Erfiðleikastig

Erfiðleikastig

Ferðir eru flokkaðar í fjögur erfiðleikastig, þ.e. frá einum skó (einum punkti) upp í fjóra skó (fjóra punkta).

Flokkun ferða er einungis til viðmiðunar. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum eins og veðri geta breytt því hversu erfið ferð reynist.

Flokkun ferða

    

Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4-6 klst.) Mest gengið á sléttlendi. Léttur dagspoki. Engar, eða litlar ár. Flestum fært.

   

Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5-7 klst.) Oft í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.

 

Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6-8 klst.) Oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld. Gengið í fjalllendi. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun.

 

Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.) Gengið í fjalllendi með allt á bakinu. Má búast við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Í skíðaferðum eru notuð skíðatákn.

Í hjólaferðum eru notuð reiðhjól.