Facebook

04 Sep 2022, 21:29

# **Tungudalur. Fjölskylduferð með göngu, leikjum og hressingu. Einn skór.**

**Laugardaginn 10. september**
*Fararstjórn: Kolbrún Fjóla Ármúla Arnarsdóttir.*
Mæting: Kl. 10 á útivistarsvæðinu inni í Tungudal.

Þátttakendur hittast á bílastæðunum inni í Tungudal þar sem ferðin byrjar.

Stutt kynning á Ferðafélagi Ísfirðinga og skipulagi ferðarinnar ásamt því sem að farið verður yfir öryggisþætti við upphaf ferðar.

Genginn hringur um Tungudal, fyrst eftir stígnum í gegnum skóginn og upp á planið þar sem skíðaskálinn fyrir svigskíðasvæðið er. Þaðan er gengið niður eftir göngustígnum sem liggur hinum megin við Tunguána og að stöðvarhúsi OV, yfir brúna þar og inn á tjaldsvæðið fyrir ferðamenn í dalnum.

Þá tekur við leikjastund á hentugu svæði við tjaldsvæðið.

Boðið upp á hressingu í lok ferðar í boði ferðafélagsins.

Láttu sjá þig í þessari áhugaverðu ferð. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á ferð þar sem í boði er ganga, leikir og síðast en ekki síst ókeypis hressing í ferðarlok. Við hlökkum til að sjá þig!
... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

03 Sep 2022, 20:08

Gengið var á Rembing með Ferðafélagi Ísfirðinga og leiddi Emil Emilsson hópinn. Á tindinn komust tíu manns. Byrjað var að ganga í þoku og þegar á tindinn kom létti til. Tveir draugar gengu á undan hópnum, og náðist mynda af þeim, þeir voru mest fyrir að halda sig í þokunni. Takk fyrir mig. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

29 Aug 2022, 9:34

# **Rembingur - **🥾🥾

**Laugardaginn 3. september**
*Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson. *
Brottför: Kl. 9 frá Bónus á Ísafirði.
Þægileg gönguleið upp á þetta fallega fjall sem er 799 m hátt. Gangan byrjar reyndar í um 450 m.y.s. og því er hæðarhækkun í göngunni sjálfri um 350 m.

Stutt og skemmtileg ganga sem tekur um 4 klst.

Keyrt frá Bónus upp gamla þjóðveginn yfir Breiðadalsheiði að vegamótunum niður á Suðureyri. Þá tekur við ganga eftir veginum upp að Kinninni og þaðan upp á Horn eftir vegtroðningi. Þegar upp á Hornið er komið er gengið eftir endilöngu Langafjalli út á Rembing.

Stórkostlegt útsýni blasir við þegar komið er á toppinn og því vel þess virði að ganga upp á fjallið !
... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

28 Aug 2022, 8:50

Sextán manns fóru á tindinn, einn hundur og rjúpur. Fuglarnir þurftu að vísu ekki að klífa brött klettabelti, notuðu einföldu leiðina og flugu á tindinn. Gengið var upp á Kaldbak þann 27. ágúst á vegum Ferðafélags Ísfirðinga og Sighvatur Þórarinsson leiddi hópinn. Gott veður og flott útsýni. Takk fyrir mig. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

28 Aug 2022, 9:08

Frábær gönguferð á Kaldbak í góðum félagsskap.
Takk fyrir mig.
... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

27 Aug 2022, 14:02

Horfði á eftir þeim leggja á Kaldbak í morgun, segi nú ekki með tárin í augunum, en mikið langaði mig að ganga með. Það verður bara næst. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

26 Aug 2022, 13:32

Ljósmyndin er tekin í Arnarfirði, norður yfir Vestfirsku Alpana. Það er alveg magnað að sjá þessa fjalladýrð og konunginn, Kaldbak, sem trónir þar hæstur. Þú átt kost á því að vera stödd/staddur/statt þar uppi á toppi fjallsins á morgun. Þeir sem hafa farið í gönguferð á Kaldbak hafa lýst áhrifamikilli upplifun af henni.
Það skal samt tekið skýrt fram að gönguferðin er þriggja skóa og nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því.
Ljósmyndina tók Tómas Guðbjartsson og er hún hér birt með hans leyfi.
... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

21 Aug 2022, 18:19

# **Kaldbakur – 3 skór**

**Laugardaginn 27. ágúst**
*Fararstjórn: Sighvatur Jón Þórarinsson frá Höfða í Dýrafirði.*
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði og kl. 9 frá íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Vegalengd 6 -7 km, göngutími um 4 – 5 klst.
Kaldbakur er 998 m hár en reikna má með að hækkun á gönguleiðinni sjálfri verði um 600 m.

Ferðin byrjar Dýrafjarðarmegin og verður ekið eft­ir jepp­a­veg­i í Kirkjubólsdal upp í Kvenn­a­skarð sem skil­ur að Dýr­a­fjörð og Arnar­fjörð. Í skarð­in­u er bíl­linn skilinn eft­ir og tek­ur gang­an þá upp og nið­ur ekki nema 4 - 5 klst þar sem að hún í raun byrjar í um 400 m. hæð þegar þessi leið er valin. Fararstjórinn, Dýrfirðingurinn Sighvatur Jón Þórarinsson, hefur oft áður stýrt göngum á vegum félagsins og þekkir svæðið vel. Þátttakendur mega svo alls ekki gleyma að skrifa í gestabókina sem staðsett er við vörðuna á toppi fjallsins.

Ferðafélagið hvetur sem flesta til að taka fram skóna og taka þátt í gönguferðinni. Það er alltaf líf og fjör í gönguferðunum með skemmtilegum ferðafélögum. Þátttakendum er einnig ríkulega umbunað með góðri og hressandi hreyfingu og þegar upp á toppinn er komið með gríðarlegu útsýni í allar áttir. Sannkölluð veisla fyrir augað! Er hægt að biðja um meira?
... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

22 Aug 2022, 10:52

Þingmannaheiði, hjólaferð, 21. ágúst 2022. Fararstjóri: Ómar Smári Kristinsson. Fjöldi: 3. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

20 Aug 2022, 19:34

Veðurhorfur eru góðar. Á Bónusplaninu kl. 8 verður Bolvíkongurinn Ómar með pláss fyrir farþega og hjól. Um að gera að sameinast í bíla. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

18 Aug 2022, 20:35

Ferðin yfir Þingmannaheiði verður farin á sunnudag. Á laugardag verður of hvasst, kalt og kannski blautt. Brottför frá Vatnsdalsá milli hálftíu og tíu. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook

18 Aug 2022, 20:40

Árnar eru viðráðanlegar. Þurfti bara tvisvar að vaða. Vegurinn er ágætlega troðinn en grófur. Munið eftir hlýjum fatnaði. Gerið ráð fyrir 8 til 9 tímum í hringinn. Sá hægasti ræður ferðahraðanum. ... Lesa meiraSjá minna
Sjá á Facebook