Söngbókin

Söngbók Ferðafélags Ísfirðinga

Að kaupa söngbók

Söngbókin er ófáanleg í búðum en það er hægt að fá hana keypta hjá formanni og ritara félagsins. Vinsamlegast pantið eintak með því að senda póst á þetta netfang: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com. Allir nýir félagar á árinu 2021 fá hana endurgjaldslaust með árbókinni með upplag endist.

Bókin í notkun

Varúð – VÍDEÓ (með fögrum og fölskum söng)
By : Ó. Smári Kristinsson | Mar 27, 2021

Saga söngbókarinnar

Meðlimi ferðafélagsins langaði í söngbók. Þegar til voru peningar og ekki enn komið kóvít létu þeir verða af því. Skipuð var ritnefnd með formanni og ritara félagsins og einum óbreyttum meðlimi. Síðastnefndur, Ómar Smári Kristinsson, stýrði verkinu og safnaði mestu í það og fékk meira að segja borgað fyrir það. Það fékk kona hans, Nína […]
By : Ó. Smári Kristinsson | Mar 27, 2021

Boðskapurinn á kápu bókarinnar

Eins og sannri bók sæmir, þá heitir hún eitthvað: Söngbók Ferðafélags Ísfirðinga, og hefur undirtitil: Lífsins gleðisöngvar með gamansemi og alvöru í bland. Svo er fuglasöngurinn skráður við hlið teikninga af fuglum: skrækhúhúhúhúbíbískrítiríbígarggarggargkrúnkrúnkkrúnkkráklúkkbílívitbílívitbílívitblíbbblíbbblíbbkríkríkríkrajibbíjibbídýrðindýrðin. Baksíðutextinn er nokkurskonar ljóð eftir Nínu Ivanovu, hönnuð og uppsetjara bókarinnar: Ferðafélag Ísfirðinga er félag sem á ekki hús en á sjálfa […]
By : Ó. Smári Kristinsson | Mar 27, 2021