sem skýra má að mestu vegna kostnaðar við útgáfu á glæsilegri söngbók félagsins. Inná reikningi félagsins eru nú 1.686.851 kr. Aðrir helstu gjaldaliðir eru vegna kostnaðar við kynningar á ferðum, niðurgreiðslur á ferðum fyrir félagsmenn og viðurkenningar. Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og var hann samþykktur samhljóða. Ársreikningar félagsins munu liggja fyrir á fésbók félagsins og heimasíðu þess.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram á aðalfundinum.
- Kosning formanns
Á fundinum var Edda Björk Magnúsdóttir endurkjörin formaður félagsins.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
Emil Ingi Emilsson var endurkjörinn í stjórn félagsins. Pernilla Rein var einnig kosin í stjórn félagsins í stað Hildar Valsdóttur. Þær höfðu reyndar sætaskipti þar sem að Hildur var kosin í varastjórn og þá í stað Pernillu. Magnús Ingi Jónsson og Ragnar Ágúst Kristinsson hafa aðeins setið í eitt ár í stjórn en skv. lögum félagsins eru stjórnarmeðlimir kosnir til tveggja ára í senn.
Stjórn félagsins er því þannig skipuð:
Edda Björk Magnúsdóttir, formaður
Emil Ingi Emilsson
Magnús Ingi Jónsson
Pernilla Rein
Ragnar Ágúst Kristinsson
Stjórnin mun koma saman eins fljótt og auðið er til að skipta með sér verkum.
- Kosning tveggja varamanna í stjórn.
Í varastjórn félagsins voru eftirtaldir aðilar kosnir:
Helga Hausner
Hildur Valsdóttir
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
Margrét Högnadóttir og Sigurborg Þorkelsdóttir voru endurkjörnar sem skoðunarmenn reikninga.
- Ákvörðun árgjalds.
Árgjald félagsins mun að venju fylgja ákvörðun Ferðafélags Íslands.
- Önnur mál.
Ómar Smári Kristinsson var með afar fróðlegar og um leið skemmtilegar kynningar á heimasíðu félagsins og ferðaáætlun þess í ár. Lýstu fundarmenn yfir mikilli ánægju með störf hans og Nínu. Vinnubrögðin væru til fyrirmyndar, framsetningin skýr, textinn góður og myndræn uppsetning. Nokkrar umræður urðu um einstakar ferðir félagsins og ekki annað að heyra en að mikil tilhlökkun væri í mannskapnum. Gunnhildur Björk mun ríða á vaðið með ferð um Þingeyri og upp á Sandafell. Næsta ferð er gönguferðin hans Þrastar þar sem hann gengur með hóp frá Kaldalóni, yfir Drangajökul og niður í Reykjarfjörð. Ó. Smári sýndi glæsilegar myndir af sigkötlum á jöklinum. Ferðin yfir Grímsdalsheiði er forn leið á milli Súgandafjarðar og Önundafjarðar. Hjólaferðin í ár er mun meira krefjandi en sú sem boðið var uppá síðasta sumar. Einnig var rætt um að víxla ferðum ef mikil snjóalög yrðu enn á gönguleiðum yfir heiðar.
Edda sagði frá samræðum á milli félagsins og hjólreiðadeildar Vestra sem hugsanlega gætu leitt til samstarfs um gerð göngustíga. Félögin eru búin að funda á Zoom þar sem málin voru rædd. Þá var samþykkt að bera þessar hugmyndir um samstarf upp á aðalfundinum. Fundarmenn voru almennt sammála um að það væri kjörið að skoða þennan möguleika betur. Áhersla yrði lögð á að samnýta stígana. Hjólreiðadeild Vestra hefði reyndar fengið styrki en Ferðafélag Ísfirðinga hefði sótt um samfélagsstyrk til OV en ekki fengið. Næst yrði reynt að fá fjármagn í verkefnið með umsókn í Pokasjóðinn. Samþykkt að formaður félagsins bókaði fund með samstarfsaðilanum til að ræða framhaldið.
Ritari félagsins sagði frá hugmyndum um söguritun félagsins, heimildaöflun og mögulegri framkvæmd verksins. Það kom fram í máli hans að það þyrfti fyrr en síðar að halda utan um allar heimildir sem tengdust félaginu og skrá þær. Best væri að þær væru geymdar á Héraðsskjalasafninu á Ísafirði. Þannig væri varðveisla þeirra tryggð og aðgengi til heimildavinnu. Það væri að hans mati komið að því að vinna með þessar heimildir. Heimildir og þá um leið þekking á sögu félagsins mætti ekki glatast og þar væri nærtækt að nefna munnlegar heimildir varðandi elsta tímabil félagsins (1949 – 1957). Það væri sennilega of dýrt að ráðast í að gefa út bók að þessu sinni en þess í stað kæmi vel til greina að semja við aðila sem hefði þekkingu á að vinna með sögulegar heimildir til þess að skrifa ritgerð eða grein um félagið. Samþykkt að skoða betur möguleika á söguritun félagsins og ræða við hæfan aðila sem væri tilbúinn að taka verkið að sér.
Fundinum lauk kl. 22:30 og hafði þá staðið yfir í 2,5 klst. án þess að gert væri hlé á fundarstörfum. Allur tíminn var nýttur til hins ýtrasta.
Emil Ingi Emilsson, ritari í stjórn Ferðafélags Ísfirðinga
Stjórnarfundur í Ferðafélagi Ísfirðinga haldinn á Zoom 13.apríl kl. 18:00
Mættir: allir stjórnarmenn
Ritari: Emil Ingi Emilsson
Fyrsta mál á dagskrá var skipan í embætti innan stjórnar.
Niðurstaðan varð þessi:
Edda Björk Magnúsdóttir, formaður (reyndar fer kosning formanns fram á aðalfundi)
Pernilla Rein, varaformaður
Magnús Ingi Jónsson, gjaldkeri
Emil Ingi Emilsson, ritari
Ragnar Ágúst Kristinsson, meðstjórnandi
Því næst tóku við umræður um ferðanefndina. Þröstur núverandi formaður hennar vill fá sig lausan úr embættinu. Samþykkt að reyna að efla ferðanefndina eins og mögulegt er og fá þrjá öfluga einstaklinga til að vera í henni. Nokkur nöfn voru nefnd og í framhaldinu verður rætt við þá. Einnig verður auglýst eftir fólki. Stjórnin leggur mikla áherslu á að þessi vinna gangi fljótt og vel fyrir sig.
Stefnt er að því að félagsskírteinin verði rafræn í ár fyrir alla félagsmenn nema þá sem eru 70 ára og eldri. Ferðafélagið fylgir sömu línu og móðurfélagið varðandi félagsskírteinin.
Rætt um göngustígagerð og samstarf við reiðhjóladeild Vestra þar að lútandi. Samþykkt að halda þeirri vinnu áfram. Það væri hagur allra að leiðir væru merktar. Það yrði þó að vera sátt um hvaða leiðir það væru. Efasemdir komu reyndar fram hjá sumum stjórnarmönnum um að hjóla- og göngustígar fari saman. Drullusvaðið á sumum stígunum sýndi augljóslega fram á það.
Tekin til efnislegrar meðferðar beiðni um undirskrift frá félaginu til stuðnings verkefni sem heitir Stígar Vestfjarða. Sótt hefur verið um styrk frá Pokasjóði vegna verkefnisins. Stjórninni finnst þetta verkefni vera athyglisvert og metnaðarfullt en kýs að sinni að vinna að þessum verkefnum á eigin forsendum a.m.k. um sinn. Verkefni af þessari stærð þurfi lengri undirbúning og samtalið á milli aðila þurfi að vera innihaldsmeira.
Rætt um kassana utan um gestabækurnar. Tveir ónotaðir kassar til núna. Einn stjórnarmaður kom með þá tillögu að nota kassana eða öllu heldur staðsetningu þeirra til að afmarka gönguleiðir. Aðrir stjórnarmenn tóku vel í þá hugmynd. Einnig kom fram að kassarnir sem Súðvíkingar nota væru jafnvel hentugri en þeir sem ferðafélagið notar. Það væri vel þess virði að skoða það hvort að félagið ætti að skipta um tegund.
Þá var rætt um nauðsyn þess að ákveðið verklag væri viðhaft í öllum ferðum félagsins t.d. um það sem snéri að ábyrgð fararstjóra og skipulagi í ferðum. Allt í góðum málum varðandi ráðningu fararstjóra nema í einni ferð. Þar á eftir að ræða betur við þann sem til greina kemur sem fararstjóri. Mikilvægt að það sé alltaf einn aðili úr stjórninni í ferðum félagsins.
Magnús Ingi, nýskipaður og glóðvolgur gjaldkeri félagsins, ætlar að ræða við Hildi fráfarandi gjaldkera um bókhaldið og þiggja nokkur góð ráð hjá henni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.18:46.
Emil Ingi Emilsson, ritari
Ferðafélag Ísfirðinga
Stjórnarfundur haldinn fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17:00 á Zoom.
Mættir: Edda Björk Magnúsdóttir formaður, Emil Ingi Emilsson ritari, Magnús Ingi Jónsson gjaldkeri og Ragnar Ágúst Kristinsson meðstjórnandi.
Dagskrá fundarins:
- Ferðaáætlun 2022
- Embætti viðburðastjóra
- Námskeið á vegum félagsins
- Áheitaferð á Rauðasand
- Framhald á samstarfi við Ó. Smára Kristinsson um kynningarmál á vegum félagsins
- Fánasmiðjan – samstarf við Fánasmiðjuna um að prenta á boli fyrir félagið
- Saga félagsins – samningur við Jón Hallfreð Engilbertsson um öflun gagna og flokkun þeirra
- Gönguleiðir og merking þeirra
- Fésbókarsíðan – hvað á heima þar?
- Önnur mál
- Ferðaáætlun 2022
Ritari félagsins fór yfir ferðaáætlun félagsins og hvernig gengið hefði að vinna að henni. Fyrsti fundur um áætlunina hefði verið haldinn þriðjudaginn 5.október og síðan hefði vinnan að mestu farið fram á fésbókarhóp sem myndaður hefði verið um ferðirnar. Vinnan hefði að mestu verið á herðum ritarans og Gunnhildar Bjarkar Elíasardóttur frá Þingeyri. Hópurinn hefði sett sér það sem markmið að reyna að dreifa ferðunum eins og hægt hefði verð hvað erfiðleikastig og göngusvæði snerti. Þá hefði hann einnig viljað horfa til þess að nú væru auðveldari samgöngur á suðursvæði Vestfjarða. Það væri sjálfsagt að nýta sér það. Ferðaáætlunin inniheldur fimm ferðir sem telja má ferða á suðursvæðið fyrir sunnan Dýrafjörð.
Ferðaáætlunin inniheldur í heild 22 ferðir og fimm ferðir eru þar að auki á vegum Súðavíkurhátíðar um verslunarmannahelgina. Þær dreifast nokkuð víða um ferðasvæði félagsins. Þessar 22 ferðir skiptast þannig út frá erfiðleikastuðli:
12 ferðir – einn skór
9 ferðir – tveir skór
1 ferð – þrír skór
Það gekk nokkuð greiðlega almennt að fá fararstjóra til að taka að sér ferðirnar en því miður hefði einungis ein tillaga komið frá félagsmönnum sjálfum. Ferðaáætlunin innihéldi m.a. ferð í Jökulfirði, á Kaldbak, út á Langanes í Arnarfirði og ein væri alla leið suður á Rauðasand en sú síðast talda væri einnig hugsuð sem minningar- og áheitaferð. Heimamaður mun sjá um leiðsögn í þeirri ferð. Það væri ekki annað að sjá og heyra en að almenn ánægja væri með áætlunina og þeir sem hefðu unnið að henni væru nokkuð bjartsýnir á það að fólk fjölmenni í þær næsta sumar.
Nokkar ferðir sem lengi voru nokkuð líklegar til að hljóta hljómgrunn voru að lokum settar til hliðar og bíða betri tíma. Þessar hugmyndir innihéldu m.a. ferð yfir Lambeyrarhálsinn á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, ganga frá Lambeyri út í Hvannadal í Tálknafirði, ganga upp frá Mjólkárvirkjun, Lækjarheiði, Kistufell og Gilsbrekkuskarð. Þá var einnig samþykkt að leggja til hliðar eða fresta göngum yfir Lokinhamraheiðina og göngu á Sjónfríð. Þær bíða betri tíma.
Þá líta þarna dagsins ljós göngur sem ætlaðar eru fyrir ákveðna hópa en það er kvennagangan í Önundarfirði og fjölskylduferðin í Tungudal.
Fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með hvernig til hefði tekist með áætlunina og telja hana líklega til að höfða til sem flestra.
- Embætti viðburðastjóra
Ritari lagði fram tillögu um að félagið réði einstakling sem sæi um utan umhald með ferðum félagsins. Hann sæi einnig um kynningu og auglýsingar á ferðum og viðburðum á vegum félagsins á fésbók og vefsíðu þess. Greiðslur til hans og verksvið yrðu ákveðnar af stjórn félagsins. Þessar greiðslur gætu numið allt að 100.000 kr. á ársgrundvelli. Tillagan var samþykkt.
- Námskeið á vegum félagsins.
Ritari félagsins kom með þá tillögu að félagið héldi áfram að halda námskeið fyrir félagsmenn. Það hefði haldið eitt námskeið í apríl og félagsmenn hefðu verið ánægðir með það. Hann lagði til að haldin yrðu a.m.k. tvö námskeið og til greina kæmu eftirtalin námskeið:
- Að rýna í vefsíður um ferðir – loftmyndir, google earth, wiciloc,…
- Skyndihjálp
- Nauðsynlegur búnaður og nesti í ferðum – hvernig á að hlaða í bakpoka á langferðum
- Ljósmyndir – hvernig á að taka góðar ljósmyndir?
Samþykkt að halda a.m.k. tvö námskeið, annað yrði námskeið í skyndihjálp og hitt í því hvernig best er að nýta hinar ýmsu vefsíður við skipulagningu ferða. Þessi námskeið yrðu haldin í febrúar og mars og einnig yrði þeim möguleika haldið opnum að halda þriðja námskeiðið í apríl. Þessi námskeið yrðu haldin í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Samvinna við starfsfólk hennar hefði gefist vel og engin þörf á því að breyta neinu þar um. Samþykkt að ritari félagsins ræði við forsvarsmann FRMST um námskeiðin.
- Áheitaferð á Rauðasand.
Tillaga um að félagið niðurgreiði ferð á Rauðasand fyrir félagsmenn samþykkt. Einnig var samþykkt að styrkja þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Sveins Eyjólfs Tryggvasonar.
- Framhald á samstarfi við Ó. Smára Kristinsson um kynningarmál félagsins
Tillaga um að halda áfram samstarfi við Ó. Smára Kristinsson um kynningarmál félagsins samþykkt. Ritari félagsins ræðir við hann um það.
- Fánasmiðjan – samstarf við Fánasmiðjuna
Ritari félagsins hefur rætt við Örn Smára Gíslason forsvarsmann Fánasmiðjunnar um hugsanlegt samstarf varðandi prentun á merki félagsins á fánum, brjóstnælum, svitaböndum og bolum.
Samþykkt að leita eftir samningum við Örn um að hann framleiði boli með brjóstmerki félagsins. Bolirnir yrðu úr efni sem þornar fljótt. Hann myndi alfarið sjá um framleiðslu þeirra og sölu. Félagsmenn og reyndar einnig aðrir gætu þá pantað sér þessa frábæru boli hjá honum. Þeir yrðu samt auglýstir á fésbókarsíðu félagsins. Samþykkt að Ragnar ræði við Örn um framgang málsins.
- Saga félagsins.
Ritari félagsins lagði til að gengið yrði til samninga við Jón Hallfreð Engilbertsson um að afla gagna um sögu félagsins og flokka þau. Hann hefði verið sá eini sem sýnt hefði starfinu áhuga og væri mjög vel hæfur til að gegna því. Það væri nauðsynlegt að ná í sem mest af þessum gögnum áður en þau týndust og þá sérstaklega þau sem tilheyrðu elsta tímabili félagsins. Tillagan var samþykkt og ritara félagsins falið að ræða við Jón Hallfreð og ganga frá ráðningu hans. Gert er ráð fyrir 250.00 kr. greiðslu til hans fyrir þennan fyrsta hluta verksins. Stjórnin stefnir síðan að því að halda þessari vinnu áfram og gefa síðar út rit um sögu félagsins.
- Gönguleiðir og merking þeirra.
Stjórnin telur nauðsynlegt að gönguleiðir verði vel merktar. Það væri ekki vanþörf á því a.m.k. á sumum gönguleiðum sem væru gjörsamlega að týnast vegna gríðarlegs vaxtar á kjarri sem tengdist því hversu mikil fækkun hefði orðið á fjárstofninum. Þá væru því miður fáir að ganga sumar gönguleiðir en þá týndust ýmsir troðningar sem vísað hefðu leið. Stjórnin telur mikilvægt að leita eftir samstarfi við aðila til að merkja gönguleiðir á ferðasvæði félagsins. Vel kæmi vel til greina að félagið sýndi sjálft frumkvæði í þessum málum. Samþykkt að vinna áfram að þessum málum innan félagsins.
- Fésbókarsíðan – hvað á heima á henni og hvað ekki?
Ritari félagsins vakti máls á því að setja yrðu ákveðnar reglur um það hvað ætti heima á síðunni og hvað ekki. Það væri ákveðinn kostur að hún væri svona opin en einnig ákveðnir ókostir. Það kæmi fyrir að inn á síðuna færu myndir úr einkasafni fólks sem engan veginn tengdust ferðum á vegum félagsins beint. Þeir sem það gerðu væru farnir að líta á síðuna sem sína einkasíðu. Ragnar kom með þá tillögu að starfsmaðurinn sem yrði ráðinn sem viðburðastjóri sæi um að taka allt slíkt efni út. Stjórnarmenn voru sammála um að þörf væri á að þrengja leyfi fólks til að setja inn efni. Samþykkt að skoða málið betur með það að markmiði að eingöngu efni sem tengdist félaginu og starfsemi þess færi inn á fésbókarsíðuna.
- Önnur mál
Formaður félagsins vildi ræða um kassamál félagsins. Félagið ætti tvo kassa fyrir gestabækur og það væri búið að samþykkja að annar færi á Hnífana. Hún óskaði eftir tillögum að stað fyrir hinn. Stjórnarmenn töldu að vel kæmi til greina að hann yrði á Miðfelli. Þá kæmi það vel til greina að biðja félagsmenn um uppástungur að staðsetningu kassans.
Ragnar kom með þá uppástungu að merkt yrði inn á kort hvar þessir kassar væru. Stjórnarmenn tóku vel í hana og ákveðið var að vinna nánar að þessari tillögu.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:10
Emil Ingi Emilsson, ritari félagsins
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga haldinn mánudaginn 28. mars kl. 20 í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði.
Mættir: Björgvin Bjarnason, Edda Björk Magnúsdóttir, Emil Ingi Emilsson, Magnús Ingi Jónsson, Pernilla Rein, Helga Hausner, Guðmundur Björgvinsson, Guðfinna B. Guðmundsdóttir og Eggert Stefánsson.
Ómar Smári Kristinsson og Nína Ivanova voru á Zoom.
Björgvin Bjarnason var tilnefndur sem fundarstjóri og var það einróma samþykkt.
Dagskrá aðalfundarins:
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
- Kosning tveggja varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun árgjalds
- Önnur mál
- Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs (sjá fylgirit á fésbókarsíðu).
Edda Björk Magnúsdóttir flutti skýrslu um starfsemi félagsins á næstliðnu ári. Þar kom m.a. fram að starfsemi félagsins hefði mótast nokkuð af Covid veirunni. Stjórnin hefði haldið fundi á Zoom þar sem hugmyndir voru ræddar og unnið úr þeim. Gagnlegt og skemmtilegt námskeið þar sem kennd hefði verið notkun á nokkrum leiðsagnaröppum hefði verið haldið í samvinnu við Fræðslumiðstöðina. Farnar voru 19 gönguferðir á vegum félagsins og var ekki annað að heyra og sjá en að félagsmenn væru almennt ánægðir með þær. Þátttaka var prýðileg í þeim flestum. Fyrsta gangan og sú síðasta var undir stjórn Gunnhildar Bjarkar Elíasardóttur sem hefur síðustu ár verið einn öflugasti göngugarpur félagsins. Það hefði ekki verið amalegt að setjast niður í Simbahöllinni á Þingeyri og nóta góðra veitingar eftir frábæra gönguferð um Keldudalinn. Það duttu aðeins tvær ferðir niður á vegum félagsins.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að láta framleiða boli með merki félagsins og einnig nokkur vesti fyrir fararstjóra þannig að þeir verði vel merktir og sýnilegir. Félagsmenn eru hvattir til að kaupa bolina.
Félagið hefur einnig gengið frá samningi við Jón Hallfreð Engilbertsson um að hefja söfnun á heimildum um sögu félagsins og er sú vinna þegar hafin. Gaman verður að fylgjast með því þegar sú bók/það rit kemur út.
Ferðanefndin tók til starfa í haust. Margar skemmtilegar uppástungur komu fram í nefndarstörfunum sem unnið var úr og afraksturinn er nú þegar sýnilegur á fésbók félagsins og einnig vefsíðu þess.
Ferðafélagið hefur ákveðið að fara í skipulagða vinnu með að setja upp kassa og gestabækur á þá staði sem við talið er að þurfi að hafa þá og er það gleðiefni. Nokkrir kassar eru til og bíða uppsetningar. Þá má alltaf bæta fleiri kössum við.
Edda Björk þakkaði að lokum fyrir samstarfið síðastliðin tvö ár og hvatti jafnframt félagsmenn til áframhaldandi hreyfingar á fjöllum sem og láglendi. Hún lætur nú af störfum fyrir félagið.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar (sjá fylgirit á fésbókarsíðu félagsins).
Magnús Ingi Jónsson, gjaldkeri félagsins, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Fjárhagur félagsins er góður þrátt fyrir öflugt starf sem kallar á ýmis minni og stærri fjárútlát. Á reikningi félagsins er innistæða upp á rúmlega 1.400.000 krónur eða 1.401.271 kr. eins og kemur fram á endurskoðuðum reikningstölum félagsins. Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða með öllum greiddum atkvæðum eftir greinargóða yfirferð gjaldkerans.
Ein tillaga að lagabreytingu var borin undir aðalfund til samþykktar eða synjunar. Hún fól í sér þá breytingu á 4. lagagrein félagslaganna að formaður verði kosinn til tveggja ára eins og aðrir stjórnarmenn en ekki eins árs eins og nú er kveðið á um í félagslögunum.
Núgildandi 4. lagagrein félagslaganna hljóðar annars svo:
4.gr.
Stjórn FFÍ skipa 5 manns; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á tveggja ára fresti, tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin skipar nefndir og formenn þeirra eftir því sem þörf er talin á, en göngunefnd og fræðslunefnd skulu vera fastanefndir. Formenn fastanefnda hafa rétt til að sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.
Tillagan að lagabreytingunni var samþykkt samhljóða og eftir breytinguna hljóðar lagagrein félagslaganna svo:
4.gr.
Stjórn FFÍ skipa 5 manns; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður skal kosinn til tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn skulu einnig kosnir á tveggja ára fresti, tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin skipar nefndir og formenn þeirra eftir því sem þörf er talin á, en göngunefnd og fræðslunefnd skulu vera fastanefndir. Formenn fastanefnda hafa rétt til að sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.
- Kosning formanns.
Enginn á fundinum bauð sig fram í embætti formanns og því samþykkt að fresta kosningu hans til framhaldsaðalfundar.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
Magnús Ingi Jónsson bauð sig fram til áframhaldandi setu og var kosning hans samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum. Enginn annar bauð sig fram til fram til stjórnarsetu og því var það samþykkt að fresta kosningu hans til framhaldsaðalfundar.
- Kosning tveggja varamanna.
Núverandi varamenn voru kosnir á síðasta aðalfundi og þar sem að þeir eru kosnir til tveggja ára þurfti kosning ekki að fara fram. Varamenn verða áfram Helga Hausner og Hildur Valsdóttir.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
Margrét Högnadóttir og Sigurborg Þorkelsdóttir hafa verið endurskoðendur félagsins. Sigurborg sagði sig hins vegar frá þessum störfum í ár og í hennar stað kom Martha Kristín Pálmadóttir. Félagið þakkar Sigurborgu fyrir hennar störf og jafnframt Mörthu fyrir að hafa tekið verkið að sér með skömmum fyrirvara. Samþykkt að biðja Margréti um að halda áfram störfum við endurskoðun á reikningum félagsins og jafnframt var stjórn félagsins falið að ræða við Mörthu um áframhald á því fyrir félagið.
- Ákvörðun árgjalds
Samþykkt að árgjaldið verði 8.200 kr. Árgjaldið hefur fylgt árgjaldi FÍ. Einn fundarmanna gat jafnframt upplýst aðra fundarmenn um það að næsta árbók fjallaði um utanvert Snæfellsnes.
- Önnur mál
Ómar Smári Kristinsson var beðinn um að bera fram erindi á aðalfundinum undir liðnum "önnur mál". Það snýst um sneiðinginn upp í hlíðar Kubba. Til stendur að loka sárinu. Það verður náttúrulega sýnilegt áfram, ekki síst ef sáð verður í það, eins og til stendur að gera. Sumir vilja fremur að sneiðingurinn verði látinn halda sér en lagaður til og borinn í hann gönguvænt (jafnvel hjólastólavænt) efni. Sem sagt útivistar- og útsýnisstígur. Hann setti þetta erindi á fésbókina, fyrir fund, ef fólk vildi taka afstöðu til þess og hvort FFÍ eigi yfirleitt að skipta sér af því.
Fyrsta fyrirspurnin var um það hversu langt stígurinn ætti að ná og svaraði Ó. Smári því til að hann ætti að ná upp að grindunum.
Guðmundur Björgvinsson sagði að þarna hefði átt að fara fram umhverfismat á svæðinu og að það væri undrunarefni að ekki hefði verið gengið eftir því.
Þá kom það einnig fram í máli hans að fengist hefði styrkur til að ganga frá gönguleiðinni upp í Naustahvilft en hann hefði ekki verið sóttur og því ekki nýttur. Umhirða um gönguleiðina væri alls ekki eins og eins og hún ætti að vera.
Eggert Stefánsson sagði athyglisvert að heyra innleggið frá Guðmundi og þá sérstaklega í ljósi þess hversu hættuleg gönguleiðin upp í Naustahvilft gæti verið þegar mjög blautt væri. Það væri þarft að ýta á eftir sveitarfélaginu og um leið spyrja spurninga hvað liði gerð þessara göngustíga. Hér væri greinilega um handvömm að ræða. Þetta væri grafalvarlegt þar sem að hér væri um það að ræða að tryggja öryggi göngu- og ferðamanna.
Guðfinna vill að allar ferðir þar sem kaupa þarf þjónustu ferðaþjónustuaðila verði boðnar út. Fundarmenn tóku mjög jákvætt í þessa tillögu hennar og var hún samþykkt.
Að loknum þessum umræðum var samþykkt sú ályktun að félagsmenn sæju ekki ástæðu til þess að félagið skipti sér af mögulegum framkvæmdum í sneiðingnum upp í hlíðar Kubba.
Í lok fundar var einnig samþykkt að framhaldsaðalfundur yrði haldinn 25. apríl kl. 20:00 og þá helst hér í skólanum. Hann yrði að auglýsa vel og jafnframt var stjórninni falið að ganga rösklega til verks í því að auglýsa fundinn og fá fólk til stjórnunarstarfa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:05.
Emil Ingi Emilsson
Ferðafélag Ísfirðinga
Stjórnarfundur haldinn mánudaginn 7. mars kl. 17:30 á fésbók.
Mættir: Edda Björk Magnúsdóttir formaður, Emil Ingi Emilsson ritari, Magnús Ingi Jónsson gjaldkeri, Pernilla Rein og Ragnar Ágúst Kristinsson meðstjórnendur.
Dagskrá fundarins:
- Aðalfundur – tímasetning, stjórnarkjör og staðsetning.
Samþykkt að halda aðalfund 28. mars kl. 20. Fundurinn yrði haldinn í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði en hann yrði einnig sendur út á netinu. Ritara félagsins falið að fá leyfi til fundarhalda í skólanum.
Einnig var samþykkt að leggja fyrir aðalfund þá breytingu að formaður verði kosinn til tveggja ára í stað eins árs eins og kveðið er á um í núgildandi lögum.
Núgildandi 4. lagagrein félagslaganna hljóðar svo:
4.gr.
Stjórn FFÍ skipa 5 manns; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á tveggja ára fresti, tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin skipar nefndir og formenn þeirra eftir því sem þörf er talin á, en göngunefnd og fræðslunefnd skulu vera fastanefndir. Formenn fastanefnda hafa rétt til að sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.
En verður svohljóðandi eftir breytingu:
4.gr.
Stjórn FFÍ skipa 5 manns; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður skal kosinn til tveggja ára. Aðrir stjórnarmenn skulu einnig kosnir til tveggja ára fresti, tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin skipar nefndir og formenn þeirra eftir því sem þörf er talin á, en göngunefnd og fræðslunefnd skulu vera fastanefndir. Formenn fastanefnda hafa rétt til að sitja stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt.
- Hvernig miðar framkvæmd þeirra atriða sem samþykkt voru á síðasta stjórnarfundi?
- Bolir – könnun lokið á því hvaða merki verður valið og pantanir geta hafist hjá Fánasmiðjunni. Stjórnin hefur samþykkt að kaupa fjóra boli og tvö vesti fyrir fararstjóra.
- Búið að ganga frá samningi við FRMST um að halda eitt námskeið í skyndihjálp fyrir félagsmenn. Möguleikanum á að halda annað námskeið er haldið opnum.
- Búið að ná samningum við aðila varðandi söfnun gagna um sögu félagsins. Hann er þegar byrjaður á verkinu og fær greiddar 250.000 kr. fyrir verkið.
- Önnur mál.
Engin önnur mál voru rædd enda gafst ekki tími til þess.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:32
Emil Ingi Emilsson, ritari félagsins
Aðalfundur Ferðafélags Ísfirðinga haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2023 kl. 2.000 í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði.
Mætt: Emil Ingi Emilsson, Eggert Stefánsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Ómar Smári Kristinsson, Magnús Ingi Jónsson, Sturla Páll Sturluson, Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson.
Eggert var tilnefndur fundarstjóri og Ómar Smári fundarritari. Þeir skoruðust ekki undan og tilnefning þeirra var samþykkt einróma.
Dagskrá aðalfundarins:
Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Kosning formanns
Kosning tveggja stjórnarmanna
Kosning tveggja varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Ákvörðun félagsgjalds
Önnur mál
Skýrsla formanns um starfsemi næstliðins árs:
Emil hélt efnismikla og vel undirbúna tölu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Hann fór í stuttu máli yfir ferðirnar. Það athyglisverðasta var að engin ferð féll niður, þó að í sumum tilfellum hafi þurft að breyta um áætlun. Fjölbreytileiki ferðanna hafi farið vel í fólk, meðal annars að vera með ferðir í samvinnu við aðra. Síðasta ferðin var einmitt samvinnuverkefni með Háskólasetri Vestfjarða. Hann nefndi einnig að félagið væri búið að eignast nýjan fána félagsins sem hefði fyrst verið notaður í gönguferðinni á Kaldbak. Hann sagði einnig frá gangi ritunar félagsins og að hugsanlega verði gefinn út bæklingur á árinu um fyrsta hluta í starfsemi félagsins. Emil gerði fundarsetum ársins allmikil skil. Stjórnarfundur var einn en hann hefði setið tvo deildarfundi Ferðafélags Íslands. Þar voru rædd mörg og mikilvæg málefni, svo sem um öryggismál, árgjald, jafnvægi milli móðurfélags og deilda og ekki hvað síst siðferðisleg málefni sem hafa verið í brennidepli undanfarið. Gagnlegir fundir þar sem mörg mikilvæg mál voru til lykta rædd.
Emil ræddi einnig um starfið fram undan. Hann stiklaði á nokkrum atriðum sem hann taldi að þarft væri að leggja áherslu á og/eða ráðast í:
- Semja öryggisáætlun og vinna að umhverfisstefnu og faglegu ferli í málum sem falla undir hvers kyns ofbeldi þ.á.m. áreitni. Félagið lýtur sömu reglum og FÍ þar til þeirri vinnu er lokið.
- Þýða efni á fésbókarsíðu og heimasíðu yfir á ensku og pólsku.
- Hvetja fólk af erlendum uppruna til að ganga í félagið og/eða taka þátt í ferðum þess.
- Halda áfram að leita eftir samstarfi við aðra aðila.
- Halda hagnýtt námskeið næsta vetur
Fyrirspurnir eftir kynningu: Spurt var um lágmarksfjölda í félaginu, en það er víst einhver þannig kvóti til sem segir að það verði að vera 50 manns. Skráðir félagar FFÍ eru yfir 100 talsins. Einhver umræða fór líka fram um árgjald. Hún var tekin upp síðar á fundinum.
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Magnús Ingi Jónsson, gjaldkeri félagsins, afhenti öllum fundagestum ítarlegan og auðlesinn ársreikning 2022. Þar stóð allt eins og stafur á bók. Einhver smá hallarekstur var á árinu og líka árið á undan en eigið fé félagsins er samt 1.131.805, þannig að það er í ágætum málum. Reikningarnir voru samþykktir með lófataki. Í fundarlok undirrituðu stjórnarmenn þá.
Fyrirspurnir eftir kynningu: Spurt var um félagsgjöld vegna misskilnings um fjölda félagsmanna. Það mál var leyst í skyndi. Þegar Ómar Smári sá að félagið er vel statt og að hann hafi fengið greitt fyrir kynningarvinnu í fyrra spurði hann hvort það mætti gerast aftur (hafði annars hugsað sér að gera það frítt). „Verður er verkamaðurinn launa sinna“ er viðkvæði formannsins þegar slíkt ber á góma.
Lagabreytingar
Engar lagabreytingar.
Kosning formanns
Ekki er komið að kosningu til formanns. Emil var á síðasta stjórnarfundi kosinn til tveggja ára.
Kosning tveggja stjórnarmanna
Eitt sæti var laust í aðalstjórn. Pernilla Rein gefur ekki kost á sér áfram þar. Gunnhildur Björk gaf kost á sér í hennar stað og var því samstundis tekið fagnandi af öllum fundargestum.
Kosning tveggja varamanna
Eitt sæti var laust í varastjórn. Helga Hausner gefur ekki kost á sér áfram þar. Eggert Stefánsson gaf kost á sér í hennar stað og var því samstundis tekið fagnandi af öllum fundargestum.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Engar breytingar. Skoðunarmenn eru Margrét Högnadóttir og Martha Kristín Pálmadóttir.
Ákvörðun félagsgjalds
Magnús Ingi lagði til að árgjaldið héldist í hendur við árgjald móðurfélagsins. Þannig hafi það verið undanfarið og gefið góða raun. Allir viðstaddir voru sammála því. Á aðalfundinum (undir þessum lið eða skýrslu formanns) var talað um skiptingu árgjaldsins milli móðurfélags og deilda og um ágóðann af félagsaðild, m.a að fá Árbók FÍ. Enginn á þessum fundi setti sig á móti því en Emil nefndi að á deildarfundunum hafi komið fram sú skoðun að það yrði valfrjálst hvort að félagsmenn keyptu bókina eða ekki.
Fundarhlé
Starfsmaður frá Edinborg bistro mætti með bakka, hlaðinn brauði með kæfu og sultu. Með því var stór kanna af kaffi. Fundargestir nutu veitinganna. Það tókst að klára þær í fundarlok.
Önnur mál
Magnús Ingi spurði hvort félagsskírteinin verði rafræn. Um þessar mundir eru þau bæði þannig og á pappír. Það hafi valdið ruglingi. Emil upplýsti um að þau mál hafi ekki verið rædd á FÍ-fundunum. Varla sé stefnubreytinga að vænta hvað það varðaði að þau yrðu öll stafræn í framtíðinni,
Eggert benti á gestabókavandann í Naustahvilft. Hann hefur verið duglegur að skipta um bók þegar hann hefur verið þar á ferðinni. Sturla Páll upplýsti að nú væri þar bæði bókarlaust og kassinn laskaður. Öllum ber saman um að FFÍ haldi áfram að sinna gestabókinni. Eggert á enn eftir að skila síðustu bókinni á Safnahúsið. Hann er að reyna að telja nöfnin í henni. Það er ekki auðvelt verk. Það vita samt allir að umferðin upp í Naustahvilft er þung.
Eggert sagði einnig frá vandræðum með ferðina hans í Hvítanes 10. júní næstkomandi. Hann hafi óvart tvíbókað sig þann dag. Fólk hvatti hann til að missa ekki af hinum viðburðinum en reyna þess í stað að finna sér staðgengil. Sá besti í það, Kristján í Hvítanesi, segist ekki vera fær um að taka ferðina að sér.
Ómar Smári hélt myndakynningu um væntanlegar ferðir þessa árs. Hann fékk til þess venju fremur rúman tíma, þar sem aðalfundurinn gekk vel fyrir sig. Ekki veitti af, því hann var með mikið af myndefni, ljósmyndum og kortum, auk auglýsinganna sem hann útbjó fyrir hverja ferð (þær sem birtast á fésbókarsíðu og heimasíðu félagsins). Allir fundargestir nema einn (og kannski Eggert) áttu það sameiginlegt að verða fararstjórar í einni eða fleirum þessara ferða. Það skorti því ekki umræðuefnið. Enda fór svo að kynningin stóð fram yfir fundartíma. Fundarstjóri gerði viðvart korter yfir tíu og kynningunni lauk klukkan hálfellefu. Þá var klappað og fundi slitið.