Farastjórar

Fararstjórar Ferðafélags Ísfirðinga

(raðað eftir því hversu mörgum ferðum þeir hafa stýrt)

Barði Ingibjartsson

Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 44 ferðir
Staða innan FFÍ: Hefur gegnt embætti varaformanns. Formaður FFÍ frá 2014 til 2015.
Tegundir ferða: Gönguferðir, gjarnan lengri leiðir um fjöll. Barði leiðir margar ferðir sem FFÍ fer í samvinnu við Gönguhátíð í Súðavík, stundum í samvinnu við Önnu Lind Ragnarsdóttur. Barði hefur verið fararstjóri í mörgum af fjölmennustu göngum félagsins / hátíðarinnar í Súðavík.
Um Barða: Fæddur 1955. Sjómaður í Súðavík. Hefur smalað mikið við Djúp og víðar.
Barði er með réttindi sem svæðisleiðsögumaður á Vestfjörðum og Vesturlandi.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 24 ferðir
Staða innan FFÍ: Hefur verið í göngunefnd félagsins. Var lengi varamaður í stjórn.
Tegundir ferða: Gönguferðir, gjarnan lengri leiðir um fjöll. Anna Lind leiðir margar ferðir sem FFÍ fer í samvinnu við Gönguhátíð í Súðavík, stundum í samvinnu við Barða Ingibjartsson.
Um Önnu Lind: Fædd 1964. Skólastjóri í Súðavík. Gengur reglulega á fjöll og hefur varðað eina gönguleið sem við hana er kennd.

 

Emil Emilsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 21 ferð
Staða innan FFÍ: Ritari stjórnar FFÍ frá 2019 til 2021. Upp frá því formaður félagsins. Vann við gerð söngbókar félagsins, var hvatamaður að gerð heimasíðu, helsta driffjöður í  að haldin eru námskeið, talsmaður þess að saga félagsins sé rituð og ýmislegt fleira, bæði sem ritari og formaður.
Tegundir ferða: Gönguferðir, lengri og skemmri. Emil hefur komið að undirbúningi margra gönguferða, ekki síst þeirra sem farnar eru um slóðir fjarri Ísafirði og þarfnast mikillar skipulagningar.
Um Emil: Fæddur 1961. Lengst af menntaskólakennari á Ísafirði.
Emil er með réttindi sem svæðisleiðsögumaður á Vestfjörðum. Er að mennta sig meira í faginu.

 

Þröstur Jóhannesson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 14 ferðir
Staða innan FFÍ: Í göngunefnd félagsins frá upphafi til ársins 2021.
Tegundir ferða: Gönguferðir og skíðaferðir. Þröstur hefur leitt allar skíðaferðir félagsins, 4 talsins, milli Kaldalóns og Reykjafjarðar, yfir Drangajökul.
Um Þröst: Fæddur 1955. Menntaskólakennari og trésmiður á Ísafirði. Hefur komið að skipulagningu ýmissa viðburða á skíðasvæði Ísfirðinga, þ.á m. Fossavatnsgöngunnar.

 

Ómar Smári Kristinsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 12 ferðir
Staða innan FFÍ: Ferðafélagi ársins 2019. Hefur unnið við hönnun lógós, gerð söngbókar, söfnun myndefnis og tölfræði. Í göngunefnd frá 2022 og formaður nefndarinnar 2023.
Tegundir ferða: Hjólreiðaferðir FFÍ, 12 talsins, hafa allar verið leiddar af Smára. Tvær þeirra í samvinnu við Pál Stefánsson í Korpudal og ein í samvinnu við Fjallahjólaklúbbinn. Smári hefur farið fyrir tveimur gönguferðum í Gönguhátíð í Súðavík en ekki undir merkjum FFÍ.
Um Smára: Fæddur 1967. Teiknari á Ísafirði. Sumum teikniverkefnum fylgja vettvangsferðir um byggðir og óbyggðir Vestfjarða. Höfundur Hjólabókanna. Sú fyrsta þeirra fjallar um Vestfirði.

 

Orri Sverrisson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 11 ferðir
Staða innan FFÍ: Óbreyttur félagsmaður.
Tegundir ferða: Gönguferðir, 6 sinnum í samvinnu með Magnúsi Valssyni í 7-fjallaverkefni þeirra.
Um Orra: Fæddur 1983. Sjómaður á Ísafirði.

 

Edda Björk Magnúsdóttir


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 10 ferðir
Staða innan FFÍ: Formaður FFÍ frá 2019 fram á þennan dag.
Tegundir ferða: Yfirleitt styttri gönguferðir; lýðheilsugöngur og miðvikudagsgöngur í Skutulsfirði, alls 8 talsins. Hefur leiðsagt með Jónínu Eyju Þórðardóttur.
Um Eddu: Fædd 1972. Kennari á Suðureyri.

 

Magnús Valsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 9 ferðir
Tegundir ferða: Gönguferðir, 7 sinnum í samvinnu með Orra Sverrissyni í 7-fjallaverkefni þeirra. Magnús hefur komið að undirbúningi fleiri ferða.
Um Magnús: Fæddur 1966. Rafvirki á Ísafirði.

 

Sturla Páll Sturluson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 9 ferðir
Staða innan FFÍ: Hefur verið í göngunefnd félagsins.
Tegundir ferða: Gönguferðir, flestar í Súgandafirði og nágrenni.
Um Sturlu Pál: Fæddur 1959. Lengst af tollvörður á Ísafirði.

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 7 ferðir
Staða innan FFÍ: Hugsanlega virkasti göngufélaginn. Í stjórn göngunefndar félagsins frá 2022.
Tegundir ferða: Gönguferðir, flestar í Dýrafirði.
Um Gunnhildi: Fædd 1954. Býr á Þingeyri og starfaði þar áratugum saman í fiskvinnslu. Nýorðin eftirlaunaþegi. Gengur nálægt 2.000 km á ári, mest á Vestfjörðum og í Skotlandi.

 

Rögnvaldur Þór Óskarsson

Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 7 ferðir
Staða innan FFÍ: Formaður FFÍ frá stofnun 2010 til 2012. Í göngunefnd 2012 til 2016. Varamaður í stjórn 2016 til 2017. Óbreyttur félagsmaður frá 2017 fram á þennan dag.
Tegundir ferða: Gönguferðir, flestar á fjöll í nágrenni Skutulsfjarðar. Rögnvaldur var skipuleggjandi og ábyrgðarmaður margra gönguferða á fyrstu árum FFÍ.
Um Rögnvald: Fæddur 1952. Eftirlaunaþegi, fyrrum bakari og garðyrkjumaður, á Ísafirði.

 

Þórir Örn Guðmundsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 6 ferðir
Staða innan FFÍ: Óbreyttur félagsmaður.
Tegundir ferða: Gönguferðir í Dýrafirði og Vestfirsku Ölpunum.
Um Þóri Örn: Fæddur 1952. Ferðaþjónn (víkingur) á Þingeyri.
Þórir Örn er með réttindi sem svæðisleiðsögumaður á Vestfjörðum.

 

Elín Þóra Stefánsdóttir


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 5 ferðir
Tegundir ferða: Gönguferðir í nágrenni Bolungarvíkur og Skálavíkur.
Um Elínu Þóru: Fædd 1965. Kennari og bóndi í Bolungarvík.
Elín Þóra er með réttindi sem svæðisleiðsögumaður á Vestfjörðum.

 

Sighvatur Jón Þórarinsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 5 ferðir
Staða innan FFÍ: Óbreyttur félagsmaður.
Tegundir ferða: Stuttar og langar gönguferðir í Dýrafirði.
Um Sighvat: Fæddur 1962. Garðyrkjufulltrúi Ísafjarðarbæjar. Ábúandi á Höfða í Dýrafirði.

 

Guðmundur Steinar Björgmundsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 4 ferðir
Tegundir ferða: Gönguferðir í Önundarfirði.
Um Guðmund: Fæddur 1948. Bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði.

 

Jóhann Hannibalsson


Fjöldi ferða sem fararstjóri (til og með 2023): 4 ferðir
Tegundir ferða: Gönguleiðir í nágrenni Bolungarvíkur / Syðridals, mjög fjölmennar göngur.
Um Jóhann: Fæddur 1954. Bóndi á Hanhól í Syðridal. Starfsmaður í Ósvör og n.k. safngripur þar. Rannsakar gliðnun Óshyrnu og fer oft þangað upp.